Fimmtudagur, 22. nóvember 2012
Burt með vaxtabæturnar!
Vaxtabætur eru bara blekking. Vaxtabætur láta ykkur halda það að ríkið er að gefa ykkur peninga. Ríkisstjórnin er svo góð við ykkur. En að sjálfsögðu veit hver heilvita maður að þetta eru okkar peningar. Ekki peningar stjórnmálamanna.
Vaxtabætur eru styrkir til fjármálastofnanir. Alveg eins og húsnæðisbætur fara beint í ginið á leigusalanum.
Það á að afnema vaxtabætur og húsnæðisbætur og lækka skatta í staðinn. Þá hefur fólk meira á milli handanna. Meiri kaupmáttur sem almenningur getur notað að vild t.d afborganir eða leigu.
og sleppum við allt þetta óhagræði að ríkið tekur af þér pening bara til að geta gefið þér þá aftur.... vel skerta því að það eru nóg af deildarstjórnum, og forstöðumönnum sem þurfa sín laun við að sjá um þetta ferli...
hvells
![]() |
Greiddu 54 milljarða í vexti í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Tek undir þetta með ykkur. Segja þarf upp þúsundum opinberra starfsmanna og leggja niður fullt af opinberum stofnunum, niðurgreiðslur búa til vandamál.
Helgi (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 13:31
Viðbótarvextir á verðtryggð lán eiga ekkert að vera hærri en 1- 1,5 % en ekki 4-6 %.
Verðtrygging , +5 % vextir þekkist held á afar fáum stöðum.
Hörður Halldórsson, 24.11.2012 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.