Fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Furðulegt og sorglegt
Hvernig er hægt að vera áheyrnarríki án þess að vera ríki?
Þið sem segið Palestínu vera ríki, hvenær var það stofnað? Hver var fyrsti forseti/forsætisráðherra/konungur?
Skilyrði fyrir ríki er:
... that self-identifies as deriving its political legitimacy from serving as a sovereign entity for a nation as a sovereign territorial unit. The state is a political and geopolitical entity; the nation is a cultural and/or ethnic entity. The term "nation state" implies that the two geographically coincide. Nation state formation took place at different times in different parts of the earth but has become the dominant form of state organization.
Palestína uppfyllir nánast engin af þessum skilyrðum nefnd að ofan!
Ætla Hamas-liðar að mæta ferskir á UN fund? Eða Fatah menn? Það eru tvær fylkingar í þessu "ríki". Hver ætlar að ráða? Þeir berjast á banaspjótum inbyrðis.
Hvað ætla Jordanar að gera? Þeir eru á gamla "Palestínusvæðinu". Þetta er virkilega vanhugsað.
kv
Sleggjan
![]() |
Palestína verður áheyrnarríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Who cares? Vitiði hvað þetta er langt í burtu? Ísland ætti að hætta í sameinuðuþjóðunum...
Egill (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 23:47
En það besta við þetta allt saman er, að nú geta palestínuarabar á vesturlöndum flutt heim í frið og spekt.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 23:50
Það hafa meira en 130 aðildarríki SÞ viðurkennt ríki Palestínumanna þó við Íslendingar séum reyndar eina landið á Vesturlöndum sem það gerir. Heimurinn er annað og meira en Vesturlönd. Hvað þurfa mörg ríki að viðurkenna ríki til að það geti talist ríki?
Sigurður M Grétarsson, 30.11.2012 kl. 00:15
Einhverntíma er allt fyrst....rétt einsog þegar Ísraelsríki var stofnað á vettfangi Sameinuðu Þjóðana.
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 00:18
@Sigurður
Þau þurfa að vera með vel skilgreint landsvæði. Helst ekki í tveimur hlutum. Sameiginlegt póltískt entity (ekki Hamas og Fatah sem eru ekki sammála um enitt).
Burtséð frá hvað mörg ríki viðurkenna
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2012 kl. 00:32
þetta þýðir að palestína er de faktó samþykkt sem ríki. þeir eru hækkaðir þarna upp og næsta stig að biðja um fulla aðild. þessu fylgja mikil réttindi þjóðlega séð. Vatíkanið er með þannan status. Sviss var lengi með þetta form en varð síðan fullgildur meðlimur. Ýmis samtök geta líka fengið þennan rétt.
Í þessu ákveðna tilfelli - þá er þetta að styrkja Abbas alveg gríðarlega. Eftir síðust árás israela á gaza - þá varð alþjóðasamfélagið að gera þetta sem það nu gerði. það sýnir sig líka að þetta er nánast einróma samþykkt. það eru bara US og Israel á móti nánast.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2012 kl. 01:38
jæja sleggurinn, hversvegna skildi palestína vera með landsvæði sitt í tveimur hlutum? Ju vegna þess að ísraelar stálu því sem er á milli landsvæðanna ef þú skildir ekki hafa frétt af því. Svo kemur það bara málinu ekkert við þó allir Palestínumenn séu ekki sammála og skiptist upp í mismunandi hreyfingar, slíkt á sér nú stað i flestum ríkjum heims í formi stjórnmálaflokka.
Það eina i öllu þessu máli sem var vanhugsað var að hleypa gyðingum inná þetta svæði. það var eins og að henda minnk í hænsnakofa.
Óskar, 30.11.2012 kl. 02:57
https://dl.dropbox.com/u/7231448/valli_og_vikingarnir_-_uti_alla_nottina.mp3
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 05:11
meinti þetta
https://dl.dropbox.com/u/7231448/einar_s._olafsson_-_thu_vilt_ganga_thinn_veg%20%281%29.mp3
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 05:11
Síðan fáránlegt að þeir fái eitthvað óskilgreint moð skilgreint sem áheyrnarríki sem vill ekki samþykkja að Ísrael er ríki með tilverurétt.
Mofi, 30.11.2012 kl. 10:41
PALESTÍNA, ÞAR SEM STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI.
Ríki þarf endanlega landamæri og land. Þetta hafa ArabaMúslímarnir ekki á Gaza né Vesturbakkanum. Judea, Samaría og Gaza hafa verið höggvin út úr Ísrael. Eins og er þá erum við aðeins að tala um goðsagnaríkið Palestínu. Á neðangreindri slóð er gerð góð grein fyrir málinu.
http://hrydjuverk.com/2010/08/26/palestina-%C3%BEar-sem-st%C3%A6r%C3%B0in-skiptir-mali/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 11:00
@ Sleggjan.
þetta er alveg valid punktur hjá þér,viðurkenni það. Það sem ég sé einna helst í þessu að þetta jafnar kannski leikinn örlítið, Ísraelar hafa brotið u.þ.b 65 tilmæli S.Þ án afleiðinga, ásamt mýmörgum mannréttindabrotum sem hafa verið framin á Palestínumönnum án nokkura alþjóðlegra afleiðinga fyrir Ísrael. Óska engum ills í Ísrael en núna er samningstaðan örlítið jafnari þar sem leiðin er greið með að láta Ísraela bera ábyrgð á sínum gjörðum gagnvart íbúum gettóana á Gaza og Vestur-Bakkanum. Helsta ástæða þess að Ísraelar og USA vildu ekki að þetta yrði að veruleika er ótti við kæru til Stríðsglæpadómstóls S.Þ.
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 13:34
Ef við rekjum sögu Palestínumanna og Ísraelsmanna, þá komumst við að þeirri undarlegu niðurstöðu að þeir eru af sama sauðarhúsinu, nefnilega báðir afkomendur Abrahams. Palestínumenn eru afkomendur Abrahams og Hagar hjákonu Abrahams, en Ísraelsmenn eru afkomendur Abrahams og Söru, hálfsystur Abrahams.
Því var löngu lofað af drottni þessara beggja afkomenda, Ísmaels og Ísaks, að eilífar erjur skyldu ríkja á milli þeirra og afkomenda þeirra um aldur og æfi. Svo, upphafsmaður þessara illdeilna er enginn annar en Abraham, sem þóttist heyra "rödd Guðs", en var eiginlega ekkert annað en einn af þeim 4% manna sem heyra raddir og sumir þeirra halda að þær séu frá einhverjum guði.
En Sleggja og Hvellurinn, ég gæti vel trúað ykkur til þess að lesa sögu Abrahams sem hefst í lok 11. kafla 1. Mósebókar á þessa leið:
Í byrjun 12. kafla koma svo loforðin á færibandi:
Í 15. kafla 18. versi kemur æðislegt loforð:
Svo þið sjáið að Palestínumenn fengu í raun ekkert loforð um land eins og afkomendur Ísaks. Afkomendur Ísmaels gátu bara étið það sem blés fram og til baka í eyðimörkinni.
Guð Abrahams vissi þetta allt fyrirfram og hefur sennilega haft mikla ánægju af þessum yfirvofandi erjum allt fram á okkar daga og er sérlega skemmt þessa dagana. Hér er svo fyrirfram ákveðin sýn guðs Abrahams á því hvernig Ísmael, forfaðir múslima yrði innrættur. 1. Mós. 16:12.
Svo, við hvern er að sakast, nema þann guð sem Abraham og afkomendur hans hafa búið til í kolli sínum. Og margir kristnir og muslimir um allan heim taka þátt í þessu hugarvíli og bloggarar að færslu ykkar grafa ekki nógu djúpt í sálartetur júða og múslima til þess að skilja hvernig þeir hugsa.
Svona erjur og stríð er líf þeirra og yndi. Hvers vegna skyldum við eyðileggja tilgang lífs þeirra fyrir þeim?
Sigurður Rósant, 30.11.2012 kl. 15:03
Sigurður R.,
Ég verð að viðurkenna að þetta er með því snjallara sem ég hef lesið eftir þig og er það þó margt.
Vil benda á að mér sýnist þetta ekki hafa gengið alveg eftir fyrirmælum Guðs, því að afkomendur Ismaels teljast vel einn milljarður í dag og þeir ráða yfir 11 milljónum fermílna en afkomendur Ísaks aðeins 8,000 fermílum.
En spádómurinn úr 1. Mós. 16:12 hefur ræst bókstaflega.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:24
þið þurfið að kynna ykkur þetta miklu miklu betur. Eruð alls ekkert inní málinu. þetta er allt gert á grundvelli landamæra 4. júní 1967 með al-Quds al-Sharif sem höfuðborg. þessi staðreynd hefur legið fyrir í tugi ára.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2012 kl. 15:29
Gaman að vera innblásturinn að svona... innleggi :)
Mofi, 30.11.2012 kl. 15:31
Þakka hólið Skúli Skúlason, en þessi mynd af fyrirheitna ríkinu, sem meintur Guð Abrahams á að hafa lofað honum er hér einkenndur með grænum lit. Sem sagt, allt frá Egyptalandsánni til árinnar Efrat.
Sigurður Rósant, 30.11.2012 kl. 16:32
Sæll.
Hvað ætla Palestínumenn að lifa lengi á ölmusu annarra? Á hverju ætla þeir að lifa? Af hverju reyna þeir ekki að semja við Ísraela? Ísraelsmenn hafa sýnt að við þá er hægt að semja? Stendur Hamas við samninga sem Fatah gerir?
Forysta Palestínumanna er ófær um að semja. Annað stríð milli Hamas og Ísraela mun brjótast út innan nokkurra ára :-(
Helgi (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 08:17
http://www.youtube.com/watch?v=etDb5tXPawc
Palli Stína - Is (not) Real (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:16
http://www.youtube.com/watch?v=FT6iKFQDEP4
Truth shall set you free (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:18
Minnir þetta á Kalla Kanínu? http://www.youtube.com/watch?v=eeii225G-HM
Kalli Kanína? (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:22
http://www.youtube.com/watch?v=d2xqNwG6nqM
cartoonian (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:29
Ágæti Sigurður R.,
Ef til vill hefurðu fermílna eða ferkílómetra á það svæði sem Jehova afhenti Gyðingum sem fyrirheitna landið, en það slagar nú varla mikið upp í 11 milljónir fermílurnar sem afkomendur Ismaels ráða yfir í dag.
Mér sýnist að rausnarskapur Jehóva hafa verið heldur mikill öðrum megin í þessum landafhendingarmálum. Auk þess staðsetti Jehóva stóran hluta olíulinda heimsins undir þeirra landssvæði, sem pólitískir andstæðingar þeirra dæla svo upp úr jörðinni fyrir afkomendur Ísmaels.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 14:37
Eftir að ég las Kóraninn og kynnti mér viðhorf nokkurra múslima til Abrahams- og Ísmaelssagna, þá kveð ég ekki upp dóm um hvorir afkomendanna, Ísmaels eða Ísaks, hafa rétt fyrir sér.
