Þriðjudagur, 18. desember 2012
Rugl og Væl í Lilju
Í fyrsta lagi þá er Lilja margoft í Silfur Egils. Miklu oftar en aðrir formenn flokka (þó hún sé ekki eiginlegur formaður Samstöðu er hún hinn eiginlegi leiðtogi).
Svo þarf að kenna Samstöðu að koma sér í fjölmiðla.
Fyrsta lagi eru það blaðagreinar sem geta vakið athygli. Ef hún kemur með eitthvað nýtt á framfæri í blaðagrein þá hringir Bítið á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis, Morgunþáttur Rás2 osfrv í hana og hún fær að tjá sig. Til viðbótar þá kemst hún í frétttir.
Svo þarf hún að byrja blogga (og allir flokksmenn Samstöðu). Blogga um líðandi stundir. Sína stefnu o.s.frv.
Facebook og Twitter eru líka miðlar sem vekja athygli, oft meira en ljósvakamiðlar.
Það gerist ekkert ef þetta fólk er ekki að reyna neitt.
kv
Sleggjan
![]() |
Segja vegið að lýðræðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur kannski alveg misst af því að SAMSTAÐA er með fréttasíðu: http://www.xc.is/ og Lilja ásamt fleirum í forystunni eru með blogg: http://liljam.is/
Ef þú lest bréfið allt: http://www.feykir.is/archives/61857 þá kemur fram að landsmálablöðin hafa birt greinar frá félagsmönnum SAMSTÖÐU. Stærri fjölmiðlar hafa ekki verið jafnduglegir við það.
En þakka þér samt ráðgjöfina þó vissulega hefði hún komið að meiri notum ef hún byggðist á meiri þekkingu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.12.2012 kl. 12:27
Lilja bloggar á 10 daga fresti. Ætli það sé ekki sama tíðni og hún kemst í stærri fjölmiðlana? Tilviljun?
Þið talið eins og þið séuð aldrei í fjölmiðlum sem er bara rangt.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.12.2012 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.