Sunnudagur, 18. nóvember 2012
Af gefnu tilefni.....kröfur eru kröfur. Skuld er skuld
Eftir umræðuna í samfélaginu.
Eftir umræðuna í Silfur Egils.
Þá eru kröfur kröfur.
Skuld er skuld.
Skuld er jafn há hvort sem Jón eða Gunna skuldar.
Krafan er jafn há hvort sem kröfuhafinn er Íslandsbanki eða Landsbanki.
Skuld er jafn há þótt vogunarsjóður á skuldina eða Deutsche Bank.
Þó að Deutche bank ákvað að selja kröfuna sína á íslensku bankanna á miklum afslætti til vogunarsjóðina þá lækkaði krafan á Ísland ekki.
Stjórnmálamenn geta ekki skoðað hvað vogunarsjóðirnir borguðu Deatuche fyrir kröfuna og búast við að sú sé upphæðin sem borga skal
Vogunarsjóðirnir tóku mikla áhættu með að kaupa kröfurnar, þeir veðjuðu á réttan hest í þessu tilfelli, eiga ekki að gjalda þess.
Furðulegt að skrifa færslu um svona augljósan hlut. En af gefnu tilefni verð ég að rita þetta.
Eigum eftir að heyra miklu meira af svona rugli. Lesið þessa færslu á hverjum degi að kosningum.
kv
Sleggjan.
![]() |
Að steðjar vá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
meiriséa tryggvi þór herberts er byrjaður að tala um að þjóðnýta skuldirnar.
það er í rauninni gefið skít í eignarréttinn.
ég man líka þegar kröfurnar voru til sölu... með 95% afslætti uppí 99%.. enginn vildi kaupa. Skuldabréfin voru lengi til sölu.
Ríkisstjórn Íslands hafði nóg af tíma til að kaupa kröfurnar en gerðu ekki.
Kannski er nær að rannsaka afhverju það var ekki einusinni hugleitt að kaupa kröfurnar á áfslætti
þetta taldis rugl kaupa á þeim tíma... mikil áhætta og því eðlilegt að fólk hagnist ef allt gengur upp
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2012 kl. 19:55
Bæði nýju og gömlu bankarnir, eru búnir að valda ómældu tjóni bæði hjá heimilum landsmanna og fyrirtækjum, með að hafa verið með ólögleg gengisbundin lán á markaði í ca. 10 ár, nú hafa þessi lán verið dæmd ólögleg af Hæstarétti, en eftir er að fynna út þann skaða, og meta það tjón sem heimilin og fyrirtækin,hafa orðið fyrir. Nú þarf að setja neiðarlög um að allar nauðungarsölur og gjaldþrot gangi til baka,vegna þessara lána,síðan er líka rétt að býða eftir því hvort verðtryggðu lánin séu ekki bara ólögleg líka, þá fyrst verður hægt að tala um hver skuldar hverjum hvað, og þá verði athugað hvort eitthvað sé eftir til að flytja úr landi.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 20:30
Ef að ég lána ykkur 1000 kr. og þið borgið þær ekki til baka eða okkur semst ekki um endurgreiðslu, þá á ég 2 möguleika: Horfast í augu við tapið og afskrifa 1000 kr., eða selja kröfuna öðrum á hrakvirði. Takist mér að selja 1000 kr. kröfuna er nýji kröfuhafinn að veðja á að honum takist að innheimta umfram kaupverðið upp að 1000 kr. og hagnast um mismuninn. Nýr kröfuhafi tekur þar með meðvitaða áhættu að innheimtan gangi ekki eftir. Gangi það ekki eftir fer sama ferli í gang og ég hef þegar lýst, þessi nýji kröfuhafi þarf að horfast í augu við einhvers konar afskrift eða sölu kröfunnar.
Það liggur ljóst fyrir ekki verður mögulegt afla nægilegs gjaldeyris á komandi árum til að leysa út kröfur á gömlu bankanna á nafnvirði þeirra. Þess vegna hafa núverandi kröfuhafar 2 möguleika: Horfast í augu við tap og þar með afskrifa kröfur sínar að hluta til eða að fullu, eða selja kröfuna öðrum á hrakvirði. Í öllu falli munu kröfur þeirra ekki innheimtast eins og til er ætlast.
Mér finnst eina leiðin úr þessum vanda vera sú að hætta nauðasamningum við kröfuhafa, gamla sem nýja, og setja bú bankanna í þrotameðferð þar sem nauðasamningar tókust ekki. Skv. 103.gr.a. í lögum um fjármálafyrirtæki skal ljúka slitameðferð á þennan hátt náist ekki nauðasamningar. Spurningin er hins vegar hvort að slitastjórnir, (sem tóku við valdi slitanefnda) geti tekið slíka ákvörðun þar sem í skipunarbréfum skilanefndanna er þeim gert að tryggja áframhaldandi rekstur viðskiptastarfsemi gömlu bankanna.
Skipunarbréfin má sjá á vef FME hér að neðan:
Við lestur þeirra finnst mér því felast að slitastjórnum sé í raun ekki heimilt að hætta nauðasamningum án þess að FME hreinlega skipi svo fyrir. Fjármálaeftirlitið fer með vald hluthafafundar (fer því með ákvörðunarvald eigenda á meðan þessu ferli stendur) og getur því líklega, sem "eigandi" ákveðið að ljúka nauðasamningaferli, og þar með lokið þessu slitaferli.
Erlingur Alfreð Jónsson, 18.11.2012 kl. 21:15
takk fyrir innleggið erlingur.. mjög áhugavert.. annað en hjá halldóri.. endemis bull var það
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2012 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.