Tvö rugl sem ég verð að tækla.

OR er tæknilega gjaldþrota vegna sóun stjórnmálamanna og vanhæfni almennt. Á kostnað skattborgara. RVK er að reyna að selja eignir OR t.d Perluna. Nú er það komið á hreint að borgin ætlar að selja ríkinu Perluna fyrir náttúrumynjasafn. Þetta er algjrölega óskiljanleg ákvörðun í ljósi þess að það voru markir einkaaðilar sem sýndu Perlunni áhuga. Nú er verið að selja eign skattborgara í hinn vasa skattborgara og breyta Perlunni í náttúrumynjasafn á kostnað skattborgara og sá rekstur fer á kostnað skattborgara.
Þetta mun ekki leysa neinn vanda. Úr einum vasa í annan.
Í staðinn fyrir að Perlan verður fjárhagslegur baggi á borgina þá mun þessi baggi færast á landið í heild.

Endurnýjun bíla á Íslandi. Reglulega koma fréttir um þann "alvarlega" vanda að endurnýjun bíla sé ekki nóg á Íslandi. Að hér eru eldri og eldri bílar. Það er með öllu óskiljanlegt að kalla þetta vanda. Er vandi að við eiðum og litlum gjaldeyristejum?? Það er frekar vandi að viðskiptaafgangur sé ekki meir en raunin. Sérstaklega í ljósi erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins.
Svo er alltaf annaðhvort talað við bílasala, félag íslenskra bifreiðareiganda eða tryggingafélag... þeir sem hafa beina hagsmuni í því að íslendingar eiga nýa og dýra bíla.
Rökin fyrir þessu er oftast öryggi og svo bensíneyðsla. Ég kaupi ekki þessi rök. Þetta er aljgörlega minniháttar kostur miðað við gjaldeyriseyðslu. Íslenignar geta einfaldlega keyrt öðrvísi. Það er hægt að ná gífurlegum bensínsparnaði með því að keyra skynsamlega. Svo þetta með öriggi er betur náð með því að fólk virðir hámarkshraða, notar bílbelti og drekka ekki við akstur....

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tilboðin frá einkaeigendum í Perlunna voru á hæpnum forsendum. Þeir voru með skilyrði við tilboðið. Skilyrðið var umtalsvert landsvæði í kringum Perluna. Þeir hefðu grætt á kaupunum vel með því að rífa niður perlunna og allt þar í kring og selja svo landið hæstbjóðanda.

Hitt, rétt er það að ekki á að tala við hagsmunaaðila í svona málum. Svona eins og að spurja LÍÚ eða Sjálfstæðislfokkinn um kvótakerfið.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 25.12.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband