Skattar í USA

Skattar í USA eru frekar lágir.

Á móti kemur að það kostar sitt að ganga menntaveginn, heimsækja sjúkrahús og dvelja á elliheimilum.

 

 

Annars las ég einhverstaðar að ef að skattar á bensín myndi hækka á við skattana hjá Norðurlöndunum gætu USA greitt allar sínar skuldir á 5 árum.

Þetta fiskcal cliff (hengiflug) er orðið frekar vandræðanlegt. Hlutabréfamarkaðir fara í panic í hvert sinn sem hengiflugið nálgast. Þeir í USA þurfa klárlega að taka á þessu sem fyrst. Ég allavega mæli með bensinskattsleiðinni.

kv

Sleggjan


mbl.is Náðu samningum um ríkisfjármál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Önnur leið væri að stöðva þessa automatísku hækkanir á útgjöldum US Treasure og skera ¢1 af hverjum $1 í útgjöldum.

Eftir 7 ár þá væru fjármálalögin kominn í balance og þá er hægt að fara greiða níður skuldir ríkisins sem í dag eru um $17,000,000,000,000.

Skattur á orku hleypir af stað verðbólgu og atvinnuleysi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.1.2013 kl. 22:04

2 identicon

Sæll.

Skattar á fyrirtæki í USA eru með því hæsta sem gerist, þetta er því ekki rétt hjá þér.

Skattar á fyrirtæki í USA eru 39,2% skv. OECD en eru 25% í Austurríki, 17% í Chile, 34,4% í Frakklandi, 28% í Noregi, 12,5% á Írlandi, 30% í Mexíkó og 24% í Grikklandi svo nokkur dæmi séu tekin.

Bandaríkjamenn eru í reynd gjaldþrota þannig að það sem þú last um hækkanir bensínskatta er bara þvæla. Hverjar heldur þú að séu lífeyrisskuldbindingar hins opinbera í USA?

Við munum sjá nokkur gjaldþrot þjóðríkja á næstu árum - þökk sé jafnaðarmennskunni og sósíalisma.  

Helgi (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 11:14

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi

Er USA sósílista og jafnaðarmannaríki?

Sleggjan og Hvellurinn, 2.1.2013 kl. 12:54

4 identicon

@3:

Í minni bók, já.

Á næstu árum sjáum við hvernig jafnaðarstefnan fer með heilar þjóðir - þá verður það svo ljóst að ekki verður um það deilt að sú stefna hefur beðið skipbrot.

Helgi (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband