Ekki inn á fjárlögum

Þó greinilegt var að það þurfti að ausa fé í þetta lánaapparat þráuðust þingmenn við að setja þetta inn í fjárlögin. Fjárlögin er ekkert annað en fjárhagsáætlun.

 

Í venjulegum fyrirtækjum væri svona afneitun ekki í boði og höfundarnir af áætluninni væru reknir á staðnum.

 

En þegar höndla á með ríkisfé og ríkiskassann skiptir það engu.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Íbúðalánasjóður fær 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er áhugaverð staðreynd fyrir þá sem halda að við getum fært öll verðtryggðu lánin á núll án þess að enginn borgar

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.11.2012 kl. 23:07

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ljóst að vandamál Íbúðalánsjóðs verður ekki leyst með því að ausa í hann peningum. Aftur á móti er gjaldþrot sjóðsins, sem byggir viðskiptamódel sitt fullkomlega og að öllu leyti á verðtryggingu, í raun aðeins merki um gjaldþrot verðtryggingar húsnæðislána. Ósjálfbæru kerfi verður ekki bjargað til lengri tíma, heldur mun það óhjákvæmilega leggjast af.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2012 kl. 04:24

3 identicon

Guðbjartur segist vera að "bjarga" sjóðnum en við þurfum að borga þessa björgun.

Hversvegna þarf eigið fé að vera 5%? og afhverju fær sjóðurinn þessa peninga í jólagjöf frá skattgreiðendum og þetta er bara BYRJUNIN.

Getur það verið að verið sé að tryggja að sjóðurinn geti ausið fé út í bankana þegar betur árar einsog Guðmundur Bjarnason og Árni Magnússon gerðu á sínum tíma í kjölfar 90% lánastefnu Framsóknar

Grímur (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 05:02

4 identicon

Það væri líka hægt að spara talsvert með því að leggja niður stjórn Íbúðarlánasjóðs

Stjórnir yfir opinberum stofnunum eru vita gagnslausar og ekkert annað en bitlingar til úthlutunar því það er ráðuneytið sem öllu ræður.

Grímur (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband