Vilhjálmur flottur

Vilhjálmur Bjarnason er flottur.

Bráðgáfaður viðskiptafræðingur sem hefur kennt mér nokkur fög í fjármálafræðum. Hans sterkasta svið.

Ég held að Vilhjálmur gefur Sjálfstæðisflokknum ferskan blæ. Það eru margri sem segja að við Sjálfstæðismenn séum bara eintómir glæpamenn sem stiðja útrásarvíkingana... grilla á kvöldin og allt það.

En sú staðreynd að Vilhjálmur Bjarna er í XD og svo að við Sjálfstæðsimenn gáfum honum brautargengi er bara sönnun þess að við viljum heilbrigt atvinnulíf og spillinguna burt.

hvells


mbl.is Vilhjálmur Bjarnason í 4. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála því að Vilhjálmur er góður drengur. Ég harma því þátttöku hans í þessum sirkus. Vilhjálmur er ekki fyrsti maðurinn sem fer í pólitíkina með háleit markmið og ríkan vilja til að taka til hendinni að breyta pólitíkinni til hins betra.

En hingað til hefur útkoman alltaf orðið sú sama, þeir breyta ekki pólitíkinni, hún breytir þeim. Fáir fá staðist eyðileggingarmátt pólitíkurinnar og nánast allir koma frá þeim leik skemmdir og engu nær löngu gleymdum markmiðum sínum háleitum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.11.2012 kl. 19:50

2 identicon

Því miður með úrelta eiginhagsmunahagfræði.

Ef það er flott að mergsjúga heimilin þá er hann flottur!

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Almenningur (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 19:52

3 identicon

Íbúðalánasjóður stefnir að eign sögn lóðbeint á hausinn af því að heimilin geta ekki greitt lengur. Augljóst er að þeir sem vilja viðhalda verðráninu verða rassskelltir í næstu kosningum, og þá duga þeim ekki loforð um bót og betrun. Frumvap um raunhæfar aðgerðir verður að koma fram á þessu þingi!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 20:04

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

VB er flottur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2012 kl. 20:36

5 identicon

Mikið djöfull eruð þig málefnanlegir! Útskýrið þessi flottheit og verið ekki eins og unglingsstelpur með Bieber-blæti!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 20:58

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með verðtryggingu og lán og þess háttar og Vilhjálm Bjarnason, Sjallaflokk og hvernig það muni spilast í komandi kosningauppleggi - þá er svarið þar einfalt: það mun enginn, enginn, frambjóðandi treysta sér að fara gegn lýðskurmsvitleysinni sem tröllríður öllu nú um stundir. Enginn. Nei nei, það verður þannig að það á bara að gea öllum fríkeypis lán á hverju götuhorni og ef svo ólíklega vill til að einhver vilji fá borgað til baka - þá verður það barasta afskrifað á nó tæm. þetta verður þannig fram að kjördegi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 21:06

7 identicon

Jú víst, Villi flotti!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 21:14

8 identicon

Til fróðleiks: 

Afskriftir íslenskra "fyrirtækja"

       
 Þorgeir Baldursson/Kvos - 5 milljarðar - 2012 - Landsbankinn nýi og Arion banki. Kvos er aðaleigandi prentsmiðjunnar Odda. [1]
 Eignarhaldsfélag Eggerts Magnússonar - 650 milljónir - 2012 - Landsbankinn nýi - Ath. Eggert var viðskiptafélagi Björgólfs Guðmundssonar þegar þeir keyptu West Ham United. [2]
 Félög tengd Karli Wernerssyni - áætlað 90 milljarðar - 2012 - Hér er m.a. um að ræða Milestone. [3] 
 Guðmundur Kristjánsson - 20 miljarða - 2011 - Landsbankinn nýi - Ath. Guðmundur er útgerðarmaður, oft kenndur við Brim. [4]
 1998 ehf. - 30 miljarða - 2011 - Arion banki - Ath. Var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. [5]  
 Nóna - 2,6 milljarðar - 2010 - Landsbankinn nýi. Nóna er að mestu í eigu fyrirtækisins Skinney-Þinganes hf. en það eiga að miklu leyti Halldór Ásgrímsson og fjölskylda hans. [6]
 Stím - 20 milljarðar - 2010 - Landsbankinn nýi - Ath. Jakob Valgeir Flosason er eigandi Stíms. [7] 
 Magnús Kristinsson - 50 milljarða - Landsbankinn - 2010 - Ath. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fékk stóran hluta af tæplega 50 milljarða króna skuld eignarhaldsfélaga hans afskrifaðan eftir að hann samdi við skilanefnd Landsbankans. [8]
 C22 - 600 miljónir - 2010 - Íslandsbanki - Ath. Þorgils Óttar Mathiesen tók 600 milljóna kúlulán til hlutabréfakaupa við starfslok sín sem forstjóri Sjóvá. Lánið var veitt til kaupa á hlutabréfum í fasteignafyrirtækinu Klasa ehf. sem Þorgils tók við stjórn á í kjölfarið. Hlutabréfin fóru inn í félagið C22 en er skiptameðferð lauk fengust tvær milljónir króna upp í kröfur. [9]
 FS7 - rúmlega 3,7 miljarða króna - 2010 - Glitnir banki hf. - Ath. FS7 var einkahlutafélag Finns Ingólfssonar og hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. [10]
 Imagine Investments - rúmar 800 miljónir - 2009 - Glitnir banki hf. - Ath. Imagine Investments var eignarhaldsfélag Bjarna Ármanssonar. [11]
 Nóna ehf - rúmlega 2,6 miljarða króna - 2009 - Landsbankinn. - Ath. Nóna er dótturfélag Skinney-Þinganes hf. [12]

Almenningur (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 21:31

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og eru þetta ekki mestanpart Sjallar?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 21:36

10 identicon

Hjá um 100 þúsund almennum lántökum er búið að afskrifa 200 milljarða samtals!

Samtals helmingur þeirra styðja Samfylkinguna eða VG skv. nýrri skoðanakönnun Vísis.

Almenningur (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 22:00

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er eðlilegt að vilhjálmur vill ekki að gamla fólkið borgi skuldir annara

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 22:03

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur eða Sjallar munu ekki treyst sér til að leggja uppí kosningabaráttu með það upplegg að hafna afskriftum. Þeir búa til eitthvað PR dæmi. Voru þeir ekki síðast með 20% á línuna? Allaveg sumir. það verður þá sjálfsagt 30% núna.

Hvað gerist svo eftir kjördag og komnir í valdasætin er svo allt annað mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 22:15

13 identicon

Flestir vilja í orði kveðju að gamla fólkið hafi það gott. En hvað sýna síðustu fréttir? En það er bláköld staðreynd að á meðan almúginn er fótum troðinn, þá bitnar það líka á þeim sem síst skyldi, þám. börnum og gamalmennum.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 22:15

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skrifaði pistil með tilvísun í afar áhugaverða MS ritgerð um lýðskrumsvitleysuna um afnám verðtryggingr og það eigi að vera töfralausn. Skora á fólk að lesa þessa ritgerð - sérstaklega ef það ætlar að fara að taka lán:

http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1267689/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 22:33

15 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Samgleðst honum en hefði viljað hafa hann bara áfram þar sem hann hefur verið eftir hrun...hver tekur við af honum að ýta við skítagjörningum séníanna okkar sem settu landið á hausinn...?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.11.2012 kl. 22:57

16 identicon

Ja, mikið djöf... eru íslendingar vitlausir, segi nú ekki annað. Ég þori að veðja aleigunni,,, (sko aleigunni hans Vilhjálms) að þið munuð ekki dásama hann svona eftir c.a. 1 ár. Og pottþétt EKKI, ef Sjallar komast í meirihlutastjórn. Hann verður þá búinn að svíkja öll sín kosningaloforð og brjóta öll sín megin prinsipp. Allt fyrir Flokkinn og Flokksagan.

En finnið þið ekki PR fnykinn af þessu hjá Sjöllum. Þeir "finna" sér fórnarlömb hingað og þangað um landið, fólk sem almenningur hefur hingað til talið heiðvirt og gott fólk, s.br. Geir Jón Löggumann, Vilhjálm Bjarnason, Elínu Hirts og núna síðast Sturlu Jónsson Vörubílstjóra. Þessu fólki er lofað "öruggu" þingsæti ef það vill leggja nafn sitt við framboð Sjálfstæðismanna.

En það er alveg sama hvaða einstaklingar "lenda" inn á Alþingi, þegar Flokkurinn er annarsvegar, skipta prinsipp engu máli lengur. Þetta ættu nú allir Íslendingar að vita.

Jens (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 23:22

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sturla Jónsson? Nei hættu nú alveg!

Og jú, þetta rétt Jens. PR lykt dauðans af þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 23:30

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það vill enginn sjá Sturlu Jónsson á Alþingi. Það sást best seinustu kosningar.

Hann var Sarah Palin Íslands

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2012 kl. 00:34

19 Smámynd: Landfari

Mér er nær að halda að ef viðhefðum haft fleiri menn eins og Vilhjálm og Pétur Blöndal á þingi hefðu þeir komið lögum yfir framferði manna eins og Hannesar, Jóns Ásgeirs, Pálma og fl.

Mann svíður það sárt að minn uppáhaldspólitíkus til áratuga skuli enn þann dag í dag ekki viðurkenna sinn þátt í að gera svona hrun mögulegt heldur endalaust benda á aðra.

Landfari, 11.11.2012 kl. 02:03

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

VB ser hreinn og beinn. Á leið á þing, bara snilld.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2012 kl. 16:52

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það besta við þennan Vilhjálm, er að hann komst svona langt, án þess að það kostaði ótal margar innistæðulausar krónur á kostnað skattborgaranna.

Það er vel unnið verk hjá honum, hvað sem um stjórnmálaskoðanir hans má segja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2012 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband