Sunnudagur, 18. nóvember 2012
Pétur Blöndal með réttu spurningarnar
Hann segir í Facebookfærslu:
"Hagstofan gerir ráð fyrir að við munum flytja út vörur og þjónustu (framleiða gjaldeyri) fyrir um 1.000 milljarða í ár (2012). Til þess að framleiða þennan þarf að flytja inn bauxít, olíur, net og skip, bílaleigubíla (ferðamenn). Hvað er mikil nettó framleiðsla á gjaldeyri?
Þann 31. október sl. spurði ég Seðlabankann:
Hefur Seðlabankinn reiknað út hvað íslenskt atvinnulíf getur framleitt mikinn gjaldeyri næstu 25 ár til að
a. greiða að aðföngum til að framleiða þann gjaldeyri (bauxít, olíu, skip og net). Arð.
b. greiða af erlendum skuldum (þ.m. talið skuldum vegna gjaldeyrisvarasjóðs)?
c. nauðsynjar til almennings (olíu, lyf, matvæli, heimilistæki, bíla osfr.)
d. skipta út krónueign útlendinga."
a. greiða að aðföngum til að framleiða þann gjaldeyri (bauxít, olíu, skip og net). Arð.
b. greiða af erlendum skuldum (þ.m. talið skuldum vegna gjaldeyrisvarasjóðs)?
c. nauðsynjar til almennings (olíu, lyf, matvæli, heimilistæki, bíla osfr.)
d. skipta út krónueign útlendinga."
Mjög góðar spurningar. Og þá sérstaklega með Bauxít (álverin). Hvað er að fara nettó til Íslands.Eru til tölur um það.
Duglegur þingmaður.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
,,Pétur Blöndal með réttu spurninarnar!
,,Duglegur þingmaður"
Pétur Blöndal er einn af aðalhöfundum íslenska bankahrunsins. Þessi maður tók við Vilhjálmi Egilssyni í að brjóta niður regluverkið fyrir fjármálakerfið með setu sinni á alþingi !
JR (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 00:39
Álverið í straumsvík er með langtíma viðskipta samninga við sína kaupendur á meginlandi Evrópu, Íslenski skattgreiðendur borga ekki fyrir báxítið. Álverið greið fyrir þjónustu hér með dollurum.
Árs rauneignatekjur PPP hér á íbúa síðust 30 ár hafa fylgt þeim í EU 15. þess vegna er eðlilegt að lífskjör hér ekki bara almenn hefðu átt að vera um 20 % verri að gæðum en í Þýsklandi t.d. UK markaður tryggir 150% hækkar á sínum mörkuð á öllum 30 árum. Hér mega engar hækkanir verð nema allt verði vitlaust. Of sterkt gengi myndast ef ríki eru ekki með sömu 5 ára verðbólgu. Þá seljast t.d krónur best þegar þú færð mest raunvirði fyrir sama magn. Það gleymdist hér að selja krónurnar fyrst fyrir söluskattsskyldan varning. króna sem fer ekki í umferð og fær ekki á sölskatts stimpil getur ekki orðið raunverlegu eign á því skatta ári erlendis.
Pétur Blöndal telur sig geta kennt þjóðverjum og fleiri ríkjum Bókhald. Ég kann Alþjóðlegt bókhald það er alstaðar eins og í mörgu ekki í samræmi við Íslensk bókhaldslög.
Júlíus Björnsson, 18.11.2012 kl. 06:22
Hér er önnur "spurning"
Má ekki reikna með að hinir raunverulegu eigendur bankanna (hverjir sem það eru?) hafi mjög sterka stöðu í Brussel?
Þannig að með því að ganga í ESB yrðu komandi kynslóðir íslendinga að borga þessum kröfuhöfum upp í topp + vexti
Grímur (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 10:07
JR
Þú ert kannski með heimildir fyrir þessu rugli þínu?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2012 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.