Össur næstur að biðjast afsökunar

Norðmenn eru flottir að biðjast afsökunar á mistökum fortíðarinnar.

Össur ætti að feta í sömu fótspor og biðja afsökunar á að neita Gyðingum að koma til Íslands þegar þeir voru ofsóttir um allan heim. Ísland hefði getað bjargað mannslífum.

Þór Whitehead sagnfræðingur hefur kannað þetta og þetta er staðreynd:

"Þór Whitehead sagnfræðingur sem skrifað hefur margar bækur um íslenskt þjóðfélag á árum kringum stríð segir íslensk stjórnvöld á þessum tíma hafi fylgt þeirri stefnu leynt og ljóst að hleypa ekki Gyðingum til landsins. Opinberlega hafi þau borið við atvinnuleysi en í raun og veru var um að ræða meðvitaða kynþáttastefnu stjórnvalda."

 

Jæja Össur, þú átt leik.

kv

Sleggjan

 


mbl.is Biðjast afsökunar á að hafa vísað gyðingum úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers á að fara að biðjast afsökunnar á þessu núna löngu eftir að þessir atburðir áttu sér stað? Það eru allir sem eitthverja ábyrgð báru löngu komnir yfir móðuna miklu og núlifandi ráðamenn bera ekki nokkra ábyrgð á þessu.

Þetta er eins og að danir færu að biðja íslendinga afsökunnar á því að hafa farið ílla með þá í margar aldir. Sem sagt fráleitt!

Björn (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband