Sleggjan er ekki að fíla þetta

Án þess að ég reyni að ásaka alla, þá er það bara mjög algengt að vinna er í boði hjá fullt af fyrirtækjum. En fólk segir nei og heldur áfram á bótum. Ég sem hélt að það væri ekki í boði að segja nei. Nei þýðir bótamissir.

Vann hjá fyrirtæki frá 2002 til 2007. Fékk aldrei desemberuppbót. Skil ekki af hverju atvinnulausir fái það úr vasa skattgreiðenda.

Þetta kostar rúmlega 300 milljónir, vill nota þann pening frekar í tækjakaup á Landspítalanum. Þeir sem tjá sig hér mega svara því hvort þau mundu velja. 300 í tækjakaup eða 300 í desemberuppbót.

 

Það á að vera hvetjandi að fara af bótum. 

 

kv

Sleggjan


mbl.is Fá greidda desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil taka fram að þeir sem eru á bótum hafa sjálfir greitt skatta í mörg ár.
Ég er atvinnulaus og fæ ekki svör frá fyrirtækjum þegar ég sæki um og þegar ég loksins fæ atvinnuviðtal geng ég inn og fæ "það er búið að ráða í starfið", væntanlega út af útliti. Ég er líka kominn með ógéð af því að atvinnurekendur hóta manni og láta eins og maður sé bara vinnudýr eða jafnvel þræll... Ég hef fengið leiðindi fyrir að fara í frí eftir að ég missti barnið mitt. Er þetta allt í lagi, er ég þá bara aumingi? Það er endalaust verið að níðast á fólki á vinnumarkaðinum og það er ekki skrítið að fólk taki ekki svona vinnum. Það má neita 3 vinnum. Þú sjálfur tekur ekki fyrsta boði sem þú færð... Fólk vill auðvitað finna vinnu sem það getur verið í til framtíða. Lengra litið sparar það pening í stað þess að fólk sé ítrekað að fara á bótum vegna hörmulegra vinnuaðstæðna. Kannski ætti að skoða betur og upplýsa atvinnurekendur hvernig á að tala við starfsmenn?

Þessi skoðun þín virðist tuggin klisja. Kynntu þér málið betur...

David (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 20:38

2 identicon

Þetta er einmitt viðhorfið.

Þú tekur ekki hverju sem er. Semsagt neitar. Tekur ekki fyrsta boði sem fæst. Í flestum löndum ert þú einmitt feginn að fá vinnu því bæturnar eru litlar.

Fólk verður að lækka kröfurnar. Vinna er vinna.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 21:19

3 Smámynd: Hvumpinn

þeir sem voru í atvinnuleit 20.nóv - 3.des fá desemberuppbót.  En þeir sem voru í atvinnuleit allt árið, fengu svo vinnu í nóvember fá ekkert frá Atvinnuleysistryggingasjóði.  Að auki, af því að þeir höfðu aðeins unnið í einn mánuð fyrir desember, fá þeir nánast ekkert frá vinnuveitandanum...

Þetta er virkilega hvetjandi kerfi...

Hvumpinn, 16.11.2012 kl. 22:05

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skynsamlegast að hafa sem minnst hvetjandi að vera á bótum.

Það á aldrei að borga sig að hafna vinnu.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 16.11.2012 kl. 23:28

5 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Auðvitað ætti fólk að taka þeirri vinnu sem það býðst.
en ég skil það fólk vel sem neitar jafnvel því að laun sem bjóðast eru ekkert mikið hærri en atvinnuleysisbætur, og það er ekkert ókeypis að vera í vinnu á skítalaunum, þarft auðvitað að koma þér á milli staða með bíl eða strætó, hjóla ef það er hægt eða labba, fer eftir hversu langt er í vinnu.

Vinnuveitendur ættu bara að sjá sómann sinn í því að borga mannsæmandi laun, gott vinnufólk er gulls í gildi, því miður eru alltof fáir vinnuveitendur sem fatta það og henda bara burtu fólki sem vill aðeins hærra kaup jafnvel.

og að þú hafir aldrei fengið desemberuppbót er að ég held brot á kjarasamningi...nema þú hafir verið verktaki...veit ekkert hvar þú varst að vinna svo sem.

Arnar Bergur Guðjónsson, 17.11.2012 kl. 01:59

6 identicon

Þú ert víst að ásaka alla sem eru á atvinnuleysisskrá, vissulega eru til fólk sem hangsa þar of lengi og leggja ekki mikinn metnað í að leita sér að vinnu en sú prósenta er mikið minni heldur en hjá fólki sem vill fá vinnu.

Að neita vinnu er eðlilegur hlutur, þó að auðvita ætti maður að taka þá vinnu sem býðst en stundum hentar hún ekki. T.D var mér boðið viðtal á vegum atvinnustofnun hjá félagsþjónustu sem var eitthvað í sambandi við börn af brotnum heimilium og hreynlega sagði við þessa konu sem tók mig á tal að ég er alls ekki rétta manneskjan í þetta starf, Ég kem sjálfur af brotnu heimilisaðstæðum og þar að auki ekkert sérlega hrifin af börnum. Mér hefði liðið illa í þessu starfi og þau hefðu fengið lélegan starfsmann.

Svo fór ég í viðtal á einum stað sem bauð mér 20.000kr lærri laun á mánuði en bæturnar, sem eru nú þegar erfitt að lifa á og fyrir suma ómögurlegt.

Það er hvetjani að fara af bótum fyrir þá sem ekki búa á Hótel Mömmu, 145.000kr, meira en helmingur í leigu og hinn helmingurinn í reykninga og svo fjölskylduhjálp til að borða.

Þvílika lúxus líf!

Markús (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 05:22

7 identicon

Tók fram að þetta á ekki við alla.

Ég tel hinsvegar óeðlilegt að sum fyrirtæki vantar vinnuafl og fólk fæst ekki af atvinnuleysiskrá til að vinna.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 09:36

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vegna óréttlætis í greiðslu uppbóta tel ég að réttast væri að kaupa tæki fyrir peningana það myndi gagnast öllum.

Sigurður Haraldsson, 17.11.2012 kl. 10:27

9 identicon

Það er ekki gott að búa á Íslandi

Bárður (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 11:23

10 identicon

Tvímælalaust, tæki.

Geir (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 12:05

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lágmarsklaun á íslandi eru 195þusund krónur.

Bætur eru minni en það.

Þessvegan er það bara lýgi að vinnumálastofnun sé að bjóða þér vinnu sem er 175þúsund krónur á mánuði eða minni. Því það væri ólöglegt.... fyrir 100% vinnu.

En ef þetta væri 70% vinna á 175þúsund krónur þá getur þú ennþá fengið 30% bætur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2012 kl. 13:25

12 identicon

Fyrirtækið sem bauð þessi laun var ekki viðtal sem ég fékk frá vinnumálastofnun heldur þar sem ég sótti sjálfur um. Svo ekki ásaka mig lygar þegar þú veist ekkert um það

Markús (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 14:51

13 identicon

Ég er ekki að neita því að að er hellingur að fólki sem neitar vinnu af því það er gott að hanga heima og gera ekki neitt. Sem og eru hellingar af öryrkjum sem gætu alveg unnið en ykja veikindi sín. Það er óheiðarlegt fólk allstaðar en það er bara ekki hægt að dæma og refsa alla flokkinn með því að drýgja bætur og taka fótana undan þeim.

Það getur haft lamandi áhrif á líf fólks að missa vinnu og fá svo ekki vinnu aftur þegar launatengdu bæturnar hætta.

Heiðarlegt fólk, fólk með líf, hús og bíl kjósa ekki að vera á skrá því maður fer á hausinn, reikningarnir hlaðast upp og maður liggur í símanum til að reyna bjarga og fresta.

Ég er búin að fara í 13 viðtöl hérná á reykjanesinu og hef en ekki nælt mér í vinnu.

Og ég er löngu komin á hausinn, á vanskilskrá, búið að afnúmera bílinn því ég hef ekki efni á að halda honum á götuni og þetta er svona fyrir alveg gríðalega stóran hóp af bótaþegum.

Þetta kýs enginn sér, og svo sannalega ekki hvetjandi að halda þessu áfram til lengdar.

Markús (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 15:01

14 identicon

Ég sótti um á yfir 200 stöðum en ég gafst ekki upp og á endanum fékk ég vinnu. Til gamans ákvað ég að hirða öll neitunarbréfin sem ég fékk.

Núna er þetta öfugt farið hjá mér og ég er oft að leita að starfsfólki en það fólk sem sækir um hefur oftast litla né enga reynslu og rétt komið með grunnskólapróf. Flestir senda mér ekki einu sinni ferilskrá :/

ónefndur (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 16:54

15 identicon

Finnst nú alveg sanngjarnt að fólk taki ekki hvaða vinnu sem er sbr. ef sérmenntaður einstaklingur s.s. læknir fer nú valla að vinna á kassa eða skrifstofustarfi. Hins vegar ef þú ert ekki með sérhæfða menntun ertu bara í þeim aðstæðum að geta ekki fengið jafn flotta vinnu og var í boði árið 2007 líkt og allir eru að bíða eftr.

Finnst líka bara ekkert að því að taka við vinnu þó þetta sé ekki draumastarfið og halda áfram að leita sér að annarri vinnu og vera ekki á bótum á meðan. Bætur eiga að vera öryggisnet en ekki biðkostur fyrir fólk til að hafna og velja! Maðurinn minn hringdi í vinnumálastofnun og fékk lista af fólki til að ráða í störf á listanum voru 30 manns!! Þegar hann hafði hringt út listann voru 3 einstaklingar tilbúnir til að koma í atvinnuviðtal hinir voru svo rosalega uppteknir eða höfðu ekki tíma.. VInnan sem að hann var að bjóða er meira en 100% hærri laun en atvinnuleysisbætur eru, svo ekki voru það launin sem var að stoppa fólk.

Ég skil að fólk sé atvinnulaust, en þegar þú ert farin að vera atvinnulaus í meira en 3 mánuði þá ætti maður aðeins að fara að endurskoða hlutina.

Já og btw. þá borgar vinnumálastofnun með þeim einstaklingum sem að fyrirtæki ráða í 6 mánuði, svo það er mjög hvetjandi fyrir fyrirtæki að fá starfsmenn sem eru á atvinnuleysisskrá.

Finnst mér auðvitað að allir eigi að njóta jólanna, en mér finnst nú frekar að tæki á Landsspítalanum eigi að vera í lagi svo að þeir sem á þeim þurfa geti nýtt sér þau.

Anna (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 17:47

16 Smámynd: Pétur Harðarson

Það gæti líka verið að fólk myndi frekar taka vinnu ef það væri ekki hrætt um að vera tekjulaust í tvo mánuði ef það segir upp vinnunni sem það tók. Svo er líka erfit fyrir fólk sem er búið að eyða mörgum árum í menntun að fara að vinna yfir djúpsteikingarpotti á KFC á skítalaunum eftir að hafa kannski verið í darumastarfinu sínu á góðum launum.

Auðvitað er auðvelt að segja að 300 milljónir eigi frekar að fara í tækjakaup en uppbót fyrir atvinnlausa en ég spyr þá móti, viljum við gera vel við þá eiga erfitt á þessum tíma ársins? Ég hef verið atvinnulaus í langan tíma og það er engin dans á rósum. Þó það líti kannski út á við að maður sé bara að liggja í leti og borða poppkorn þá er þetta mannskemmandi ástand fyrir flesta. Oft fylgir þessu einangrun og skömm og við búum í þannig þjóðfélagi að álagið er mest á þessum tíma ársins. Ég er ekki á atvinnuleysisbótum eins og er en ég get vel skilið að þetta á eftir að muna miklu fyrir marga atvinnulausa. Ekki gleyma að atvinnulausir eiga líka börn og ég get vottað um það að það er ömuguleg tilfinning að geta ekki gert eins vel og maður vill fyrir barnið sitt um jólin.

300 milljónir er enginn peningur í þessu samhengi. Það væri t.a.m. forvitnilegt að vita hvað fer mikill peningur í óþarfa nefndarstörf í ríkisbálkninu. Mig grunar að 300 milljónir væri bara dropi í hafið þar.

Pétur Harðarson, 17.11.2012 kl. 19:32

17 identicon

Fyrirtæki eru bara farin að ráða fólk inn sem veit ekki sinn rétt samkvæmt stéttarfélaginu í smabandi við frí, tekjur, vinnutíma ofl. Þeir vilja bara þræla... Það ætti að skoða kerfið hérna betur. En einu rökin hjá sleggjunni er að ráðast á eina sem gæti hugsanlega talist neikvætt sem ég sagði í stað þess að opna hugann og sjá að laun eru allt of lág, komið er illa fram við starfsfólk, og jafnvel er verið að ráða inn útlendinga sem ekki vita rétt sinn samkvæmt stéttarfélagi.

Sumir eru að fá 150.000 kr útborgað fyrir 10 tíma vinnudag. - 50.000 kr fyrir bensín og mat til að sækja vinnu. 100.000 kr. eftir Svo er leigja orðin um 150.000 kr á mánuði. HVERNIG ER HÆGT AÐ LIFA Á ÞVÍ?!!! Kannski ætti að íhuga skattalækkun á láglaunafólki og hækka skattinn á tekjuháu. En nei... það er aldrei hægt... Þú mundir ekki láta sjá þig í KFC búningi, þannig vertu ekki að tjá þig. BTW þeir svara ekki heldur atvinnuumsóknum!!!

David (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 20:58

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Á lágmarkslaunum getur lífið verið erfitt.

Þekki einn sem lifði samkvæmt tekjum. Leigði sér herbergi á 30þús á mánuði og neitaði sér um bíl. Verlsaði bara mat í lágvöruverslunum. Erfitt líf en þetta er bara svona.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2012 kl. 08:18

19 identicon

Þú ert nú meiri kjáninn Sleggja, Þetta er ekki spurning um að "lifa á lágmarkslaunum" ef við tökum mig til dæmis, áður en ég missti vinnuna var ég með 215.000 eftir skatt, (210.000 grunnlaun + vaktarálag) og eftir að launatengdubæturnar runnu út því ég fékk ekki vinnu á 3 mánuðum þá fór ég niður í 146.000 og augljóslega vantar þarna stórt stykki og það sem ég réð við áður ræð ég ekki við núna, þar á meðal bílinn (sem er farinn) og svo auðvita reikningarnir manns, leigan, læknis og lyfjakostnaður og svo maturinn.

Ef ég hefði farið úr 170.000 niður í 146.000 væri að ekki eins slæmt, en ég lifði miðað við 215.000 og var ekki í vanskilum og var ekki að borga af neinu fáranlegu eins og tölvu og græjum bara venjulegur kostanður sem miðast við það sem ég vann mér inn.

Markús (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 14:30

20 identicon

Tók dæmi af góðum vini mínum. Hann glímdi við atvinnuleysi 2011 og hluta 2012.

Ég skil þitt dæmi líka.

Mjög erfitt ástand að vera án vinnu.

Þarf enginn að vera kjáni samt.

sleggjan (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 15:47

21 Smámynd: Pétur Harðarson

Lífið er ekki svart og hvítt og við erum ekki öll eins. Sumir ráða við breytingar betur en aðrir. Ég get lofað ykkur því að það er enginn (eða í það minnsta verulega fáir) sem leika sér að því að fara á atvinnuleysisbætur. Fólk getur farið úr því að vera með fasta, örugga vinnu sem það hafði kannski áætlað að halda árum saman yfir í að fá ekki neitt í þeim geira sem það hafði unnið sig upp í. Launin eru ekki alltaf aðal málið. Þetta snýst líka um persónu fólks. Það hefur áhrif á sálina að missa vinnuna. Að halda annað er kjánaskapur eða jafnvel barnaskapur.

Pétur Harðarson, 19.11.2012 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband