Miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Blekkingar Jóns
Jón Bjarna breytist ekki... að sjálfsögðu fáum við Íslendingar sérlausnir.
Danmörk fékk udnanþágu varðandi að útlendingar mega ekki kaupa sumarbústaðarbyggðir í Danmörku.. hún haggast ekki.
Finnar fengu undanþágu til að stirkja sinn landbúnað fyrir ofan 63 breyddargráðu.. hún stendur óhöggðu og Íslend fer í sama pakka. Þetta er kallað heimsskautalandbúnaður.
Svíar mega ennþá selja sitt snuff nefftópa og einnig má ríkið reka vínbúð þar í landi einsog og Ísleningar munu fara fram á.... að ónefndum VARANLEGUM undnaþágum sem Malta fékk.
Jón hefði betur átt að eyða tíma í aðs spyrja Fule um hvernig heimilin græða af lægra matvöruverði, lágum vöxtum og engri verðtryggingu.
Og hvernig stendur á því að fólk í Evrópu þarf að borga 14milljónir fyrir 10milljóna lán en á Íslandi þarf Ísleningur að borga 60milljónir fyrir sömu upphæð. ÞAÐ MUNAR 46MILLJÓNIR. Jón hefði betur spurt aðeins um þetta atriði... ef hann væri að hugsa um almennning. Fólkið í landinu. Sem hann er augljóslega ekki að gera.
hvells
hvells
![]() |
Engar varanlegar undanþágur í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að Jón hafi spurt réttu spurningarinnar !
Og svarið sem hann fékk er akkúrat það sem okkur hefur alltaf verið sagt.
Við fáum ekki það sem ESB sinnar hafa lofað af okkur í mörg ár.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:02
Það er einfaldlega ekki rétt með sumarbústaðabyggðina, hún hafði ekkert með ESB að gera, heldur ákvörðun dana sjálfra, þegar þjóðverjar voru búnir að kaupa upp margar sumarbústaðajarðir meðfram strandir Danmerkur, fengu þeir nóg. Það var fyrir löngu síðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 20:09
Við það bætist að vogunarsjóðirnir hafa margfalt meiri áhrif en íslendingar í ESB svo ef fólk vill að komandi kynslóðir þurfi að borga kröfurnar á gömlu bankana upp í topp með vöxtum og verðbótum. Þá er um að gera að ganga í ESB
Grímur (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:15
Segjum sem svo að þetta sé rétt sem Jón Bjarnason segir, skiptir það þig þá máli? Yrðir þú fráhverfur aðild að ESB ef við fengjum engar undanþágur ea bara tímabundnar undanþágur?
Þú veist væntanlega að sjávarútvegur Möltu jafnast á við útgerð á einum sæmilegum plastbáti hér á Íslandi. Heildarafli Maltverja var 1348 tonn árið 2006.
Hér eru nokkrar útgerðir sem veiða svipað magn og Malta veiðir á einu ári:
Auðbjörg ehf - 1454 tonn
Bergur ehf - 1111 tonn
Fiskkaup hf - 2112 tonn
Frosti ehf - 1991 tonn
GPG Fiskverkun - 1705 tonn
Grunnur ehf - 873 tonn
Gullberg ehf - 1982 tonn
etc. etc.
Samtals eru 262.769 tonn í aflamarki. Við veiðum því u.þ.b. 200 sinnum meira en Malta. Það má því spyrja sig hver sé að reyna að beita blekkingum þegar sjávarútvegur okkar er borinn saman við sjávarútveg Möltu.
Nær væri að bera okkur saman við Norðmenn, en þeir fengu engar varanlegar undanþágur í sínum samningaviðræðum 1994.
Njáll (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:20
Ekki skánið þið Hvells !
Ertu nú endanlega orðin heilaþvegin af ESB rétttrúnaðinum !
Aðrir á fundinum ættu væntanlega að geta staðfest það sem Jón Bjarnason hefur sagt. Ja nema þá þessir Samfylkingarspenar, sem ætla alveg eins og þú inní ESB alveg sama hvað !
Varðandi þessar undanþágur sem þú gasprar um hér og lægra vöruverð og sænskt snuff og fleira. Þá stenst þetta enga skoðun.
Bændasamtökin íslensku, sem að þú bölvar nú reyndar reglulega norður og niður, létu nýlega framkvæma fyrir sig mjög ítarlegt lögfræðilegt mat á þessum meintu undanþágum til Finnsks landbúnaðar. Niðurstaða þeirra sérfræðinga var alveg ótvíræð, það er að engar þessar undanþágur væru varanlegar. Þeim væri hægt að hætta eða afnema að hluta eða öllu leyti án þess að Finnar gætu þar rönd við reist.
Sænska snuffið er heldur enginn varanleg undanþága. Það sést best á því að einn eða fleiri af yfircommíserum ESB í Brussel hefur orðið uppvís að því að reyna að múta sænska snuff fyrirtækinu uppá milljónir EVRA fyrir það að eitt að leyfa þeim "náðarsamlegast" að framleiða umrætt snuff eitthvað aðeins áfram.
Danir fengu þessa undanþágu með sumarhúsin á Jótlandsheiðum í gegn langt fyrir Lissabon sáttmálan, hina háheilögu stjórnarskrá ESB Elítuaðalsins í Brussel.
Samkvæmt honum má alls ekki veita svona hliðarspor meira.
Vöruverð almennt er ekkert hærra hér en í ýmsum ríkjum Norður Evrópu sem eru í ESB s.s. Danmerkur. Það hefur margsinnis verið sannað.
ÞAð myndi mundi muna verulega fyrir íslenskt þjóðarbú og við þar fara halloka að verða ofurselt Brussel valdinu í sjávarútvegsmálum, s.s. með flökkustofna eins og makríl, síld, loðnu, kolmunna og karfa. Þar myndi halla á okkur svo tugum milljarða skipti.
Það myndi líka munu um tugir milljarða sem að við yrðum árlega að greiða í þessa botnlausu hýt Brussel mafíunnar, bara fyrir að fá að vera nánast áhrifalaus áhorfandi að horrornum og lýðræðisleysinu sem þar viðgengst daglega.
Afhverju spurði Jón og hinir þingmennirnir ekki um atvinnuleysið og EVRU krísuna og endalausar og gagnslitlar neyðaraðgerðirnar á EVRU svæðinu sem engan enda ætla að taka.
Afhverju spurðu þér þann Fúla ekki úti það hvernig þeir ætla að hleypa Bretlandi burt úr ESB eins og meirhluti Bresku þjóðarinnar vill.
Afhverju spurðu þeir ekki líka út í gríðarlegt og vaxandi atvinnuleysið á í ESB og á EVRU svæðinu ?
Afhverju spurðu þeir ekki líka útí mótmælin , verkföllin og óeyrðirnar og vaxandi fátæktina og vesöldina á EVRU svæðinu ?
Hvað ætli hálauna yfirstéttar Commísarinn hefði sagt um það úr sínum fílabeinsturni !
Þú virðist vera að fara af ESB límingunum Hvells.
Er svona erfitt fyrir þig að horfa upp á það að ESB ÍSLAND er ekkert að koma og það mál er ykkur ESB sinnum löngu gertapað.
Meira að segja eru aðeins lítill minnihluti þjóðarinnar sem enn styður þessa vitleysis umsókn, en mikill meirihluti vill sem fyrr standa utan við ESB HELSIÐ !
Það mun ekkert breytast sama hvað þú berð hausnum á þér oft og lengi við holan ESB steininn !
Gunnlaugur I., 21.11.2012 kl. 20:27
Hvalls.
Þú ert því miður að misskilja.
Sumarbústaðalögin í DK eru innanlandslög.
Hverju landi er heimilt að vera með lög innanlands.
Undanþágur frá reglum sambandsins er aftur á móti nánast aldrei hnikað frá.
Það er t.d. enn áfengis monopol í Finnlandi.
Óskar Guðmundsson, 21.11.2012 kl. 20:38
Það hefur verið vitað frá fyrsta degi að varanlegar undanþágur eru ekki til staðar, en tímabundnar, sem verður að endurnýja með vissu millibili. Undanþágugjaldið er óheyrilega hátt og hækkar við hverja nýja undanþágu sem veitt er. Það væri kannski allt í lagi að fá að vita FYRIRFRAM hver gjöldin verða.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:49
http://www.eu-oplysningen.dk/emner/forbehold/
Hvenær falla þessar undanþágur úr gildi.Hef aldrei heyrt að það þurfi að endurnýja þessar undanþágur
Jón (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 21:05
átta NEI sinnar og ekki einn sem treystir sér að tala um krónuna, gjaldeyrishöftin, ofurvexti og verðtryggingu.
Ekki einn.
enda er það mál allt hið vandræðalegasta fyrir NEI sinna.
Enar lausnir þar á bæ.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.11.2012 kl. 21:19
Aumingja þú varstu ekki að tala um varanlega undanþágur? Þú varst ekki að tala um gjaldeyrismál eð krónuna, gjaldeyrishöftin ofurvextina og verðtrygginguna, ónei, þú vart að tala um varanlega undanþágur, þær eru bara ekki til nema einhverjir smámunir. þér og þínum líkum er vorkunn, þið eruð að brenna út á afsökunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 21:49
Svíar fengu undanþágu fyrir brennivínsbúðirnar strax í upphafi sem gilti í þrjú ár. Ekki bara há undanþágugjöld heldur einnig eftirgjöf fyrir svía að koma með meira vín með sér heim erlendis frá og jókst skammturinn við hverja nýja undanþágu.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 22:22
Mér er alveg sama um undanþágur. Mér finnst regluverk ESB bara fínt.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.11.2012 kl. 22:31
Síðasta komment þitt, lýsir þér og ykkur ESB aftaníossum alveg fullkomlega, eins og ég sagði hér að ofan !
Alveg sama hvað allir aðrir segja þér hér, þá er ESB þráhyggja þín líkust veirusýkingu.
"ESB stjórnsýslu apparatið er bara alveg fínt" SEGIR ÞÚ !
#ALVEG SAMA HVAÐ# !
Að þínum dómi þarf bara alls engar undanþágur !
Segir þú nú eftir á ?
Hvað varstu þá eiginlega að fjargviðrast yfir því að fullt af alls konar undánþágum fengjust !
Það stemmir ekkert hjá þér, því að þú villt inn í ESB HELSIÐ alveg sama hvað ! Nema eitt og það er að:
ESB = ESB - "and I love it" !
Gunnlaugur I., 21.11.2012 kl. 22:50
Ef ESB er svona slæmt afhverju býrðu þá í ESB og Evru landi?
Fólk kýs með fótunum og þú kýst að búa í ESB landi.
Andúð þín á ESB er með öllu óskiljanlegt í þessu ljósi Gunnlaugur.
Vertu samkvæmur sjálfum þér og komdu til Íslands og taktu verðtryggt lán
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.11.2012 kl. 23:12
það segir nú alveg heilmikla sögu um ESB dásemdina að þeir sem búa þar sjái gallana og vilji vara okkur hin við. Ég hef svo sem heyrt það áður hjá fólki sem býr í ESB löndum og sér hvað er að gerast og í hvað við erum að ana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 23:33
Ég vil taka það fram, að ég hef búið í ESB löndum síðan 1995 og er ekki að flytja. Mín reynsla er sú að Íslenska samfélagið er það síðasta sem ég flyt til hér í Evrópu.
En rétt skal vera rétt, þegar undanþágur ESB eru annarsvegar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 00:13
@Gunnlaugur.
Það eru tveir með bloggið.
Einn sagði að undanþágur fengust, hinn sagði að honum finnst regluverkið ESB fínt og engar undanþágur nauðsynlegar.
Það er kvittað undir hverja færslu og hvert komment. Ætti ekki fara framhjá neinum.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2012 kl. 08:01
Það gleymist alltaf þegar verið er að tala um undanþágur ýmissa ríkja sem hafa gengið inn í ESB að nánast öll þessi ríki gengu inn í ESB fyrir gildistöku Lissabonsamningsins sem beinlínis bannar varanlegar undanþágur. Lönd sem gengu inn fyrir gildistöku hans gátu komið einhverjum af sínum undanþágum sérstaklega inn í samninginn og gert þær þannig varanlegar en aðrar undanþágur eru algjörlega háðar seinni tíma ákvörðunum ESB.
Gulli (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 09:29
Hvaða undanþágur vilið þig?
Einsog Jón er að biðja um?
Sem þýðir að matarverðið breytist ekki neitt. Hækkar bara og hækkar.
Ef undanþágan er að fá að halda áfram að okra á almenningi... þá er sú undanþága ekkert sérstakelga eftirsóknarverð.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2012 kl. 09:32
Hvellur.
Það er rét hjá þér fólk kýs oft með fótunum. Eftir að hafa búið 6 ár í ESB löndum fyrst í Bretlandi og síðan á Spáni.
Þá höfum við öðlast mikla reynslu á því hvernig þessi þjóðfélög virka.
Auðvitað á okkur að leyfast að hafa hvaða skoðun sem okkur sýnist á því stjórnsýsluapparati sem þau hafa búið við.
ESB ríkin eru ennþá ekki orðin að Sovétríkjum ESB þó að ýmislegt bendi til þess að sú þróun sé á fullu, þó með svolítið öðru sniði.
Því kusum við hjónin einmitt með fótunum og fluttum frá atvinnuleysis- og kreppulandinu Spáni og heim til Íslands.
Eftir að hafa búið í þessum tveimur löndum í 6 ár þá kunnum við enn betur að meta land okkar og þjóð og viljum alls ekki að það fórni neinu af sjálfsstæði sínu og fullveldi á altari þess hégóma og sóunar sem handónýtt Stjórnsýsluapparat ESB er.
Gunnlaugur I., 22.11.2012 kl. 11:14
Ef allt á að snúast um að fá sem flestar undanþágur frá þessu "fullkomna" og "óskeikula" regluverki ESB.
Þá spyr ég mig getum við bara ekki sameinast um það að besta og eina raunhæfa undanþágan væri að losna algerlega við ESB aðild.
Gunnlaugur I., 22.11.2012 kl. 11:17
Atvinnuleysi á Spáni og í Bretlandi hefur alltaf verið mikið og sérstaklaga yfir vetrartímann. Löngu áður en EU kom til tals voru - og eru tugir þúsunda breta sem komnir eru af besta aldri, sem aldrei hafa unnið handtak. Á Spáni var gígantískt atvinnuleysi hjá unglingum löngu fyrir inngöngu EU og fyrir upptöku evru 2002.
Það er eins og ekki sé hægt að fá það inn í haus ílendinga að samfélagið eins og það er rekið og með sínum stórgölluðu regluverkum í ÖLLUM málaflokkum kemst ekki inn í EU nema með miklum breytingum og ef/þegar það gerst, þá þarf þjóðin margra ára áfallahjálp því þjóðin kollvarpast algjörlega.
Það tók okkur hjónin tvö til þrjú ár erlendis að átta okkur á því að Íslenska þjóðfélagið er mjög vanþróað og lítið sem er eftirsóknarvert þar.
Að vinna og þrífast erlendis miðað við Ísland er svart og hvítt, ekkert þar á milli.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.