Saari skrumarinn

Það er enginn að reyna að endurtaka 2007. Kriddsíld er stórskemmtilegur þáttur fyrir þá sem hafa áhuga á pólitik. Þar sitja formenn flokkana við borð og rökræða. Kriddsíldin byrjaði ekki árið 2007. Hún hefur verið í gangi á gamlársdag í fjölda... jafnvel tugi ára.

Svona lýðskrum er orðið þreitt. Svo betur fer er ekki vilji hjá þjóðinni að hafa kappa einsog Þór Saari á Alþingi.

hvells


mbl.is „Ekki hægt að endurtaka 2007“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki hvort þetta sem hann er að segja sé lýðskrum.

Annars er Kryddsíld frábær þáttur á léttu nótunum og mörg ógleymanleg atkvik hafa verið.

Efst í huga er árið 2008 þegar mótmælendur næstum tóku yfir þáttinn.

Einnig þegar Össur og Davíð Oddsson voru að kalla hvorn annan dóna. Þú ert dóni, nei þú ert dóni.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/707012/

Það sem stendur upp úr er þetta, að borgarstjórinn asnast upp úr borgarstjórastólnum. Það verður bara að segja það eins og er. Hann kann engar skýringar á því nema að menn séu vondir við sig og hún ætli ekki að láta beygja sig frá þeirri mikilvægu ákvörðun að fá að vera varamaður í þingliðinu. Hún var þingmaður einu sinni og hvað gerði hún þegar hún varð borgarstjóri? Sagði af sér þingmennskunni af því að hún taldi það ekki fara saman að vera þingmaður og borgarstjóri. Sagði af sér. Síðan er hún búin að fara heilan hring og það eiga bara allir að skjálfa og nötra.

Ég hef ekki skipt mér af þessu máli í átta eða tíu daga..."

Össur Skarphéðinsson: "Ef ég má aðeins..."

Davíð: "Ætlar þú kannski, Össur, að halda því fram að ég sé hræddur við þetta fólk?"

Össur: "Þú verður kannski hræddur við þetta viðfangsefni ef þú þarft að skrifa nýtt leikrit. Ég er ekki viss um að þú getir alveg höndlað það. Vegna þess að mér sýnist að þú skiljir þetta ekki alveg til fulls. Þú sérð út úr þessu einhverja aulabrandara. Þið sitjið hérna flestir og segið, við erum ekki hræddir, við erum ekki hræddir. Orðin sem þú notar Davíð, ég verð að segja, að eru forsætisráðherra til vansæmdar; að tala með þessum hætti um öflugan stjórnmálamann...

"Nei, heyrðu Össur. Þú ert slíkur dóni. Þú ert bara dóni."

"Þú ert sjálfur dóni. Þú ert sjálfur dóni með þeim hætti sem þú talar..."

Nú væri kannski við hæfi að segja eins og séra Sigvaldi: "Ja, hér gæti komið amen eftir efninu."

sleggjan (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband