Einkavæðing er lausnin.

Eir er sjálfseingarstofnun þ.e að stofnunin "á sig sjálf". Ég hef stundað nám í viðskiptafræði, lögfræði og endurskoðun og ég hef aldrei heyrt um þetta rekstrarform áður. Enda er þetta bara tómt rugl.

Þegar öllu er á botni hvolt þá er Eir stofnun þar sem nokkrir jakkafatakallar eru að ræna úr sameiginlegum sjóðum vegna þess að þeir komast upp með það. Það er sérstaklega hætta á að hafa kalla einsog Villa Vill og Siguðr H sem hafa verið á spena hins opinbera frá fæðingu og líta á almannafé sem sitt eigið.

Það er enginn að fylgjast með þeim. Enda "eiga þeir sig sjálfir" þeir fara að líta á þessa peninga sem sína eigin. Þessvegna þarf að einkavæða þetta til þess útrýma þessu "tragedy of the commons" (http://en.wikipedia.org/wiki/Tragedy_of_the_commons)

Þetta er bara ein stofnun. Hér á landi eru fjölmargar "sjálfseintarstofnanir" þar sem hefur verið sogið útur almannaféi hægri vinstri. Ástæðan fyrir að EIR málið kom upp var vegna óskýnsemi í rekstri.

Þið getið ímyndað ykkur hversu margar stofnanir á Íslandi séu einkaspilapeningar jakkafatakalla


mbl.is Segir Sigurð hafa átt frumkvæði að gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lög nr. 19/1988 gilda um Sálfseignarstofnanir, og eftirlitsaðli með þeim er Ríkisendurskoðun, en þeir hafa verið uppteknir í öðrum málum, og hafa geinilega ekki haft tíma í þetta verkefni blessaðir, síðan á að skila árskýrslu til RSK.Þetta er náttúlega fullkomlega galið, ekki síst þegar eftilitið er ekkert.

Þetta er jafngalið og að í hlutafélagi sé hægt að borga sér út arð meðan eitthvert eigið fé er í fyrirtækinu,burt sé frá því hverjar skuldirnar eru, auðvitað ættu lánadrottnar, að hafa eitthvað með það að segja hverjar arðgreiðslurnar eru.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 16:32

2 identicon

Hvernig á að "einkavæða" sjálfseignastofnanir? eru þær ekki "einka" fyrir?

P (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 17:06

3 identicon

Stundum byrjað þetta ósköp smátt. Starfsmannsjóðurinn styrkir fórnlömb snjóflóða eða eitthvað álíka gott málefni svo rúllar þetta upp í að styrkja allan andskotan

Grímur (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 17:26

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sjálfseignarstofnanir eru ekki einka fyrir.

heldur gróðararstíga fyrir stjórnmálamenn með stórar lúkur

einsog dæmin sanna

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2012 kl. 17:32

5 identicon

Þeir hafa ekki bara stórar lúkur, það skortir líka talsvert upp á siðferðisvitund þeirra, ef þeir hafa einhverja einhverja slíka.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 17:58

6 identicon

Svo þú heldur að gamla fólkið á Eir og þeirra fjármunir væru betur settir ef yfir þetta hefði verið sett einkahlutafélag með hluthöfum sem krefjast ávöxtunnar? Af því að þar er engin fjármálaóráðsía.

Auðvitað er þetta hneyksli hvernig vaðið hefur verið um í þessari stofnun.

Það er hins vegar ljóst að Ríkið á að sjá um heilbrgiðiskerfið og gæta að börnum og eftirlaunaþegum. Gróðapungar eiga ekki að skipta sér af heilbrigðis- og félagsþjónusturekstri.

P (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband