Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Erfitt verk og krefjandi
Einsog allir vita þá er ekki auðvelt að reka fjölmiðlafyrirtæki. Sérstaklega á fámennum markaði einsog á Íslandi.
Jón Ásgeir tekur þá við skemmtilegu starfi sem þróunarstjóri. Hann notar hugvit sitt með því að skapa eitthvað nýtt. Nýjan miðil, nýja þætti, nýtt skemmtiefni... það verður gaman að sjá hvað Jón tekur upp í framtíðinni.
Ég óska honum velfarnaðar í starfi. Mikill reynslubolti hér á ferð.
hvells
![]() |
Jón Ásgeir orðinn yfirmaður á 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman að sjá hve vel Morgunblaðið kryfur fréttina af milljarða króna afskrifta vegna gjaldþrots BNT hjá Bjarna Ben og félögum. Enda þessi frétt af Jóni Áskeiri miklu áhugaverðari. :)
http://www.dv.is/frettir/2013/1/22/milljardaafskriftir-vegna-gjaldthrots-bnt/
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:11
gaman að sjá hvað DV skrifar lítið um Bjarna Ben og hans vafninga
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 17:17
Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa Jón Ásgeir og/eða föður hans við stjórnun fyrirtækja.
Bankakerfi þessa lands auk annarra landa hafa tapað, miðað við fréttir þar um, um það bil 1.200.000.000.000,- á fyrirtækjarekstri þairra árin fram að hruni. Þvílíka snillinga á heldur að nota sem skólabókardæmi í háskólum heimsins um hvernig ekki á að fara að hlutum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.1.2013 kl. 19:01
Hann er að stjórna einni deild
Ekki fyrirtækinu sjálfu
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 19:03
Halló halló - allir vita að hann stjórnar því sem hann vill - hann á þetta fyrirtæki (95%), reyndar í skelfilegri margmilljarða skuld við Landsbankann langt umfram virði félagsins og er leyft þetta vegna sérstakrar velþóknunar Jóku flugfreyju og Steingríms J. jarðfræðinema (ekki heyrst að hann ætli að klára námið og verða jarðfræðingur).
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.1.2013 kl. 20:15
skv http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=557
þar stendur
Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982.
Hann er að segjast vera með BS gráðu en ef hann er að ljúga þá er það alvarlegt mál
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 22:34
B.Sc. próf í jarðfræði er ekki kallað jarðfræðingur því námið er einungis rétt hálfnað. Sama og með lögfræðinga þeir eru það ekki fyrr en við candidatspróf eða Masterspróf - þeir sem eru með BA mega því segjast vera með BA í lögfræði. Þeir sem klára cand.jur. eru síðan lögfræðingar sem og þeir sem fara MA leiðina.
Kannski Steingrímur klári námið og kalli sig jarðfræðing að því loknu þar sem ekki er víst að hann nái inn á þing á ný eftir kosningaloforðasvikin sín?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.1.2013 kl. 23:27
Það hlýtur að vera spennandi fyrir hjónin að vera glæpamenn sem komast upp með að gera allt sem þeim sýnist án þess að löggjafinn geri nokkuð..
Þóra stóra (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 11:56
Þóra stóra ;)
Þau komast upp með það sem þeim sýnist á meðan þau eru undir velþóknun Jóku flugfreyju og Steingríms jarðfræðinema (oftast nefndur með óréttu jarðfræðingur) . Það sem menn spyrja sig er : Af hverju stafar velþóknun forystumanna í ríkisstjórn ? Heyrst hefur að svarið sé vegna endalausra greiða til stjórnarflokkanna og forystumanna þeirra í gegn um fjölmiðla- og fasteignaveldi Baugsfeðganna undanfarinn áratug og skuldin skal greidd með þessum hætti - sem og á kostnað skattgreiðanda í afskriftum í Landsbankanum og aukin fyrirgreiðsla þar til fjölmiðla þeirra.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2013 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.