Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Lýðskrum lýgi og blekkingar
Það er frekar sorglegt að sjá þessar auglýsingar hjá HH í sjónvarpi, útvarpi, netinu og í dagblöðum.
Ég spyr bara.... HVAR KOMA PENINGARNIR?
HH vill afnema verðtryggingu. Í fyrsta lagi eru óverðtryggt lán í boði í ÖLLUM bönkum. Ef þú vilt losna við verðtryggingu... takktu þá óverðtryggt lán.
Þó að Alþingi afnemi verðtryggingu þá koma háir vextir í staðinn. Er það skárra?
Svo er að sjálfsögðu mjög enkennilegt að HH skuli ekki berjast fyrir ESB aðild. Þar eru lágir vextir og engin verðtrygging.
Svo hefur ENGINN úr HH sagt hvar peningarnir eiga að koma? Íbúðarlánasjóður þarf á 14milljarða innspítingu á að halda einsog staðan er í dag. Ef vertryggingin verður afnumin og lánin færð til byrjun árs 2008 eisog HH vilja þá þurfa skattboargara að borga tífallt þessa upphæð.
Hvar í verlferðarkerfinu á að skera niður til að borga fyrir óráðsíufólk?
Enginn úr HH hefur sagt orð um þetta
en halda áfram að blekkja
hvells
![]() |
Fullt hús á borgarafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Enn ertu að bíta í skottið á þér eða þið hvor á öðrum!
Hvers vegna er íbúðalánasjóður í erfiðleikum????
Það sem málið snýst um er að hafa amk. raunhæfa verðtryggingu í boði, t.d. mv. vísitölu húsnæðisverðs. En það er ekki nógu gott upp í kjaftinn á félagi fjármagnsræningja? Meira að segja Kanarnir -sáu þann kost vænstan að afskrifa húsnæðislán þegar þeir sáu fram á að þeir féfletta ekki dautt fólk til framtíðar. Og nú eru Spánverjar að frysta íbúðaskuldir. Frekar en játa verðrán á sig eiga "íslenskir" fjármagnseigendur nú á hættu að vera dæmdir okrarar! EN NÚ MUN ÍSLENSKUR ALMENNINGUR SÝNA SAMSTÖÐU! ÞAÐ Á ALDREI AÐ SEMJA VIÐ RÆNINGJA OG HRÆGAMMA!
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 00:23
Einhver hérna sem fór á fundinn og getur sagt okkur hvort HH svaraði spurningunni sem hvellurinn lagði fram í þessari færslu:
"Þó að Alþingi afnemi verðtryggingu þá koma háir vextir í staðinn. Er það skárra?
Svo er að sjálfsögðu mjög enkennilegt að HH skuli ekki berjast fyrir ESB aðild. Þar eru lágir vextir og engin verðtrygging. "
Vill einnig benda fólki sem kommentar hér að svara fyrst þessum tveimur spurningum áður en þeir lýsa vanþóknun sinni verðtryggingunni sem er að sjálfsögðu ekki gallalaus.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 01:33
Það var sorglegt að hlusta á Pétur Blöndal í kvöld. Hann veit ekki að fólk sveltur og fær ekki heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag, frekar en þegar hann var ungur.
Hann er fastur í gömlu mynstri fátæktar, og skilur ekki mynstur nútímafátæktar, sem felst í því að fólk er skyldað til að borga fyrir opinbert skyldukerfi, sem það ræður ekki við. Fólk er látið svelta og búa á götunni vegna óviðráðanlegra kerfis-stjórnsýslukrafna!!!
Fólk hættir að borga ræningjastofnunum, þegar það hefur ekki atvinnu og laun sem standa undir glæpsamlegum bankakröfum. Svo einfalt er það. Hver borgar fyrir þann sem gefst upp á banka-okur-þrælahaldinu embættis-stjórnsýsluvarða, löglausa og siðlausa?
Enginn!
Ekki einu sinni Pétur Blöndal!
Bankaræningjum er sama um það, því þeir flytja bara inn þræla frá fátæku vanþróuðu löndunum, til að vinna þrælavinnuna á Íslandi. Þess vegna liggur svona mikið á að ganga í ESB. Innan ESB er nefnilega leyfilegt að undirbjóða laun og kjör verkafólks, ef fyrirtækin eru staðsett í öðru landi heldur en vinnan fer fram í!
ESB-sinnar ættu að kynna sér raunverulega siðleysið og mannréttindabrotin, sem ESB býður uppá, í sínu framtíðar-stórveldis-regluplani (sem líkist helst frímúrara-regluplani).
Hvernig gengur t.d. að ESB-bankaræna saklaust fólk á Spáni? Almenningur þar í landi velur að fyrirfara sér til að sleppa við embættis-stjórnsýslu-bankaræningja-þrælahaldið.
Það er nauðsynlegt að tala um raunveruleika ESB eins og hann er í dag, en ekki eins og hann var fyrir kreppu.
Bankastjórnsýslan er eins og engisprettufaraldur í EES-ESB-löndunum, og reyndar í öllu vestræna valdasjúka bankaræningja-stjórnsýslukerfinu.
Ég tek undir hvert orð Jóns Jónssonar hér að ofan!
NÚ MUN ÍSLENSKUR ALMENNINGUR SÝNA SAMSTÖÐU! ÞAÐ Á ALDREI AÐ SEMJA VIÐ RÆNINGJA OG HRÆGAMMA.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2012 kl. 01:42
Það er frekar sorglegt að sjá þessar auglýsingar hjá HH í sjónvarpi, útvarpi, netinu og í dagblöðum.
Eitt þúsund manns sem mættu í Háskólabíó voru ósammála því.
Þó að Alþingi afnemi verðtryggingu þá koma háir vextir í staðinn.
OK þá tökum við einfaldlega ekki lán á svo háum vöxtum.
Svo er að sjálfsögðu mjög enkennilegt að HH skuli ekki berjast fyrir ESB aðild.
Já vegna þess að spænskur þingmaður var að enda við að fremja sjálfsmorð út af því hvað er dásamlegt að vera skuldari á evrusvæðinu, ekki satt?
Hvar í verlferðarkerfinu á að skera niður til að borga fyrir óráðsíufólk?
Í velferðakerfi erlendrafjármagns"eigenda" (hrægamma), nánar tiltekið.
Enginn úr HH hefur sagt orð um þetta
Víst ég heft oft gert það og var að gera það rétt í þessu.
P.S. Hver var lygin og hver var blekkingin? Ég náði því nefninlega ekki. Ég skil heldur ekki hvers vegna þú notar ekki rétta málfræði og stafsetningu þegar þú skrifar pistlana þína. Treystu mér, það er trúverðugra.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2012 kl. 02:16
@Guðmundur
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/11/13/kaupendur_fordast_verdtryggd_lan/
OK þá tökum við einfaldlega ekki lán á svo háum vöxtum-----------------------fólk er að taka lán á hærri vöxtum (m.v. verðtryggða vexti)
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 02:28
jón jónsson
"Það sem málið snýst um er að hafa amk. raunhæfa verðtryggingu í boði, t.d. mv. vísitölu húsnæðisverðs."
Árið 2007 hækkaði neysluvísitalan gríðarlega. Þökk sé fasteignaverði. Menn voru þá að tala um það fyrir alvöru að taka húsnæðisliðinn útur vísitölunni
"Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að skoðað verði hvort ástæða sé til að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að verðbólgan sé allt of mikil og framkvæmdastjóri ASÍ tekur í sama streng"
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1175065/
Fyrir fimm árum vildi fólk taka húsnæðisverð útur vísitölunni en nú vilja kappar einsog Jón Jónsson láta verðtrygginguna fylgja húsnæðisverði í einu og öllu.
Vandamálið við Íslendniga eru að þeir eru of skammsýnir, læra ekkert á mistökum eða sögunni. Halda bara áfram að væla í einhverju vitleysiskasti.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 08:35
Guðmundur
alltaf sama ruglið í þér
Í fyrsta lagi segir þú að þú tekur einfaldlega ekki lán á háum vöxtum. Á fólk bara að búa á götunni að þínu mati?
"
Hvar í verlferðarkerfinu á að skera niður til að borga fyrir óráðsíufólk?
Í velferðakerfi erlendrafjármagns"eigenda" (hrægamma), nánar tiltekið. "
Alltaf sama rugl svarið velltur útur þér. Íbúðarlánasjóður er stærsti lánveitandinn á verðtryggðu lánum. Ertu að segja að við almenningur sem stöndum undir ILS og veitur honum 100% ríkisábyrð séu hrægammar. Þetta er ótrúlegur málflutningur hjá þér... og lýsir þér og fáfræði þinni meira en allt annað.....
hvells
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 09:22
Guðmundur. Góð athugasemd hjá þér eins og venjulega, enda ert þú skynsamur, víðsýnn og vel upplýstur um hvernig raunveruleikinn og framtíðin lítur út.
Nú verður almenningur að skilja um hvað málin snúast í raun! Þróunin er svo hröð, að það er ekki tími til að þrasa og rífast.
Íbúðalánasjóður lifir ekki réttlátu lífi lengur en fólkið í landinu, en það skilja því miður ekki allir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2012 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.