Héldu sína leið til Tékklands...

Er einhver sem getur gefið mér upplýsingar af hverju þýska lögreglan lét þau halda áfram eftir að hafa tekið eftir eiturlyfjum í frangri. Er ekki skylda að handtaka um leið og glæpur kemur í ljós. Tollverðir/lögreglan sendu þau til Tékklands þar sem harðar er tekið á smygli.

Sendiherrann tekur fram að Tékkar taki mjög hart á fíkniefnasmygli og dómar séu í samræmi við það.

 

kv

Sleggjan

 


mbl.is Stúlkurnar í áfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekki flókið. það er verið að reyna að finna þann sem stendur fyrir þessu. Hefðu þær svo átt bókað flug til kína eða færeyja þá hefði málið endað þar. það er verið að reyna að ná aðalmönnunum. þetta er alltaf svona.

óli (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 16:19

2 identicon

Ætli Þýska lögreglan sé ekki bara orðin langþreytt á svona ólöglegum efna málum. Það er líka dýrt að dæma og hegna/hýsa fólk. Það er eflaust svo mikið um svona mál, að það er kannski ekki skrýtið að það komi að því að sumar þjóðir fari svona að eins og Þjóðverjar gerðu þarna. Það taka allir sínar ákvarðanir í lífinu, og lifa með þeim, sama á hvaða aldri.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 16:21

3 identicon

Málið er einfaldlega eins og hér er bent á að það er enginn áhugi á að ná burðardýrunum heldur þeim sem að selja og kaupa fíkniefni.

Þjóðverjarnir finna þetta og láta Tékkana vita sem að reyna að grípa gaurana sem að áttu að taka á móti efnunum. Enda meiri fengur í að ná þeim.

Vona að stelpurnar hafi vit á því að segja frá öllu saman...

Geiri (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 16:26

4 identicon

Ef stelpunum þykir vænt um fjölskyldu sína þá hafa þær væntanilega vit á því að segja ekki frá neinu....

Einar (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 17:32

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hugsanlega hefur Einar rétt fyrir sér. Stúlkurnar eru sjálfsagt logandi hræddar um fólkið sitt, því að oftast er þessum barnungu neytendum hótað öllu illu og þeim þannig haldið við efnið. Heimurinn er harður og þessi sérstaklega ljótur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.11.2012 kl. 17:50

6 identicon

Þá er furðulegt að þær voru fangaðar í Tollhliðinu og beint niðrá stöð í staðinn fyrir að fylgja þeim eftir og sjá hver tekur á móti eiturlyfjunum. Það kalla ég frekar ná höfuðpaurum.

Þetta sem var gert er ekkert skárri en stoppa þær í Þýskalandi.

sleggjan (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 17:52

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Leigubílstjórinn sem sótti þær á flugvöllin var handtekinn. Því miður virðist sem hann sé saklaus af öðru en því að hafa fengið túr með þessar stúlkur. Frekar klaufalegt, verð ég að segja.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.11.2012 kl. 18:05

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ertu viss um að það sé rétt sleggjan, voru þær stoppaðar í tollinum og þar með aldrei keyrðar með taxi sem beið þeirra...? hvernig blandaðist hann þá inní málið...?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.11.2012 kl. 21:30

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki viss. Kannski Anna Dóra viti betur en ég

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2012 kl. 22:05

10 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég veit ekki annað en það sem ég heyrðu í einhverri frétt um að leigubílstjóri hefði beðið stúlknanna og að hann virtist ekkert vita annað en það, að hann átti að sækja þær.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.11.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband