Mánudagur, 12. nóvember 2012
Villandi
Það er mjög villandi að segja að Borgin sé að bjóða í bíó.
Skattborgarar í RVK er að bjóða í bíó. Hvort sem þeir vilja eða ekki.
Það var allavega ekki spurt skattborgara hvort þau vildu bjóða í bíó. Embættismennrinri tóku ákvörðun fyrir okkur hvernig átti að eyða okkar eigin peninga.
RVK er með útsvarið í hámarki. Stað þess að lækka skatta þá er notað peningana til þess að "bjóða" í bíó.
Borgin tekur of okkur pening og gefur okkur hluta af honum aftur í formi bíómiða.... og þykjast vera voða góð við okkur.
hvells
![]() |
Borgin býður í bíó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
S&H. Það getur verið að þetta sé ekki orðað rétt. Ég veit það samt ekki, því ég þekki ekki til.
Líklega eru það einstaklingarnir sem eiga og/eða reka bíóið, sem eru að bjóða í bíó? Eða er það ekki rétt athugað hjá mér?
Mér sýnist myndefnið mikilvægt, og eigi svo sannarlega erindi til sem flestra. Þetta er alla vega þakkar og virðingarverð tilraun til að miðla mikilvægu mannréttindamáli.
Það væri hollt fyrir okkur blogg-gasprarana að sjá inn í raunverulega heiminn, og hvað tjáningarfrelsi er mikils virði, en getur kostað margt hugsjónafólk mikið, t.d. vinnu, mannréttindi, frelsi og lífið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2012 kl. 18:06
@ Anna
Bíó Paradís er rekið með styrkjum meðfram aðgangamiðasölu.
Heimild:
http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-29955/521_page-32/
"Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís hlaut 5,5 m.kr. Markmið starfseminnar er að efla kvikmyndamenningu og auka til muna fjölbreytni kvikmyndasýninga. Með stofnun Bíó Paradís hefur verið fyllt upp í stórt skarð í kvikmyndamenningu borgarinnar. "
Án þess að ég beini þessum beint að þér Anna, en voðalega væri gott ef allir sem tjá sig um einstaka mál kynni sér það aðeins. Er ekki að tala um að lesa heilu skýrslurnar, heldur vera með allavega einhverskonar þekkingu á subjectinu.
Var við þetta í verðtryggingarumræðu, esbmálum, Mið-Austurlöndarmálum, og reyndar flestum.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2012 kl. 19:12
Takk fyrir þetta Sleggjan. Þetta var fróðlegt. Það eru ekki allir sem vita það sem þú/þið og aðrir vita. Því miður. Þess vegna er umræða nauðsynleg.
Kvikmynda-heimurinn er mjög stór hluti af lífinu.
Það er útilokað að kynna sér allt um fréttir/umræðuefni, áður en maður tjáir sig. Til þess þyrfti maður að hafa allan tíma veraldar, vera fluglæs, og vera nánast alvitur. Ég mun aldrei flokkast með þannig fólki. Ég tjái mig út frá mínu sjónarhorni. Svo koma aðrir með sín sjónarhorn. Rökræður á virðingar og réttlætisgrundvelli eru allra hagur.
Heildarmyndin er háð öllum rökræddum sjónarhornum, þekkingu og visku.
Er ekki nauðsynlegt að sjá hvernig farið er með réttindalaust hugsjóna-fréttafólk? Það finnst mér alla vega mjög mikilvægt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2012 kl. 22:12
Hrikalegt endlaust hægrivæl er þetta í Hvellur-D.
Boðið er borgarbúum á eina sýningu sem snertir mikilvægt viðfangsefni og er þar að auki sýnd á degi Alþjóðadegi fangelsaðra rithöfunda.
Er ekki bara skítsæmilegt að borgin sýni menningarlegt framtak með þessari sýningu svo sem flestir geti notið þessarar myndar og fræðst eilítið í leiðinni. Að öllum líkindum hefur kostnaður ekki verið mikill við þessa sýningu þar sem Bíó Paradís er ekki beinlínis með stórmyndir sem kosta stórfé í framleiðslu eða í innkaupum (hef þó ekki heimildir fyrir því, einungis getgáta). Hvað kostar flugferð fyrir meðlimi borgarstjórnar á eitthvern viðburð í t.d. Frankfurt? Hvað kostar að halda myndlistasýningu í segjum vikutíma? Hversu mikill óþarfa peningur fer í skít og skömm hjá hverri einustu borgar/bæjarstjórn er sitja við völd? Ekki gráta svona mikið yfir einum skemmtilegum og fræðandi viðburði, það er hrikalegt að sjá hvað fyrrum (sósíalista)Hvellurinn sjálfur er orðinn þröngsýnn, blindur og gjörsamlega búinn að breyta hverri einustu skoðun er hann hafði áður til þess eins að þóknast ríku bláu strákunum og bankadrengjunum...
Myndirðu semsagt neita boðinu ef Gnarrinn myndi fá 230 í Laugardagshöllina og bjóða borgarbúum til æðislegra tónleika?
Þruman (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 00:49
Það er gott og blessað að breyta um skoðun.
En að velja LÍÚ flokkinn, spilltan og villtan er eitthvað sem ég mundi allavega ekki gera :D
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 14:23
Hehe já það er nú rétt, en að gjörbreyta fyrrum viðhorfum, skoðunum og væla yfir öllu sem er gegn stefnu bláu piltanna er ansi hlægilegt. Af fenginni reynslu er ég búinn að komast að því að það tekur um 8-10 mánuði að heilaþvo Sósíalista til hægri skoðana =).
Þruman (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 16:10
Já, það er hægt að gera það, hef séð það.
Þó dulnefni séu notuð á þessari siðu get ég sagt þer að þetta loðir við ákveðið nafn. Ef þú heitir því nafni, þá er auðvelt að breyta þer í stuttbuxnadreng =)
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 20:24
Hahaha truetrue, spurning um að framkvæma eigindlega rannsókn þar sem 10 manns er gegna þessu nafni verða teknir og heilaþvegnir til blárra skoðana ;)
Þruman (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 20:37
Já.
tilgátan getur verið að líklegt sé að 9 af hverjum 10 verða blámenn.
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2012 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.