Afkomenur Abrahams eru augljóslega stórlega gefnir fyrir að skálda fyrir börn sín, konur og afkomendur.
Múslimir segja t.d. Allah sinn hafa ætlað að fórna Ísmael frumburðinum, en ekki Ísak hálfsystkinasyninum. Múslimir ritstýra Kóraninum líka á þann veg að sem mest ófrægingarorðin og hótanirnar fjalli um Gyðinga, kristna, fjölgyðistrúar og trúleysingja.
Ýmsar yfirlýsingar í Kóraninum má skilja á þann veg að Gyðingar og Kristnir hafi breytt Ritningunum og jafnvel eyðilagt boðskap Allah.
En í mínum augum eru allir afkomendur Abrahams og ótalmargir kristnir víða um heim, haldnir þeim "trúarvírus" að verulega sé mark á takandi þeim fyrirheitum og spádómum sem skráð eru í bæði Kóran og Biblíu.
Best held ég að börnum og unglingum framtíðarinnar verði forðað frá allri innrætingu trúarbragða allt til lögræðisaldur, eða 18 ára aldurs þar sem hans nýtur ekki við.
Þannig vil ég skerða trúfrelsi manna, en leyfa þeim að stunda trú sína á laun, líkt og Frímúrarar gera.
Sigurður Rósant, 1.12.2012 kl. 15:51
Sigurður Rósant aðhyllist sem sagt Orveillískan heilaþvott í Hitlers-æsku stíl, að ríkið ráði hvaða hugmyndir börnin meðtaki eða ekki, og foreldrarnir hafi engu um það að ráða. Það er ekki undarlegt fyrst honum er erfitt að gera upp við sig hvort fleiri sannleikskorn sé nú að finna meðal 5000 ára ættbálks læsasta og bestmenntaðasta fólks allra tíma, eða í ruglmbulli vitfirrts, pedófíls og fjöldamorðingja, líttmenntaðs, ólæss og óskrifandi sem hristi saman sögur sem gyðinglegir farandverkamenn sögðu honum, þar sem allir gyðingarnir heita þó arabískum nöfnum sem sagnfræðin sýnir ekki einn einasti gyðingur hefur nokkurn tíman borið, og heldur því fram öll hin nöfnin séu skáldskapur einn, og allt í Biblíunni sem slær ekki dýrðarljóma á hans eigin ættbálk, ósamræmist hans eigin hugmyndum eða fýsnum, sé þar með lygi. Muhammad þessi fékk til dæmis "guðlega opinberun" að ættleiðingar væru syndsamleg villa sem Allah væri ekki þóknanleg, eftir að hann girntist og flekaði eiginkonu ættleidds sonar síns. Rósant þessi eins og illa innrættir hálfmenntaðir og líttgreindir menn almennt hatatast út í þá sem standa honum framar vitsmunalega og siðferðilega og náttúran elskar meira en hann sjálfan, og þess vegna vegur hann og metur óra eins geðsjúklings sem stofnaði miður lífsseigan sértrúarsöfnuð til jafns við 5000 ára menningu sem á rætur sínar fyrir sína eigin daga, í sjálfri vöggu mannkynsins í Súmeríu.
Anti-1984 (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:04
Allir menn eiga rétt á virðingu sem einstaklingar, einnig múslimar og sumir af þeim voru stórmenni og gerðu heiminum þúsundfallt meira gagn en spámaðurinn þeirra, og tókst að magna upp þá ljósglætu sem finna mátti í drullupolli hans svo undrum sætir og hunsa drulluna. En sannleikurinn á líka skilið virðingu og hann nær handan við bækur, menningu og siði. Sá sem elskar sannleikann lætur öfund, arfgenga, djúpstæða fordóma og eigin valdasýki ekki afvegaleiða sig í dómum sínum um aðra menn, það sem annarra er, og áhrif annarra á hann sjálfan og hans eigið. Hann gefur þeim kredit sem kredit ber og losar sig undan áhrifum heilaþvotts og innrætingar þeirrar sem flestir Evrópumenn hafa verið undir í mörghundruð ár, og sýnir þannig að hann sé frjáls maður.
Anti-1984 (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:11
*Farandsölumenn, kollegar "spámannsins" voru það víst, ekki farandverkamenn. Eða sama stétt og skildi eftir sig slatta af genum hérna á Íslandi, sem í bland við læsi og siðmenntunina sem kom hingað frá Írlandi, og er ástæða þess við skrifðum bækur en "frændur" okkar ekki náði að lyfta okkur að hluta til upp úr lægð norræns barbarisma og samfélagi byggðu á heift, hégóma og heiðursmorðasýki þeirri sem við sjáum í Íslendingasögunum.
Anti-1984 (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:14
Hryllingurinn er nær okkur en við höldum. Fjöldi skóla er vaktaður dag og nótt og hefur verið í mörg ár. Það dugar ekki til. Evrópa ætti að skammast sín.
http://www.youtube.com/watch?v=xiz_PDCXZkQ (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:38
Það er aldeilis munnræpan sem þú fékkst, kæri Anti-1984. En ég verð að viðurkenna að ég hefði betur skrifað - þá kveð ég ekki upp dóm um hvorir afkomendanna, Ísmaels eða Ísaks, höfðu meira rangt fyrir sér -.
Þau trúarrit sem ég hef lesið, Biblíu, Kóran, Mormónsbók, Njálu o.fl. bera þess vott að vera innblásin af "trúarvírus" sem þú Anti-1984 ert augljóslega einnig haldinn eða eins konar "sannleiksvírus" sem heltekur sannfæringu þína.
