Föstudagur, 14. desember 2012
Þorvaldur í framboð
http://vefir.pressan.is/ordid/2012/12/13/thorvaldur-tekur-slaginn/
"Orðið á götunni er að Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, hafi ákveðið að taka slaginn og taka fyrsta sætið á lista Dögunar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
Þorvaldur hefur verið áberandi í sinni þjóðfélagsrýni á árunum eftir hrun og átti sæti í Stjórnlagaráði. Undanfarið hefur mjög verið þrýst á hann að taka slaginn og nú mun hann prófessorinn hafa sagt sínum nánustu stuðningsmönnum frá þessari ákvörðun sinni.
Aðrir sem líklegir eru til að vera framarlega á framboðslistum Dögunnar eru lögmaðurinn Gísli Tryggvason sem hefur verið talsmaður neytenda og átti sæti í Stjórnlagaráði, Þórður Björn Sigurðsson sem var formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna og annar fyrrverandi formaður þeirra samtaka, Andrea Ólafsdóttir, sem bauð sig fram í forsetakosningum sl sumar."
Þorvaldur er flottur maður. Hefði kannski kosið hann ef hann væri ekki að fara fram hjá Dögun. Dögun eru með óraunhæfar lýðskrumaralausnir í skuldamálum heimilana. Get ekki lagt atkvæðið mitt í svoleiðis rugl.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.