Hvern er verið að vernda?

Í fyrsta lagi er minnsta framlegð í landbúnaðinum af öllum starfstéttum á Íslandi skv skýrslu Mckingsey.
Með örðum orðum þá hefur landbúnaðarkerfið íslenska algjörlega brugðist og er við hruni komið.
Þetta kerfið þarf 12 milljarða á ári til að halda sér á floti
Og hvað fáum við mikið fyrir þann pening? Jú hæsta matvælaverð í heimi og sauðfjárbændur sem er fátækasta stétt á Íslandi.... sumir bændur eru á lægri launum en atvinnuleysisbætur.

En hver er verið að vernda með banni á innflutningi af hráu kjöti? Er ríkið að hlífa okkur pöpulnum? Við erum svo vitlaus þegar við förum að versla að það má ekki gefa okkur frelsi til að velja?
Eða er verið að vernda sérhagsmuni Bændasamtakana sem hafa sogið milljarða frá skattpingju almennings.

hvells


mbl.is Áfram bannað að flytja inn lifandi dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er all vel skiljanlegt hjá þér. En við erum frábrugðin flestum ríkjum að því leitinu til hve einangruð við höfum verið. Dýrastofnar hér ofurviðkvæmir fyrir sumum sjúkdómum sem eru jafnvel ekkert sérstakt mál úti. Sbr hrossasóttin fyrir fáeinum árum. Hefur sennilega kostað skattgreiðendur einhverja milljarða. Allur hagnaður væri fljótur að verða að engu ef við fengjum einhverjar sóttir inn í landið. Miklu mun viðkvæmari dýrastofnar hér vegna einangrunarinnar. Svo kostar innflutningur líka gjaldeyri.

Tómas (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 23:46

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

smá rómantík í því að sjá frjálsar kindur vappandi um í óbyggðum. Ekki enn búið að "verksmiðjuvæða" sauðfjárrækt.

En svo er spurning hvað við viljum borga mikið fyrir þetta því það er ekki sjálfbært.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.12.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband