Steingrímur slær lýðskrumið útaf borðinu

Þetta ver vel gert hjá Steingrími. Hann segir :

"Tal um blekkingar og lygi í þessu sambandi eru því ekki þeim ágæta málstað sem Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir til framdráttar né þeim sem þau vilja verja.“"

Verst að hann tók ekki harðar á þessum vitleysingum í HH. Rétt er að blekkingar HH sé ekki þeim til hagsbótar en málstaðurinn er ekki "ágætur" einsog Steingrímur segir. Málstaður HH felst í því að þeir vilja fá gefins pening á kostnað verlferðarkerfisins og skattborgara... sérstaklega gamla fólkið.

Steingrímur heldur áfram

"„Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt auglýsingar undafarna daga og vakið þannig athygli á málstaði sínum. Í því skyni hafa þau því miður gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um neytendalán. "

Það er rétt að fullyrðingar HH séu með öllu raklausar. Ég þurfti að lesa auglýsinguna þeirra nokkrum sinnum. Ég trúði ekki mínum eigin augum.

"bankarnir að ljúga að okkur" og enginn rök. Lýðskrum og HH er að kynnda undir ógeðslegustu og lágkúrulegustu kenndum í fólki með þessu skrílslátum.

Steingrímur smakkar þetta í burtu.

Ég er ekki alltaf sammála Steingrími en þarna afgreiðir hann lýðskrumarana og óvini fólksins á fagmannlega hátt

hvells


mbl.is Hafnar gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engin rök?

Hér fyrir neðan er handritið sem er lesið upp úr í auglýsingunni.

Þér til upplýsinga þá hef ég undirstrikað rökin sem færð eru þar.

Ríkisstjórnin ætlar að auðvelda bönkunum að ljúga að okkur.
Samkvæmt nýju frumvarpi um neytendalán þurfa bankarnir ekki að reikna verðtryggingu inn í útreikning á kostnaði við lántöku. Samt er verðtryggingin stærsti kostnaðarliðurinn við lán einstaklinga.

Steingrímur, sögðust þið ekki ætla að vera með okkur í liði?
Segjum hingað og ekki lengra, og komum í veg fyrir stórslys!

Gagnrýnin snýr sem semsagt að því að það standi til að undanskilja stærsta kostnaðarliðinn, þegar neytendum eru gefnar upplýsingar um lántökukostnað.

Takk fyrir hjálpina við að leiðrétta þennan misskilning.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 19:59

2 identicon

." Ekki er hægt að veita upplýsingar um framtíðarþróun verðtryggðra lána enda veit engin núlifandi maður hver þróun verðbólgu á Íslandi né annars staðar í heiminum verður, ekki frekar en þróun stýrivaxta næstu 40 árin."

Þetta hljómar illilega líkt og afleiðuviðskipti og samkvæmt lögum er óheimilt að stunda afleiðuviðskipti nema að hafa til þess réttindi.  þannig að troddu þessu Bloggi þínu nafnlausi auli/ar

Valdimar V. (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 21:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Undanfarin ár þegar talað er um lántökukostnað þá hefur það verið gjöldin við það að stofna til láns. Stimpilgjald + lántökukonstnaður sem er t.d 1% af upphæðinni.

Svo er þetta með vexti og verðtryggingu. Það er bara svo lánastofnun sjái sér hag í að lána og að lánið haldi verðgildi sínu.

hefur almennt séð ekki verið flokkað sem lántökukostnaður

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 22:02

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem þú ert að tala um hefur verið kallað lántökugjald og er ekki það sama. Í Svíþjóð má það vera lág upphæð sem svarar til skjalavinnslu en bannað er að tengja það sem hlutfall við lánsfjárhæð eins og tíðkast hér á landi.

Lántökukostnaður er hinsvegar annað, og er ákveðið hugtak sem er skilgreint þannig í lögum um neytendalán að það sé "allur kostnaður sem hlýst af töku lánsins og neytanda ber að greiða".

Þegar borgað er af verðtryggðu láni mánaðarlega þá er hluti af því sem borgað er verðbætur, og eru þar af leiðandi hluti þess kostnaðar sem neytanda ber að greiða. Það eru krónur sem hann þarf að láta af hendi til að greiða verðbæturnar enda er það sá gjaldmiðill sem er lögeyrir hér á landi, og það felur í sér kostnað fyrir hann að láta þær af hendi. Það stendur hvergi í lögum um neytendalán að miða skuli við neitt annað en lögboðinn gjaldmiðil sem mælieiningu kostnaðar.

Þar stendur hinsvegar að kostnað sem ekki er gefinn rétt upp, megi ekki innheimta.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 22:52

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Takði bara óverðtryggt lán ef þið viljið ekki verðtryggt. So sorry, háir vextir vegna krónunnar, samt viljiði ekki fara í ESB.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2012 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband