Miðvikudagur, 14. nóvember 2012
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fólksins.
Til hamingju Kópavogur.
Svo betur fer fyrir íbúa Kópavogs er Sjálfstæðisflokkur við völd. Og auk þess er Ármann bæjarstjóri sem er ekta Sjálfstæðismaður.Hann vill hagræða í rekstir og lækka skatta (Davíð Oddson var ekki alvöru sjálfstæðismaður enda lét hann báknið bólgna)
Sjálfstæðisflokkurinn er núna að lækka skatta á íbúa bæjarins. Það leiðir til þess að almennur borgari á meira pening á milli handana og getur gert það sem þeir vilja. Þetta er aðdáðunarvert af stjórnmálamanni að gefa einstaklinginum frelsi til þess að meðhöndla meiri pening. Ef þarna væri vinstri stjórn þá væru skattarnir hærri og peningurinn færi í eitthvað "göfurlegt" verkefni sem stjórnmálamennirnir sjálfir finnst sniðugt en spurðu aldrei hinn almenna borgara.
Því miður á ég heima í Reykjaví og sit uppi með Jón gnarr og Samfylkinguna. Þeir ætla að nota MÍNA peninga til þess að bjóða mér á bíómyndina Silence or Exile... einhverja mynd sem mér lagnar ekkert að sjá... þeir taka peningana mína af mér og gefa hluti af þeim peningum til þess að halda bíóparty. .. og þetta pakk dettur ekki í hug að lækka skatta. trust me
hvells
![]() |
Skattar lækka í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá honum að lækka útsvarið.
kv
sleeggg
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 01:28
Ætli Kópavogsbær séu ekki loks komnir með eitthverja aura á milli handanna eftir eyðslufylleríið og vitleysuna sem hann Gunnar Ingi Birgis stofnaði til á sínum tíma. Mjög gott framtak þó hjá sitjandi stjórn og vonandi að fleiri sveitarfélög taki þetta upp.
Enn og aftur vælirðu yfir boði á menningarviðburð sem er klink í kassa borgarstjórnar. Þú verður nú að reyna að sætta þig við það að tíðkast víðsvegar um heiminn og er þar að auki að venju talið jákvætt framtak þegar boðið er upp á menningarviðburði, sem er í þessu tilviki (Alþjóðadagur fangelsaðra rithöfunda) þar að auki mun ódýrari en ýmsir aðrir viðburðir).
Það málfrelsi sem þú hefur á þessari síðu er síður en svo gefinn kostur í hinum ýmsum löndum. Rithöfundar er hljóta fangelsisdóma fyrir það eitt að segja skoðun sína er eitthvað sem við í vestrænum þjóðfélögum eigum að kynna okkur og styðja. Í Rússlandi eru rithöfundar myrtir fyrir að berjast gegn ríkjandi stjórnarkerfi með orðum, í Kína eru þeir fangelsaðir, 2 vikur eru síðan rithöfundur í Sýrlandi var pyntaður til dauða fyrir að segja skoðun sína, á árunum 1988-1998 voru meira en 80 manns myrtir í Íran fyrir það eitt að vera á móti ríkisstjórninni (http://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/tehranbureau/2009/12/the-chain-murders-1988-1998.html). Þetta heldur endalaust áfram.
Berðu frekar virðingu fyrir málfrelsinu þínu sem gerir þér kleift að halda uppi síðu líkt og þessari... Reyndu frekar að væla yfir hlutum er skipta þjóðfélagið máli í staðinn fyrir að velja hvern einasta hlut er Sjálfstæðisflokkurinn er ekki viðriðinn og forsmá hann. Þetta er í raun frekar hlægilegt þar sem stuttbuxnadrengirnir hafa í raun verið hvað duglegastir í gegnum tíðina við að fleygja peningum þjóðarinnar í skrifræðið, viðburði og fyrst og fremst í sjálfa sig.
Þruman (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 01:47
XD og XB gáfu út frístundarkort fyrir fjórum árum í RVK.
Það gengur útá að foreldrar fá "inneign" hjá íþróttafelögum og fleiri tómstundarbatteríum til að vera í hobbíum.
Ég er barnslaus og er að borga undir þetta.
Þetta move hjá XD og hækjunni var þúsund sinnum dýrari en boð á eina bíósýningu.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 02:31
Það eru til alvöru Sjálfstæðismenn og svo fake Sjálfstæðsimenn einsog ég bendi á í blogginu. Gunnar I Birgisson er fake. Hann hefði eytt þessum peningi í einhverja vitleysu.
En svo við höfum þetta á hreinu þá stið ég þennan málstað. Þetta er góður málstaður og ég er ekki að gera lítið úr honum. Ég hefði frekar vilja stirkja hann uppá mínar eigin spítur í stað þess að vera þvingaður til þess að bjóða í bíó.
Þetta er kredda stjórnmálamanna. Þeir bjóða hvoröðrum í bíó og kampavín eftir á kostnað okkar almennings og hrósa hvor öðrum hvað þeir eru örlátir. Þetta þarf að stoppa.
Svo er mjög sérstakt að ég er kallaður stuttbuxnadrengur og hækja samfylkingarinnar á víxl.... á milli þess að vera kallaður landráðarmaður. Þetta er ótrúlegur málflutningur hjá Þrumunni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 08:27
Hækjan er XB, í samstarfi við Sjáfstæðis.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 10:45
Í fyrsta lagi hefðirðu að sjálfsögðu styrkt þennan málstað sjálfur ef þú hefur áhuga á. Í öðru lagi var þessi viðburður ekki fyrir stjórnmálamenn heldur almenning, þetta var viðburður sem öllum var boðið á og ég efast um að kostnaður hafi verið ,,through the roof". Hvað kostar einn stjórnarfundur í Kópavogi? 80.000 kr tæpar á hvern meðlim bæjarstjórnar og m.a. voru haldnir 12 fleiri fundir á ári í stjórnartíð Gunnars en eðlilegt er talið.
Markmið þessarar athugasemdar er einungis að benda á að menningarlegir viðburðir eru af hinu góða og ekki er verra að boðið sé frítt á þá þar sem að venju trekkir það fólk á viðburðinn sem annars myndi ekki mæta. Þessi viðburður er til þess eins að vekja athygli á mikilvægu málefni og gott er að vita að okkar höfuðborg tók þátt. T.d. er nú á morgun verið að bjóða til bíósýningar, ljóða/bókalesturs, tónleika og ýmislegt fleira hér í Malmö í tengslum við þennan alþjóðadag, og síðustu daga hafa enn fleiri viðburðir verið í gangi.
Hér er boðið til ókeypis tungumálakennslu á bókasöfnum landsins í hverri viku, ókeypis tónleika, ókeypis kvikmyndasýningar á hverjum miðvikudegi og svo lengi mætti telja. Málið er að hér tekur maður virkilega þátt í þessum menningarlegu viðburðum þar sem þeir eru fríir og þáttakan er ávallt virkilega góð. Menning er ekki af hinu slæma og hvet ég eindregið til aukningar á viðburðum af þeim toga á klakanum.
Þú ert ekki landráðamaður né hækja Samfylkingar. Þú ert orðinn hreinræktaður blár stuttbuxnadrengur sem erfir í leið þá þröngsýni, bölsýni og reiði gegn öllu er samræmist ekki flokksreglum eða LÍÚ reglum. Það er gott og blessað en stundum fer þetta yfir strikið þar sem stjórnmálamenn hafa aldrei og geta aldrei unnið saman að málefnum þjóðarinnar. Vonandi verður eitthverntíma til Alþingi þar sem einstaklingar vinna saman og þora að sveigja frá stefnu síns flokks ef málefnið höfðar til siðferðisvitundar hans. Persónukjör og útrýming flokkakerfis væri draumurinn að mínu mati.
Þruman (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 14:40
Þetta er hluti af kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins.
Lækka skatta eitthvað smá fyrir milli- og lágstéttina. Eftir kosningar er svo lækkað skatta fyrir þá ríku í miklu meira mæli.
Hallgeir Ellýjarson, 14.11.2012 kl. 15:41
Ég hef mun oftar verið kallaður Samfylkingarhækja.
Núna seinast í áróðursblaði Heimssýn sem var dreift á hvert heimili í vikunni.
"blogglúður samfylkingarinnnar" minnir mig að þetta hafi verið orðað.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2012 kl. 09:26
Haha já, enda tekur maður nú ekkert mark á þeim hræðsluáróðri og vitleysu sem vellur upp úr Heimssýnarmönnum strax og Evróp er nefnd. Er ekki svo að rökræða hefur farið í vitleysu þegar dregið er Hitler í umræðuna? Þetta blað þeirra skemmtir manni allavega í skammdeginu með öllum brandaragreinunum =)
Þruman (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.