Miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Það er ekki hægt að reka opinbera starfsmenn
Það sem stóð uppúr þessari frétt er þetta (skólastjórinn svarar)
"Hélt konan starfi sínu, þrátt fyrir að hafa hlotið dóm í fyrra fyrir að brjóta barnaverndarlög? „Já, það er rétt.“ "
Afhverju er svona eriftt að reka opinbera starfsmenn? Afhverju hafa kjör ríkisstarfsmanna axlast í þessa átt?
Fólk bendir á að opinbrerir starfsmenn eru með lægri laun... en ef það er tekið inn í ríkisstryggðar lífeyrisstryggingar og styttri vinnutími þá munar það ekki það mikið... svo eru opinberir starfsmenn að sjálfsögðu alveg frjálst að hætta í sinnu opinberi vinnu og sækja um í einkageiranum.
Ábreytt ástand leiðir til áhgaræðis í ríkisrekstrinum. Fólk eignar sér starf, eru ekki að leggja eins mikið á sig og vrerða værkukærir.
Allt á kostnað almennings.
Svona óráðsía á fjármálum er óásættanleg. Hafa menn ekkert lært af hruninu?
hvells
![]() |
Kennari braut barnaverndarlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
merkilegt með þennan kennara..
ég velti fyrir mér þar sem ég er komin yfir þrítugt en stóð samt í því að verða fyrir einelti af hálfu framhaldskólakennara í Ármúla
og svo heppilega vill til að ég get staðið upp fyrir mér en ég horfði samt á unga samnemendur mína standa í sömu ljótu hlutum önnina á eftir..
þetta að sjálfsögðu tilkynnti ég þetta en lítið var gert þar að hálfu stjórnenda hvað þennan kennara varðar.
svo verndin er ekki alltaf bara hjá ríkinu. því miður.
Anita (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 02:05
Hvernig er hægt að réttlæta það að hafa kennara áfram við störf sem skrifar "Drepstu viðbjóður" og fleira í þeim dúr á netið á síðu hjá föður nemanda síns? Og þetta gerðist eftir að hún hafði hlotið dóm fyrir brot á barnaverndarlögum en var samt ekki látin hætta störfum. Ég hefði talið borðleggjandi að þessi konan hefði verið látin hætta strax og hún varð uppvís að sms sendingum til nemenda, hvað þá eftir að hún hlaut dóm fyrir það hátterni, en nei nei hún fær bara að halda óáreitt áfram. Ég skil hreinlega ekki hvernig svona lagað getur gerst.
Guðrún (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 11:33
Snorri var rekinn en hann veittist ekki að neinum persónulega.
Hörður Halldórsson, 22.11.2012 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.