Hvernig sérðu fjölmenningarsamkrull þróast á annan veg en í algjöra upplausn með núverandi áframhaldi naívismans sem mér virðist þú einnig talsvert heltekinn af?
Við höfum um nóg annað að hugsa í okkar daglega lífi en að setja okkur inn í alls kyns trúaróra hverra annarra með einhverja "mannúð" eða "kristilegt siðgæði" að leiðarljósi.
En þú mátt hrósa þér af hárri gáfnavísitölu, en hún nýtist þér ekki í samræðum við mig eða við nokkurn um þessi málefni, nema þú komir út úr kuflinum og lætur sjást í smettið á þér.
Sigurður Rósant, 1.12.2012 kl. 16:41
Sænskir gyðingar eru flestir flúnir heimili sín...Á meðan reynir litla Ísland að svipta þá framtíðarheimili sínu, eina athvarfinu sem þetta fólk á víst. Vandamálið mun vaxa stórlega. Skammastu þín Össur!
http://www.youtube.com/watch?v=Iu0ML8IffbY (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:43
Hefur einhver spáð í það, að Evrópa kostar þetta ríki Palestínumanna
um ca. 2 millj.evra á ári.
Hvert skyldu þeir fjámunir fara...????
Í rakettukaup..??
Ef þetta er ríki og sjálfstætt, af hverju þurfa Evrópubúar að
punga út pening handa þeim svo þeir geti verið ríki..????
Ég hélt að sjálfstæð ríki, stæðu undir sér sjálf.
Sjálfstæði, hélt ég, að geta verið sjálfstæðir án
þess að treysta á peninga frá öðrum þjóðum
til þess að vera til.
Án þess að vera lasta þeirra tilverurétt, þá finnst mér
það fáránlegt að við Evrópubúar, þurfi að kosta þessa
vitleysu.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:50
Þessi afarvenjulegi vestræni maður er í sömu sporum og hundruðir þúsunda gyðinga á Vesturlöndum um þessar mundir...Þetta er ástæða þess Ísrael þarf að vera til. Einhvers staðar þarf þetta fólk, það gáfaðasta meðal mannkynsins sem hefur flest afrek í vísindum og andans fræðum, að eiga sér skjól.
http://www.youtube.com/watch?v=gHVSHNjz4uM (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:52
"Hið nýja gyðingahatur Evrópu", sem braust út í fjöldamorðum í Frakklandi fyrir ekki svo löngu og á sök á flótta meirihluta sænskra gyðinga frá heimilum sínum. Horfið ekki bara, heldur opnið augun og sjáið! http://www.youtube.com/watch?v=nrdCZrX35q0
Fyrir þig (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 17:05
Bless Svíþjóð? Bless lýðræði?
http://www.youtube.com/watch?v=wRnP-XzB_U0 (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 17:30
Raunverulega á enginn nokkurt land. Það er með land (jörðina alla) eins og börnin. Enginn á jörðina eða börnin, en okkur er falið það verkefni að nýta jörðina á verndandi hátt, og hafa forræði yfir og kenna börnunum eftir bestu getu og viti, hvernig þau eigi að haga sér, yrkja jörðina, og vinna heiðarlega fyrir sér og sínum, í samfélagi siðaðra.
Okkur hefur öllum meir og minna mistekist í þessari jarðarnýtingu, foreldraábyrgð og uppeldisfræðslu. Miðstýring heims-stjórnsýslunnar hefur endalaust haldið uppi heilaþvotta-áróðri í skólakerfinu samhliða nauðsynlegu menntuninni. Þetta er óréttlátt og ruglandi kerfi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2012 kl. 20:54
Það er náttúrulega svolítið sérstakt, að fólk sem skeinir sig á ályktun SÞ, nr. 242, og hefur gert í 45 ár, skuli fá áheyrn.
Að öðru, ef við samþykkjum gyðingahatur vinstrimanna, og þá skoðun þeirra að reka skuli gyðinga frá Ísrael, er þá ekki rétt að útvíkka það, og reka aðskotadýr úr öllum löndum?
Kosovo Albani úr Albaníu? Araba úr Evrópu? Kínverja úr Malasíu? Svarta frá Íslandi?
Hversu langt nær hatur vinstrimanna, nær það yfir almennar þjóðernishreinsanir, eða er "gyðingavandamálið" sérstakt í þeirra augum?
Hilmar (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 22:34
Hérna er góð grein um þetta mál, sjá: http://patriotupdate.com/articles/slanders-against-israel
Mofi, 2.12.2012 kl. 11:07
Það eru þekkt viðbrögð manna að skipta sér af þeim sem bregða út af viðtekinni venju samfélagsins. Þannig forðast hinn almenni borgari yfirleitt þann sem klæðir sig eða skreytir á annan máta en venja er. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hjón sem skreyta börn sín með hvítum eða svörtum pottlokum, skyrtu með lafandi bandi og eru þannig orðin öðru vísi en normalgildið segir til um. Þessi hegðun ein getur fengið fólk til að forðast svona fólk eða jafnvel atyrða það á einhvern hátt.
Þessi andúð á skringilegri hegðun flokkast undir kynþáttahatur í hugum margra í dag. Ég minnist þess er ég var í skóla sem unglingur hjá Sjöunda Dags Aðventistum í Hlíðardalsskóla í Ölfusi á 7. áratugnum er Bítlarnir og Rolling Stones stjórnuðu tískunni. Ef einhverjum nemandanum datt í hug að lita á sér hárið, eða bera á sér skraut sem ekki samrýmdust normalgildum þessa litla samfélags, var nemandanum umsvifalaust refsað á einhvern hátt sem sannarlega þótti niðurlægjandi fyrir hann.
Þessi andúð fyrirfinnst líka í dýraríkinu. Ég merkti eitt sinn annan fót Svartþrastarunga með bút af lituðu sogröri úr plasti. Þegar móðirin sá ungann með þennan aðskotahlut á fætinum, tók hún ungann umsvifalaust og varpaði honum úr hreiðrinu. Unginn var ekki tekinn aftur inn í það litla samfélag. Tek það fram að mér var alveg heimilt að taka hina ungana úr hreiðrinu og skila þeim aftur án þess að móðirin refsaði þeim.
Þannig erum við nú skammt frá því að hegða okkur eins og blessuð dýrin.
Sigurður Rósant, 2.12.2012 kl. 13:10
Sigurður Rósant, 2.12.2012 kl. 13:14
Þetta er rétt hjá Sigurði. Það sem Sigurður ekki veit, því hann veit of lítið og hefur ekki leitað á rétta staði (en hann finnur þá ef hann leitar), er að það hænufet sem við höfum þokast áfram frá dýrunum skrifast mest á reikning gyðinga.
Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 16:25
http://www.youtube.com/watch?v=JnUfQMJPJsI
http://www.youtube.com/watch?v=JnUfQMJPJsI (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 17:06
Ég skil hvað þú átt við Magnús. Vissulega hafa margir Gyðingar notið þess frelsis sem Vestræn samfélög veittu þeim. Þeir hafa margir gifst/kvænst kristnum og notið þess afskiptaleysis sem kristnir veittu þeim. Þessir kristnu hafa mótast af frelsisstefnum Vestrænna þjóða síðustu 500 árin eða svo, en þess ber að gæta að oftast hefur hin kristna kirkja staðið gegn þeim hænufetum sem frumkvöðlar Vestrænna hafa fetað.
Þetta veist þú Magnús, eins vel og hver annar Vestrænn upplýstur maður. En samt kýst þú að þakka afturhaldssömustu öflunum fyrir framfarir okkar. Gyðingum, kaþólsku kirkjunni og þeirri Lúthersku. Trúuðum hættir til að gleyma sér í trúarsefjun sinni.
Sigurður Rósant, 2.12.2012 kl. 18:19
Ég myndi aldrei þakka hvorki kaþólsku né lútersku kirkjunni neitt. Þær lumuðu ekki á einni frumlegri hugmynd sjálfar, og allt það sem þær hafa gott fram að bjóða kemur frá Gyðingdómi og svo Hellenisma. Ég er að tala um eitthvað allt annað en þú heldur. Trúaður telst ég varla. Ég trúi ekki á nein skipulögð trúarbrögð. Ég trúi því aftur á móti að hreyfiaflið sem byrjaði í Súmeríu, þar sem siðmenningin byrjaði, og starfar ennþá gegnum þetta fólk, sé hvorki tilviljun né ímyndun. Því síður hversu marga nóbelsverðlaunahafa þetta fólk á og hversu marga af frumkvöðlum og risum hvers kyns mannréttindabaráttu. Það er heldur ekki tilviljun að gyðingar fengu mikið meira athafnafrelsi með frönsku byltingunni, en það er önnur saga sem er ekkert sérlega sniðugt að fara út í hér...Það er ekki allt sem sýnist í þessum heimi. Og margt af því er gott. Venjulegur Íslendingur er afskaplega fáfróður um gyðinga og gyðinglega menningu. Gyðingar byggja ekki sitt á Biblíunni nema að örlitlu leyti, og þeirra trúbækur innrættu þeim rökræðuhefð af ákveðnu tagi og skoðanaskipti og frjálsa hugsun þar með, frekar en ákveðnar reglur eða túlkanir, og er það einsdæmi með öll skipulögð trúarbrögð. Talmud er til dæmis 95% skoðanaskipti, og tekur ekki afstöðu með eða móti þeim rabbíum sem í þeim eiga. Svo eru til mikið dýpri og dýrari fræði meðal gyðinga sem kenndu mönnum ólíkt merkilegri og meiri hluti, og það ekki bara gyðingum heldur ýmsum öðrum, sumir grískir heimspekingar voru til dæmis vel inn í þeim og Newton eyddi meira af tíma sínum í að stúdera þau heldur en vísindi. Flestir hlægja að slíku af hroka, en ættu að pæla í hvort eitthvað annað en sérviskan réð þar för.
Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 21:33
Það var nú ekki meiningin að stinga á neinu "kýli" hjá þér, Magnús, en ég hlýt að hnjóta um nokkrar yfirlýsingar af þinni hálfu:
Og svo:
Að siðmenningin sem hófst í Súmeríu hafi hvorki verið tilviljun né ímyndun. Þú segist varla geta talist trúaður en gefur þó í skyn að þú trúir ekki á tilviljanir. Flestir sem hafa látið fara frá sér viðlíka yfirlýsingar, aðhyllast eins konar forsjón eða forlagahyggju. Það er trú í mínum huga, en flokkast ekki endilega undir skipulögð trúarbrögð þó hún geti átt sér hæli þar.
Ég verð að viðurkenna að ég er ósköp fáfróður um Gyðinga og þess heldur Gyðinglega menningu, enda veit ég ekki til að þeir hafi boðið upp á neina kynningu á sinni trú eða menningu nema þá inni í einhverjum lokuðum "skápum", sem einungis fáir óska eftir að komast inn í, enda kannski strangar kröfur um þögn yfir öllu því sem fram fer í "skápnum". Ég hef grun um að innan einhverra hópa, sem starfa "bæði leynt og ljóst" hér á landi, geti farið fram fræðsla eða sjálfsmenntun þeirra sem það kjósa, að glugga í Talmud sem eins og þú nefnir er miklu víðtækari ritsmíð en Mósebækurnar.
Það litla sem ég hef kynnt mér úr Tanakh segir mér þó að Hebrear hafi verið fullir af hugarvíli um guði, drauga og meintar fyrirætlanir guðs þeirra.
Það að Newton hafi eytt meiri tíma í að stúdera Talmud og önnur merkilegri fræði Gyðinga, segir í raun ekkert um hvort rabbíar Talmud hafi skynjað veröldina flata eða sem hnött. Ég minnist þess ekki að vitnað hafi verið í Talmud sem einhverja leiðsögn inn í frjálsa hugsun eða inn í heim vísindalegra uppgötvana sem breytt hafa lífi okkar Vesturlandabúa umfram þeirra landa sem byggja siði sína á Sharia, sem má kannski líta á sem andhverfu Talmud, enda álíka viðamikil rit sem fæstir nenna að kynna sér.
Ef marka má viðbrögð rabbía við meintri frjálslegri hegðun Jesú Krists, þá benda þau viðbrögð til einstrengingsháttar en hegðun Jesú bendir til þess að hann hafi verið "trúlaus" á kenningar Tenakh. Hann sýnir það að mínum dómi með eftirfarandi hætti:
- Jesús segist vera sonur Guðs.
- Jesús læknar á hvíldardegi.
- Jesús fer með fjölkynngi.
- Jesús fyrirgefur syndir.
- Jesús er í slagtogi með Zelótum, sem stunduðu launmorð á Rómverskum ráðamönnum og háttsettum Gyðingum.
- Jesús talar við framliðna.
- Jesús kyssti Maríu Magdalenu beint á munninn fyrir framan lærisveina sína.
Jesús gæti allt eins hafa verið frumkvöðull frjálsrar hugsunar og gjörða eins og við njótum að ýmsu leyti í dag.Sigurður Rósant, 2.12.2012 kl. 22:52
Gyðingar hættu að boða trú sína vegna þess að það kostaði oft dauða, þeirra eigin dauða og svo trúskiptinganna, sem oftar en venjulegir gyðingar mættu hræðilegu hlutskipti og voru drepnir af kirkjunnar mönnum. Engum er þó bannað að fræðast um þessa trú, eða jafnvel taka hana, þó ekki sé hvatt til þess, og það hafa þúsundir manns af öllum þjóðflokkum og kynþáttum gert. Jesús fór ekki með "fjölkyngni" frekar en Móses með galdrastafinn sinn. Gyðingdómur túlkar sína Biblíu ekki bókstaflega, heldur lítur á hana sem líkingamál sem útskíri æðri sannleika. Þetta er ekki bara nálgun sem má finna í kabbalafræðunum, heldur meðal venjulegra gyðinga.Gyðingar hafa mjög ólíkar kenningar því sem við höldum,meirihluti þeirra trúir til dæmis á fyrri líf. Jesús, ef hann var til, en fyrir því eru engar óyggjandi sannanir, var tekinn af lífi af Rómverskum yfirvöldum. Nýja testamentið er ekki áreiðanleg sagnfræðiheimild og var smíðuð löngu eftir hans daga. Í því er að finna bæði ranghugmyndir og gyðingahatur sem eiga rætur sínar í Rómarveldi, en ekki frá gyðingum sjálfum. Samkvæmt hefðbundnum Gyðingdómi er SKYLDA að bjarga mannslífi á hvíldardeginum. Einstaka sértrúarsöfnuður skilur þetta verr en aðrir, en það er lygi í Nýja testamentinu þetta hefði hneykslað nema þá meðlimi slíkra sértrúarsafnaða, og stangast á við heimildir úr öðrum ritum gyðinga, þar sem bannað er að vanvirða skyldur sem séu hærri hvíldardeginum,komi þær upp á honum. Enda eru siðir gyðinga ekki "afþví bara" siðir, það er ákveðinn tilgangur með þeim, og hann er ekki "hlýðni". Það er afar ósennilegt Jesús, þar sem hann var gyðingur, hafi verið einlífismaður. Þetta er áróður frá Róm, þar sem einlífi var dýrkað, til dæmis með Vestu meyjunum. Gyðingar hafa aldrei stundað einlífi, og líta á það sem í versta lagi hálfgerða synd, og í besta lagi sorgleg örlög. Margir gyðingar trúa því þú fyrirgerir ákveðnum hlutum í eftirlífinu ef þú reynir ekki alla vega að finna sálufélaga þinn (hlutur sem mainstream Gyðingdómur trúir á) og eignast börn. Jesús var mjög venjulegur gyðingur, og það sem hann innleiddi inn í vestræna siðmenningu kemur bara frá gyðinglegri menningu sjálfri. Það eru mörg önnur dæmi um samtöl við framliðna í Biblíunni og gyðinglegum ritum. Það var ekki álitið synd að verða fyrir slíkum upplifunum, heldur að leita sérstaklega eftir þeim og leita ráða framliðinna í staðinn fyrir frá kjarna tilverunnar (sem getur þó gefið þér svör með óvæntum leiðum sem þessum, en á sjálfur að fá að velja það og ekki á að þvinga það fram.) Það var ekkert undur og stórmerki meðal gyðinga að vingast við undirmálsfólk og fátæka, þvert á móti voru sérstök lög, og það fjölmörg, um hjálp við slíka margskonar. "Kúltúrsjokkið" að lesa um breytni Jesús gagnvart mellum og glæpamönnum var allt hérna á Vesturlöndum, með allri sinni stéttarskiptingu, þrælahaldi og undirokun þeirra sem minna mega sín, sem við byrjuðum ekki að losna undan fyrr en með gyðinglegum áhrifum í gegnum rabbíann Jesús, eða á hverjum sem hann er nú byggður. (Rabbi Hillel, sem var til á undan Jesús, og er elskaðasti Rabbíi Gyðingdóms sagði 90% allt það sama og Jesús, lagði höfuðáherslu á gullnu regluna, sagði eina boðorðið að elska náungann, svona í raun og veru (það sem er sameiginlegt með öllum boðorðunum) og allt hitt. Hann er virtasti og dáðasti rabbíi Gyðingdóms.
Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:10
Talmud segir : "Sá sem hefur bjargað einu einasta mannslífi, það verður metið sem hann hafi bjargað öllum heiminum." Þvælan að gyðingar bjargi ekki mannslífum á hvíldardegi, á skjön við hundruðir sagnfræðilegra heimilda, er ein alvarlegasta birtingarmynd fáfræði, ranghugmynda og haturs kristinna manna, þó auðvitað séu margir í dag betur upplýstir, og jafnvel byrjað að leiðrétta misskilninginn í virtari guðfræðideildum þessa heims (en varla í HÍ, sem enn útskrifar fáfrógtt fólk), og jafnvel á Biblíuskólum, sem lið í að útrýma gyðingahatri því sem áður fylgdi kirkjunni.
Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:13
Vil leiðrétta að "gyðingar hafi aldrei stundað einlífi". Slíkt var auðvitað til, og þar sem gyðingur er ekki aðeins trúarleg skilgreining, þá hafa gyðingar að sjálfsögðu gerst bæði kaþólskir prestar, buddha munkar og fleira. En Gyðingdómur hefur aldrei litið á það sem eftirsóknarvert að stunda einlífi, og enginn af hinum virtu spámönnum og rabbíum Gyðingdóms var einlífismaður. Líklega er bara lygi frá kirkjunni Jesús hafi verið það. Fjölskyldulíf er háheilagt í Gyðingdómi, og jafnvel kynlíf sem slíkt er litið á sem heilagan hlut. Ein af trúarlegum skyldum gyðinga er að fullnægja eiginkonunni og litið er á þá sem stórsyndara sem vanrækja hana kynferðislega. Kynlíf þykir sérstaklega viðeigandi á hvíldardegi. Þá er trúarleg skylda meðal gyðinga að reyna að eignast börn, þó samúð sé með þeim sem geta það ekki. Hvíldardagurinn er fyrst og fremst samverudagur fjölskyldunnar, svipað og aðfangadagskvöld meðal kristinna manna, nema hann á sér stað einu sinni í viku. Helgi hans er þó ekki minni eða hátíðleiki.
Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:20
Önnur ástæða til að tortryggja Jesús hafi verið einlífismaður er að hann var andlegur meistari. Það hefur breyst í dag, en þangað til fyrir um 150 árum bannaði Gyðingdómur stranglega að kenna ókvæntum manni andlegri greinar fræða sinna, sem Jesús var augljóslega mjög skólaður í, eða hver sem hann var í raun þessi maður í Guðspjöllunum.
Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:22
Var á blogginu hans Sigurðar Rósant og hann talar mikið um hluti sem hann veit greinilega ekkert um þar. Ég gæti allt eins haldið úti bloggi um kjarneðlisfræði. Ein fáránlegasta og hlægilegasta fjarstæðan er að afkomendur Ishmaels hafi "fyrst talist til zoroastrian trúar, þar til Muhammad útrýmdi þeirri trú" blah blah. Zoroastrian trú er Persneskur siðum. Persar eru ekki Arabar frekar en Rússar Kínverjar og Persar eru ekki af nokkrum lifandi manni, síst þeim sjálfum, taldir til afkomenda Ishmaels. Saudi Arabía, þaðan sem Muhammad kemur, aðhyllist grimma tegund fjölgyðistrúar (en Zoroastrian trú Persa var aldrei fjölgyðistrú í raun), og ólíkt hinum friðsömu Zoroastrianmönnum þá stunduðu þessir hinir sömu grimmt kvennakúgun, barnamorð og fleira huggulegt, og þótti ekkert tiltökumál að deyða stúlkubörn og gerðu það oftar en ekki, þar til Muhammad bannaði þeim það. Reyndar eru ekki allir Saudi Arabar heldur afkomendur Ishmaels, og það sama gildir um alla araba. Þeir eru það aðeins að hluta til. Að rugla saman aröbum og persum sýnir þó að maðurinn er að tjá sig um hluti sem hann ekkert veit um, og heldur þó úti heilu bloggi um þá. Sorglegt.
Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 04:14
Ekki veit ég neitt um hvort Gyðingar boðuðu trú hér á öldum áður, Magnús. Kannski hegðuðu þeir sér eins og flestir múslimir gera í dag. Stunda ekki beint trúboð en taka þeim vel sem vilja kynnast trú þeirra og bjóða velkomna í hópinn.
En varðandi fjölkynngi, Magnús, sem þú reyndar stafsetur öðruvísi en ég og er þess vegna ekki viss um hvort við erum að tala um sama hlutinn.
En margsinnis verð ég þess var í viðræðum við trúaða, að þegar ég bendi þeim á að þessi gjörningur flokkast undir fjölkynngi, samband við framliðna, þjófnað, fjöldamorð eða því um líkt, þá fara trúaðir út í hártogun og vilja ekki viðurkenna að hér sé átt við eitthvað af því sem ég nefni, heldur eitthvað allt annað.
En hér kemurðu inn á svolítið einkennandi fyrir marga trúaða:
Þessi yfirlýsing er mjög mikið notuð til að rugla gagnrýnendur Biblíunnar og jafnvel Kóransins, rækilega í ríminu. Slær svo til öll vopn úr höndum þess sem vill rýna í textann, benda á rangfærslur, stærðfræðilegar, landfræðilegar, stjarnfræðilegar eða eðlisfræðilegar villur sem úir og grúir af í þessum svokölluðu "heilögu ritum".
Hvorki Gamla- né Nýja Testamentið getur talist sagnfræðileg heimild, nema að hluta til, þar sem í einstökum tilvikum er hægt að staðfesta frásagnir eftir öðrum heimildum.
Aragrúi þverstæðna finnst einnig í þessum ritum. Sem dæmi er bann við að hafa samband við framliðna, en svo eru frásagnir af samskiptum við framliðna bæði í G.T og N.T. Þegar trúaðir eru inntir eftir þessu, bregðast þeir snjallari við með því að svara t.d. "Móses dó aldrei, hann var hrifinn til himins". Telst því ekki meðal framliðinna.
Ef bent er á að örkin hans Nóa (162x16x27m) hefði aldrei getað flotið á sjó, heldur liðast strax í sundur, þá bregðast þeir snjöllu við með því að segja að "guð hafi verndað örkina" eða "hvað veist þú um það?", "er ekki guði allt mögulegt?" o.s.frv.
Endalausir útúrsnúningar og skotgrafarleikur.
Restin af þínum athugasemdum, Magnús, bendir til þess að þú sért að mörgu leyti á sama bát og þeir trúuðu. Þú ert góður í að rugla rýnendur í ríminu, en þig skortir heiðarleika, bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum í þessum efnum.
Pétur Guðmundsson. Ég þakka þér kærlega fyrir þessa vænu gusu. Auðvitað á maður ekki að vera að bulla um eitthvað sem maður veit ekkert um. Þetta er trúlega alveg rétt hjá þér að Arabar hafa aldrei talist til Zoroastrian trúar, en þeir voru kannski sumir undir áhrifum þeirrar trúar, fjölgyðistrúar, hindúatrúar og jafnvel kristinnar sem Gyðingatrúar. Guðinn Hubal er nefndur í sambandi við Mekka, að styttur af honum hafi verið þar um daga Múhameðs sem voru fjarlægðar eða eyðilagðar. Hubal er svo talinn eiga rætur að rekja til norður Arabíu, allt til Sýrlands og svo þaðan til Mesópótamíu. Svo við erum farnir að nálgast Persíu í þessari leit, en um þessa hluti er svo sem ekkert fast í hendi eins og er.
Hins vegar er það fullyrðing "fræðimanna" múslima að þeir séu afkomendur Ísmaels, rétt eins og það er fullyrðing "fræðimanna" Gyðinga að þeir séu afkomendur Ísaks. Þessar fullyrðingar eru ekki frá mér komnar, Pétur.
En, Pétur, mér finnst afstaða þín neikvæð er þú segir það sorglegt að ég skuli halda úti bloggi um það sem mér er hugleikið. Mér finnst þú ættir frekar að segja að þér þætti það virðingarvert. Mér finnst hins vegar sorglegt af þér að dæma mig úr leik með því að skrifa "maðurinn er að tjá sig um hluti sem hann ekkert veit um". Sýnist þú vera að blekkja sjálfan þig og aðra með slíkri yfirlýsingu.
Sigurður Rósant, 3.12.2012 kl. 14:28
Til DoktorE sem afneitar gyðingahatri.Þegar þú pælir í því að gyðingar eru aftur á móti bara 2% Bandaríkjamanna, og gyðingar sem sýna þess minnstu merki þeir séu það nær því að vera 0,5% þá geturðu séð hversu furðulegar tölur þetta eru, þær sýna mun fjölmennari hópar verða samt fyrir mun færri hatursglæpum en þessi litli minnihluti. http://blog.chron.com/believeitornot/2011/11/most-religious-hate-crimes-are-against-jews/ Tölurnar frá Bandaríkjunum, þar sem margir eru hliðhollir gyðingum, eru þó mun lægri og fallegri en tölurnar frá Evrópu.
Til að nefna eitt dæmi af mörgum ljótum þá eru 71% allra hatursglæpa í Svíþjóð gegn gyðingum. Gyðingar í Svíþjóð eru þó vart sýnilegir yfirhöfuð, þeir eru aðeins nokkur þúsund og sífellt fleiri flýja land. http://www.icenews.is/2010/07/10/hate-crimes-against-jews-rise-in-sweden/ Þessar tölur frá Svíþjóð innifela ALLA hatursglæpi, nánar tiltekið hatursglæpi á grundvelli kynþáttar, kynhneigðar, þjóðernis eða trúar. Að örfá þúsund skuli verða fyrir barði á 71% hatursglæpanna? ...En, nei, þessir félagsfræðingar sem gera rannsóknirnar eru bara að ljúga, er það ekki DoctorE, og fjölmiðlar og ríkisstjórn Svíþjóðar eru líka bara að ljúga?
Tölurnar eru þarna úti fyrir þig ef þú hefur áhuga á þeim. Fáðu þér bara bókasafnskortið. Menntunarskortur og fáfræði er val á 21. öldinni, nema þú sérst frá fátækustu ríkjum heims. Þessar tölur eru allar talsvert fallegri og hliðhollari gyðingum en oft áður í mannkynssögunni. Kynntu þér bara miðaldir. Þær voru lítt fallegri en nazista Þýskaland.
Gyðingur (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.