Til að lækka þjóðernisbrjálæðið

Leno segir að allar hljómsveitir sem mæta í þáttinn eru bestar. Þótt hann hafi aldrei heyrt í þeim.

 

Hann tekur í hendina á öllum hljómsveitum sem koma í þáttinn án undantekninga þannig Monsters eru ekkert sérstakir í þeim efnum.

 

Slökum aðeins á.

kv

Sleggjan


mbl.is „Stórkostleg hljómsveit frá Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleggjan: þetta er rétt hjá þér með þjóðernisbrjálæðið, en svona hefur þetta alltaf verið; minnimáttarkendin og smáborgaraháturinn rýður algrlega húsum á klakanum.

Minni líka á hið fornkveðna. So, "How do you like Iceland"

og þetta; Island bezt Island best í heimi, og ekki gleyma Island stórasta land í heimi :)

Kristinn J (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 08:28

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

En hvað með það, má þjóð eins og Ísland ekki geta neitt í neinu, án þess að þið mótmælið því.

Jú það passar ESB trúboðinu ykkar best að gera sem minnst úr Íslandi á alla vegu bæði efnahagslega, félagslega og menningarlega.

Við þessa ófrægingar iðju ykkar njótið þið öflugrar liðveislu ygastóðsins á RÚV sem hefur flutt hvern lyga- og áróðurs pistilinn um Ísland á fætur öðrum.

Gunnlaugur I., 12.12.2012 kl. 10:18

3 identicon

Eurocentricismi er ennþá ógeðslegri en venjuleg, gamaldags þjóðernishyggja, því hann er bæði rót þjóðernishyggju landa Evrópu, yfirburðakomplexar menningar hvíta mannsins, svo og sekur fyrir allar dekkstu skuggahliðar þjóðernishyggju hvers lands fyrir sig, svo sem gerðist í Þýskalandi, meðan það var enn ekki orðið að Stór-Þýskalandi dagsins í dag og vald þess og áhrif voru mun minni. Alvöru alþjóðasinni getur aldrei í senn verið Eurocentrískur. En auðvitað ættum við ekki að monta okkur af því að Jay Leno finnist, eða þykist finnast, íslensk hljómsveit góð, eða hún skuli spila í þættinum hans. Öllu merkilegra er þegar Sigur Rós neitaði að spila í þætti hjá David Letterman, á listrænum forsendum, því David krafðist þess eitt laga þeirra væri stytt um hálfa mínútu, eða þegar Guðbergur Bergsson hafnaði tilboði upp á milljarða, löngu áður en hann varð milljarðamæringur sjálfur, frá einum frægasta leikstjóra Hollywood um að gera kvikmynd eftir bók hans, en meðal leikenda hefðu verið skærustu stjörnur Hollywood og hennar allra hæstlaunuðustu leikarar. Allt þetta kom fram í samningnum, en Guðbergi fannst margverðlaunaði leikstjórinn persónulega ekki mikill listamaður og óttaðist bók hans yrðu ekki gerð nægilega góð skil listrænt séð, svo hann sagði nei. Hver getur sagt nei við slíku er góð vísbending um hver muni lifa af tímans tönn, og standast mismunandi tískustrauma, og ekki falla í gleymsu löngu eftir að þorri Hollywood mynda gerir það, svo og Jay Lenoar og David Lettermanar þessa heims. Og það er af slíku fólki sem við ættum helst að stæra okkur og vera stollt. Hvort sem það er Íslendingar eða ekki. Svoleiðis menn stuðla að framgangi mannkynsins hverrar þjóðar sem þeir eru. Og hvort sem persónulegt framlag þeirra gleymist eða ekki, og þrátt fyrir að slíkir menn séu jafn ófullkomnir og breyskir og allir aðrir. Alvöru list er hafin yfir peninga og viðskipti, og þannig verður það alltaf, og hún er ekki föl fyrir athygli eða frægð, og gerir ekki listrænar málamiðlanir með sjálfa sig. Óskandi væri að stjórnmálamenn okkar lærðu af slíkum listamönnum og hættu að selja ömmu sína, sál sína og þjóð sína, fyrir slikk sem úreltist fljótt og verður hysmi morgunndagsins, verðfellt og kastað á haugana. ESB varir ekki lengi og passar ekki hugmyndafræðilega né á annan hátt við heim morgunndagsins.

Jónas (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 10:41

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo var mjög asnaleg að þessi hljómsveit var með fánann uppi, whyyyy

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 12.12.2012 kl. 14:43

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var klappað heilmikið fyrir þeim líka, var það ekki?

Mér finnst þetta fín hljómsveit.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2012 kl. 21:48

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já sönnum og heilaþvegnum ESB sinnum er alveg meinilla við að Íslenski fáninn sjáist nokkurs staðar opinberlega ! Why ?

Ekki vantar nú samt hégómlega ofnotkun ESB fánans í Brussel þar sem flaggað er í heilu fánaborgunum hundruðum fána með hinum bláhvíta gulstjörnu fána ESB- í gríðarlegum fánaborgum framan við glerhallir Evrópu-Sovét-Sambandsins.

Einnig eru þar gríðarlega stór og fyrirferðamikil myndtákn þeirra sem sýna Evru merkin í risatórum myndlíkönum eða líkneskjum.

Þetta hégómlega tilstand Ráðstjórnarinnar í Brussel minnir einna helst helst á tilgerðina í Sovétríkjunum sálugu eins og á táknin "hamar og sigð" og svo líka svipaða skurðgoðadýrkun Þriðja ríkisns á hakakrossfánan og ýmis tákn.

En þetta sér Hvells, EKKI af því að hann er blindaður, villuljósunum frá Brussel !

Gunnlaugur I., 13.12.2012 kl. 00:02

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tek fram að þetta er fín hljómsveit.

En það var ekki fagnað meira en venjulega, ég horfi reglulega á Jay Leno.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.12.2012 kl. 00:04

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sl= sleggjan.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.12.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband