Þriðjudagur, 4. desember 2012
Hvað veit þessi Buchanan?
Þá segir hann að áhugi þjóðarinnar á að verða hluti af evrusvæðinu sé ekki eins mikill nú og áður af augljósum ástæðum.
Hann veit ekkert um það.
Íslendingar vilja fá stöðugri gjaldmiðil. Það er öllum ljóst.
Það sést sérstaklega vel á verðtryggingarumræðunni. Þeir sem eru á móti henni eru klárlega hlynntir stöðugri gjaldmiðli. Því krónan gerir það að verkum að verðtryggingin er komin til að vera.
Evran er þá augljósasti kosturinn.
kv
Sleggjan
![]() |
Þeir urðu virkilega hræddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Evrópusambandið er ekki bara Evran! Að ganga í Evrópusambandið er eins og að verða fylki í U.S.A. eða samþykkja að ganga í Sovétríkin.
karl (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 19:39
Vandamálið er ekki gjaldmiðillinn, heldur ólögleg stjórnsýsla gjaldmiðils Íslands, og ólögleg stjórnsýsla gjaldmiðla allrar veraldarinnar.
Innistæðulaus tölvuverðbréf hafa gert heimsbyggðina gjaldþrota.
Gjaldmiðlar voru teknir í notkun, til að auðvelda vöruskipti. Ég vona að enn finnist einhverjir valdamiklir einstaklingar, sem þekkja raunverulega sögu gjaldmiðla heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 19:47
Við getum ekki stjórnað okkur sjálf held að það sé deginum ljósara. Þyrftum helst að komast undi hælinn á Angelu Merkel ef það stæði til boða. Við fengum smá aga í peningastjórn þegar AGS kom inn hér. Við stefnum hraðbyri í sama svaðið aftur enda ríkir hér algert agaleysi á öllum sviðum.
Danni (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 19:56
Angela Merkel stjórnar ekki gjaldmiðlum heimsins. Það er fáránlegt að kenna þessari þýsku konu um allt sem hefur mistekist í Evrópu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 20:24
"Hvað veit þessi Buchanan"
Alltaf sami hrokinn í þér Sleggja !
Ef fólk er ekki sammála þér í ESB/EVRU málum.
Ætli þessi Skoski Ræðismaður Íslands hafi bara ekki fylgst með fréttum frá Íslandi.
Það liggur alveg og hefur gert lengi að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill hvorki ESB- aðild né að gera horkreppu gjaldmiðilinn EVRU að sínum gjaldmiðli.
Alveg sama hvað þú og ESB trúboðið djöflist !
Gunnlaugur I., 4.12.2012 kl. 20:28
Hún þyrfti að kenna Íslendingum sömu lexíuna og Grikkjum. Við erum í svipaðri stöðu og Grikkir þ.e.a.s. engin framtíð.
Danni (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 20:30
Framtíðar-leiðbeiningarnar sækjum við ekki í EES-ESB-fræðin ólöglegu. Og því síður sækjum við framtíðar-réttlætið til AGS-mafíunnar heimsbankaræningja-miðstýrðu (mafíustýrðu).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 21:01
@ Danni og Sleggjan og Co.
Þið eruð þetta úrtölu- og landssöluliðlið sem viljið allt hvað af tekur draga þjóðina niður og koma okkur undir handónýtt stjórnsýsluapparat Brussel valdsins.
Ísland er ekki gjaldþrota eins og Grikkland.
Ísland býr ekki við 25% atvinnuleysi eins og Grikkland, heldur aðeins í krinjgum 5% sem er með því allægsta í Evrópu.
Þjóðartekjur okkar per mann hér á Ísalndi eru u.þ.b. helmingi meiri en Grikkja.
Útflutningsjöfnuður Íslands er jákvæður meðan hann er neikvæður í Grikklandi og svo hefur verið lengi.
Það er hagvöxtur á Íslandi og honum er spáð áfram næstu árin meðan hagvöxtur í Grikklandi er neikvæður og svo er áfram spáð næstu árin.
Lífskjör á Íslandi á nær öllum skölum lífskjara og velmegunar eru á alþjóðlegum skala með því sem best gerist í heiminum og lífskjör á Íslandi eru mun betri hér en í flestum ríkum ESB/EVRU svæðisins.
Samanburðurinn hér að ofan er á mjög svipuðum nótum og á við mörg önnur kreppulönd ESB/EVRU svæðisins. Þar er samnaburðurinn augljóslega líka allur Íslandi í hag.
Á meðan að allar spár í bráð og lengd um efnahagshorfur og lífskjör eru pósitívar fyrir Ísland, þá eru þær á sama tíma neikvæðar eða mjög neikvæðar fyrir ESB/EVRU svæðið.
Vissulega þarf Ísland að gera betur og margt sem þarf að laga. Það gerum við best sjálf án ESB helsis og algerlega misheppnaðs gjaldmiðils eins og EVRAN sýnir sig í að vera.
