Allt að reddast hjá Grikkjum

Rökin hjá NEI sinnum að allt sé í rugli hjá Grikkjum dettur dauð niður frá með deginum í dag.

 

Rökin hafa verið að víst að Grikkir eru í vandræðum þá á Ísland ekki að ganga inn í sambandið. Eins heimskulega og það hljómar.

 

Enda hafa rök NEI-Sinna ekki verið upp á marga fiska.

 

 

Sömu NEI-menn fagna á sama tíma málsókninni gegn verðtryggingu sem er byggð á ESB lögum sem fór í gegn án umræðu á grunni EES samnings. Lógík hefur ekki verið sterkasta hlið NEI sinna.

kv

Sleggjan


mbl.is Hækka lánshæfiseinkunn Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú gefur þér að matsfyrirtækin geri ekki mistök.

Hvernig eiga Grikkir annars að borga til baka alla þessa lánasúpu? Það verður ekki auðvelt þegar atvinnuleysið er eins mikið og það er.

Vandi Grikkja er ekki bara evran.

Helgi (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 20:17

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Matsfyrirtækin geta gert mistök.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 18.12.2012 kl. 20:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Starfsmenn S&P hækkuðu lánshæfismat Grikklands á þeirri forsendu að þeir hafa lesið það út að það eigi að halda Grikklandi innan evrusvæðisins hvað sem það kostar..   Þetta gaf S&P upp sem ástæðu fyrir hækkun lánshæfismatsins, þannig að þetta hefur EKKERT með málflutning NEI-sinna að gera.......

Jóhann Elíasson, 18.12.2012 kl. 20:55

4 identicon

Þeir fóru upp um 6 flokka en eru ennþá í ruslflokki.

Er ekki evruskjólið frábært?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 22:31

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Þessi fyrirsögn þín segir svo margt um hvað þú veist lítið hvað er að gerast í Grikklandi og hvernig lífið þar hefur verið síðustu árin. En ég skal benda gríska vini mínum á þetta og hann kannski fær að bjalla í þig við tækifæri? Ekki veitir honum að heyra frá svona wisserbesser eins og þér um að efnahagsmál Grikklands séu nú bara að reddast!  :-)  Snillingur!

E.s.  Ég hlýt að vera nei-sinni er það ekki, fyrst ég er ekki sammála þér?

Guðmundur Björn, 18.12.2012 kl. 23:16

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Endilega láttu hann bjalla í mig 5885522  =)

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.12.2012 kl. 01:29

7 identicon

Ha! 5885522,er það ekki Hreyfill Taxi. ?

Númi (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband