Laugardagur, 15. desember 2012
leiðindi
"Þessar tölur þýða ekki að foreldrar af erlendum uppruna séu ofbeldisfyllri gagnvart börnum sínum."
ömmmm í fréttinni kemur fram að það er einfaldlega niðurstaðan
foreldrar af erlendum uppruna eru þrisvarsinnum líklegri til að beita barni ofbeldi
mér leiðist svona rugl.
sumt fólk heldur að almenningur séu hálvitar
hvells
![]() |
Hörkulegt uppeldi of algengt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétttrúnaðurinn er stundum sterkari en almenn skynsemi.
Það má aldrei segja að einn menningarhópur sé að gera eitthvað verra en annar. Þó að staðreyndirnar séu upp á borðunum.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 15.12.2012 kl. 21:30
Þetta sýnir hvað aðlögun er mikilvæg. Hér ætti að vera einhvers konar "citizenship training". almennilegur skóli um almenn gildi og menningu hér á landi, og hvernig lög, sem varða svona hluti og aðra, kunna að vera öðruvísi en víða annars staðar. Það er móðgun við innflytjendur og okkur sjálf að senda fólkið bara á fimmta flokks lélegt íslensku námskeið og láta það ekkert læra um menninguna. Berið saman við Bandaríkin, sem er best heppnaða fjölmenningarsamfélag heims. Sést best á því að maður frá Marakkó sem hefur verið í einhverju Evrópulandi í 10 ár segist vera frá Marakkó, en velaðlagaður innflytandi í BNA segist vera "Ameríkani frá Marakkó". Við þurfum að byggja samfélag okkar á sameiginlegum grunngildum, en ekki bara einhverju þjóðerniskjaftæði sem er of lítið fyrir nútímann og minnkandi heim. BNA ætti að vera fyrirmyndin og við ættum að reyna að toppa þá. Evrópa er ekki góð fyrirmynd í neinu og á ekki met í neinu nema þjóðarmorðum og mannfyrirlitningu.
( (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 21:50
Fréttin segir alls ekki að " foreldrar af erlendum uppruna séu ofbeldisfyllri gagnvart börnum sínum."
Hún segir einfaldlega að þeir séu oftar TILKYNNTIR til barnaverndaryfirvalda vegna líkamlegs ofbeldis gagnvart börnum. Kannski eru Íslendingar frekar tilbúnir til þess að tilkynna erlendan nágranna eða kunningja, heldur en einhver landa sinn sem er tengdur þeim nánari böndum.
Án frekari rannsókna getur þú ekki fullyrt um raunverulega tíðni ofbeldir foreldra eftir þjóðerni.
Anna (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 01:16
Eins og ég sagði í kommenti númer eitt. Rétttrúnaðurinn er ofar almennrri skynsemi. Beini þessum orðum mínum að Önnu sem skrifaði komment nr 3.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2012 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.