Einfalt mál, ætti að taka stuttan tíma

Þjóðin samþykkti nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vildi þó hafa þjóðkirkjuna ennþá nefnda. Þá höldum við því. En hinar tillögurnar skulu halda.

 

Enginn stjórnmálaflokkur skal vera á móti þessu ferli því þjóðin hefur talað. Stjórnmálaflokkar skulu ávalt taka mark á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hver vill tala á móti þjóðinni?

kv

Sleggjan


mbl.is Ný stjórnarskrá í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Það væri óskandi að ákvæðið um þjóðkirkjuna verði einhvern veginn svona;

"Á íslandi skal ekki vera þjóðkirkja, allir trúflokkar og öll lífsskoðunarfélög hafa sömu skyldur og sömu réttindi sem ákveðið skal á með lögum"

Enda á að vera trúfrelsi á landinu og því á ekki að vera að borga til þjóðkirkjunnar með sköttunum mínum því ég tilheyri öðru lífsviðhorfi.

Ólafur Ingi Brandsson, 22.1.2013 kl. 12:46

2 identicon

Mín persónulega skoðun rímar við þína Ólafur.

En ég vill samt hlusta á þjóðina í öllum málum og gef eftir. Virðing fyrir lýðræðinu set ég ofar öllu.

kv

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband