Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Sparið sjálf
Greiðið andvirði Heimilistryggingu, Kaskótryggingu o.s.frv. á sérstakan sparireikning í bankanum ykkar. Notið svo þann pening þegar eitthvað kemur upp á.
Það er jú auðvitað hætta á að þið endið í tapi ef það kveiknar í húsinu ykkar. En líkurnar eru svo litlar.
Það eru allar líkur á að þið endið í góðum plús til lengri tíma.
Sérstaklega í sambandi við heimilistryggingu. Ef þið greiðið andvirðið samviskusamlega líður ekki langt þangað til þið séuð komin með summu sem er jafn mikil og flatskjárinn sem stolinn var í fréttinni, og fartölvan.
kv
Sleggjan
![]() |
Heimilistrygging er tilgangslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg merkilegt að tryggingafélögin komist upp með þetta. Til þess að fá innbrot bætt þarftu að hugsa um heimilið þitt eins og fangelsi.
Samfélagið ætti að gera háværa kröfu á tryggingafélögin að endurskilgreina þessa skilmála, því það er klárt mál að þótt gluggi sé "lokaður en ekki læstur" þarf engu að síður verkfæri og afbrotavilja til að komast inn.
Jón Flón (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 10:42
einmitt, ef fólk vill endilega tryggja mundi ég fá fyrifram samþykki frá tryggingarfélögunum skriflegt að húsið sé varið fyrir tjóni af þjófum og öðru.
Að þeir komi og skoði húsið og aðstæður og kvitti undir skilmála. Það er eina leiðin.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 11:00
Veistu hvort tryggingafélögin séu til í að koma og skoða ?
Góð hugmynd annars, sem meikar jafn mikið sens eins og þegar þeir selja líftryggingar og kaskó á eldri bíla, þá skoða þeir hvort þeir vilji tryggja eða ekki..
Og svo mætti alveg fjalla meira og hærra um mál eins og þessi frétt er um, bótasvik tryggingafélaga...sem eru líklegast stjarnfræðilegar tölur sem fer ekki hátt um...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 12:52
Veit ekki hvort þeir vilja koma skoða, en ef þú ert tilbuin að koma í viðskipti við þá til lengri tíma er hagstætt fyrir þá að senda mann í skoðunarferð.
En mikilvægt að skrifa undir plagg að tryggingafélagið samþykkir þetta sem "thief proof" íbúð og skuldbynda sig að bæta tjón ef eitthvað gerist. Plaggið verður að standast fyrir dómstólum þannig mikilvægt er að hafa lögfræðing.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 14:20
*skuldbinda
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 14:20
ég er löngu hættur að treysta tryggingafélögum.
þessvegan er ég bara með lögbundna tryggingu... og spara peninginn
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 15:59
Tryggingarfélögin eru orðin svo seð að ef þú villt vera öruggur þá kaupiru þér svokallaða "viðtæka lausafestryggingu" inn á hana tel ég svo upp verðmæti eins og myndavelar... fartölvur... snjallsima... ipad og svo framvegis... þá gildir einu hvort eg missi hlutinn í golfið... honum se stolið i vinnuni... úr bilnum... eða bara glatast... hluturinn er tryggður...
Og miðað við það sem ég borga i þessa tryggingu og hvert andvirði minna lausafjármuna er þá tæki það mig liftíð að safna fyrir þeim aftur þannig þetta er eitt arfavitlausasta ráð sem ég hef lesið lengi.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 16:51
Fín lausn Arnar, vissi ekki af þessu.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2012 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.