Gunnlaugur I., 4.12.2012 kl. 21:08
þetta er bara eitthvað bull. Óvönduð þýðing líka hjá moggagreyinu og eitthvað sem skiptir engu. Næsta mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.12.2012 kl. 21:18
Það sést sérstaklega vel á verðtryggingarumræðunni að þeir sem eru á móti henni eru klárlega hlynntir stöðugri gjaldmiðli.
Já það er einmitt til þess að gera nafnkrónuna stöðugri sem þarf að útrýma samkeppni hennar við verðtryggðu krónuna.
Að taka upp evru er hins vegar engin lausn í sjálfu sér því fengjum við bara vertryggðar evrur á lánin í staðinn.
Ef við viljum stöðugri gjaldmiðil þá byrjum við á því að afnema verðtrygginguna og þá verður gjaldmiðillinn sem við höfum strax stöðugri.
Það er hinsvegar misskilningur að tengja þá umræðu saman við hitt, sem er ákvörðun um aðganga í stærra myntsvæði og taka upp gjaldmiðil þess. Fyrir Ísland er það heldur ekki valkostur nema með inngöngu í Evrópusambandið og áralangri efnahagslegri aðlögun. Verðtrygginguna getum við hinsvegar afnumið á morgun ef við viljum og þurfum ekki að taka upp annara manna gjaldmiðla til þess. Að teyna að snúa umræðunni á þann veg er ekkert annað en dulbúinn áróður fyrir Evrópusambandsaðild.
Ef menn vilja ræða Evrópusambandsaðild færi betur á að gera það heiðarlega.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2012 kl. 21:53
Já. Við skuum frekar ræða verðtryggingu og ,,ólöglegheit" hennar samkv. EO og/eða islenskum lögum.
Eg hlustaði á Elvíru í útvarpinu, Ruv minnir mig, og það er alveg punktur í því sem hún mælir. Hún er ljóngáfuð og með skemtilega skarpa framsetningu á sínu máli.
Hinsvegar tel eg efasamt að þetta haldi hjá henni. Vegna nokkurra atriða sem of langt mál er að fara útí hvert fyrir sig - en það má nefna að samkv. þessu þá væri bara öll erlend lán ólögleg. En ef lönd eru með Evru td. þá skiptir það kannski ekki öllu máli vegna stöðugleika Evrunnar sem er alkunnur - en nefna má sem dæmi Ungverjaland. þeir tóku mikið af erlendum lánum og eru með eigin gjaldmiðil, forint minnir mig, sem féll eitthvað - þau lán eru þá bara öll ,,ólögleg"! það var ekkert tekið fram í lánasamningum að forintið mynda falla svona. Eg hef ekki trú á því allavega. þetta er ,,ólöglegt" þá, býst eg við. Að binda höfuðstól við erlenda gjaldmiðlakörfu eða bara taka erlend lán - það er ekkert annað en ákv. form verðtryggingar, má segja.
það væri þá frekar að Sjalladómsstóllinn hérna í skakka húsinu uppá hólnum mundi fást til að dæma ísl. verðtrygginguna ,,óheimila" og þá á tæknilegum formsatriðum. En þá verður að koma þessu fyrir dóm áður en Sjallar verða bornir í Gullstóli til einvalda af innbyggjurm.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.12.2012 kl. 23:04
Og ps. talandi um gengistryggingu, að þá hefur ESA í raun komið með skýrustu súnina á það dæmi. þeir telja í áminningarbréfi til íslenskra stjórnvalda að algjört bann við gengistyggingu standist ekki EES Samninginn. Og þá eru þeir aðallega að að hugsa um frjálst flæði fjármagns.
Hinsvegar benda þeir á, afar skarplega og lógískt, að eðlilegt sé að stjórnvöldum að setja einhverjar skorður við slíku. Hafa einhvern ramma um það. En þeir hafna fortakslausu banni. Og að lántkendur sé gerð skýr grein fyrir áhættunni í lánasamningi o.s.frv.
ESA telur augljóslega ekki að gengistrygging per se sé gegn neytendalögum EU. Annars mundu þeir ekki telja hana í lagi.
Gengistrygging er ekkert annað en öðruvisi orð yfur ílensku verðtrygginguna. Jú jú, áhrifin koma fljótar fram oþh. - en höfuðstóllinn breytist alveg eins og í ísl. verðtryggingu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.12.2012 kl. 23:26
Kaldhæðnislegt að við erum að fara í mál við verðtrygginguna samkvæmt ESB lögum.
Þeir sem eru æpandi á móti verðtryggingunni eru oftast nei sinnnar. SVo eru ESB lögin að bjarga þessum drengjum :P
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 5.12.2012 kl. 01:35
Þar sem Ómar Bjarki hefur slíka ofurtrú à hinu pólitíska batteríi sem ESA er held ég að honum væri hollt að lesa þetta http://eur-lex.europa.eu/Notice.do?val=627023:cs&lang=en&list=628539:cs,627163:cs,627607:cs,627023:cs,625841:cs,621463:cs,628864:cs,619957:cs,583782:cs,620134:cs,&pos=4&page=3&nbl=232&pgs=10&hwords=Indexed~Credit~&checktexte=checkbox&visu=#texte
Það er oft gott að lesa sér aðeins til àður en ausið er úr viskubrunninum.
Arnar (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 01:42
Eg renndi yfir þetta - og eg get ekki betur séð en þarna sé sagt í umtalsvert lengra máli alveg það sama og ég var að segja í stuttu máli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2012 kl. 12:55
það er líka annað athyglisvert sem Hagsmunasamtök Heimilanna beinlínis stafa fram hér ofar. Kristalskýrt. Að innbyggjar margir í raun vilja hafa sveiflurnar sem fylgja krónunni. Hr. Göran Person lísti vel hvernig það er að vera með smáan gjaldmiðil og þá var með í huga sænsku krónu. Sveiflur og gerði öldudali með hendinni. Sveiflurnar í ísl. krónu eru miklu mun meiri og má líkja við fjallskorna firði frekar en öldudal.
Sveiflunum fylgir það að á tímabilum kemur miklu mun meira álag á afborganir lána - og svo fer það upp og þá slakast á og uppá toppi eru menn ,,að græða" etc.
Að íslendingar margir vilja hafa það svona.
Sko, þá er vandamá sem fylgir. það er neðsta lægðin í sveiflunum. Eykst álagið á td. lántakendur því laun hækka ekki samstundis í samræmi við lægðir gjaldmiðils o.s.frv.
þá vilja sumir menn kalla það ,,forsendubrest"! þó það fylgi alveg því sem þeir vilja að sé. Hæðir og lægðir. Og í framhaldi vilja menn að rikið niðurgreiði lægðina.
þá samstundis vaknar spurning hvort ríkið eigi þá að taka toppinn líka? Að ef td. gengi styrkist og verðbólga fer í núll jafnframt sem íb+uðarverð hækkar - að á þá ekki ríkið að taka það ,,sem menn græða"? Td. á gróðærisárunum - átti þá ekki ríkið að taka bara af fólki sem var að græða í íbúðarkaupunum. Gróðærið var í vissum skilningi ,,forsendubrestur".
Ofansagt er sett fram til að fá fólk til að hugsa málin betur. Hætta þessari einstefnu og einsýni sem leysir engan vanda.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2012 kl. 14:27
Það sem er athyglisvert í þessu skjali sem slóðin í fyrri athugasemd minni er á að eitt ríki ESB setti á algert bann við lánum í erlendum myntum og lánum tengdum við gengi erlendra gjaldmiðla. Ári seinna var þessu breytt og sett mjög ströng skilyrði fyrir því að aðilar mættu taka slík lán, meðal annars varðandi tekjur í þeirri mynt sem lánið er í. Ekki hefur heyrst að gerð hafi verið athugasemd varðandi þessa framkvæmd og fleiri aðgerðir sem þjóðir hafa gripið til í þeim tilgangi að stemma stigu við lánum sem þessum.
Megin inntakið er því að þjóðir hafa fullt sjálfdæmi um hvernig þær berjast gegn þeirri vá sem miklar lánveitingar í erlendum myntum eru gagnvart efnahag hverrar þjóðar. Því segi ég að ESA sé að bulla með sínu rökstudda áliti og í raun bara að þjóna einhverjum annarlegum pólitískum hagsmunum hvort heldur þeir hagsmunir eru til vinstri eða hægri.
Arnar (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 14:32
Jaá, eg reikna með að verið sé að ræða Ungverjaland. það er alveg vitað að þeir lentu í vandræðum og þurftu að gera eitthvað í sínum málum. Í fyrstu vr þetta tímabundin ráðstöfun.
Í framhaldi kemur í ljós að þeir hafa gert alveg það sem ESA leggur til, að settur sé rammi utan um efnið td. að takmarkað sé að lánað verði til þeirra sem ekki hafa tekjur í erlendri mynt.
Umræðan er öll útfrá áhættu þjóðarbúa eða svæða. það er ekkert minnst á að neytendalög banni slík lán.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2012 kl. 16:28
Ps. er nefnilega alveg bráðsnjall punktur hjá mér (þó eg segi sjálfur frá). það sem gerðist Ungverjalandi er alveg sama eðlis og verið er að tala um hér varðandi ísl. verðtryggingu og höfuðstól. þetta var líka í svo stórum stíl í Ungverjalandi. Talað um yfir helmingur lána í Evrum og Frönkum.
það hefur ekkert heyrst um að menn hafi fært um nytendalöggjöf því viðvikjandi. Eg hef allaveg ekki heyrt það.
Hitt er alveg annað mál að það eru vandmál sem fylgja ef innanlandsgjaldmiðill fellur. Ungverjar hafa gripið til ýmissa rástafanna til aðstoðar lántakendur, að eg tel, þó eg þori ekki að fullyrða um í hverju nákvæmlega þær voru fólgnar. Hafa ber í huga að Ungverjaland fór IMF prógram.
Etir stendur alveg sú staðreynd að erlend lántaka er afar riskí og það eru engin ný tíðindi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2012 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.