Þarfnast skipulagsbreytingar en ekki meiri peninga.

Það er augljóst að eitthvað þarf að gera. Þetta þjónustustig er ekki ásættanlegt miðað við kostnað.
Það fer 36 milljarðar á ári í Landspítalan

http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2012/?lidur=08-373

Við erum í fjórtánda sæti þegar kemur að eyðslu í heilbrigðiskerfið per persónu.
Rétt á eftir Svíþjóð sem er talið vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_total_health_expenditure_(PPP)_per_capita

Þannig að peningarnir er ekki vindamálið. Það er eitthvað annað. Rekstrarformið, skipulagið, ábirgðarsvið... eitthvað.

Launsin er ekki að henda meiri peningum í vandamálið. Við erum búin að reyna það. Það gekk ekki.

hvells


mbl.is Hrun Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smæð hins íslenska heilbrigðiskerfis gerir það dýrara. Skurðlækningar eru dýrar og þarf sérhæfð tæki.

Raunar er mikið reiknað inn í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi sem tilheyrir í raun öldrunarþjónustu. 36 miljarðar eru því miður ekki mikið fé ef borið er saman við nágrannalöndin okkar en að óbreittu mun heilbrigðiskerfið stropast. Mest öll þekking er í raun innflutt þeas. sérhæfingin er erlendis og láglaunaeyjan Ísland nær ekki fólki til baka. Landspítalinn þykir ekki eftirsóknarverður vinnustaður og er að tapa í samkeppni við aðra um fólk. Raunar er hörgull á reyndum sérmenntuðum læknum enda er gríðarleg eftirspurn eftir læknum í Kína, Miðausturlöndum í Evrópu. Það er öskrandi skortur á heimilslæknum í Skandinavíu og í Noregi eru þeir með Fastlege samning og ráða sitt starfsfólk með amk. 4 föld laun miðað við íslenska heimilislækna sem eru starfsmenn á plani í ríkisreknum heilsugæslustöðvum og í raun að deyja út.

Gunnr (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 00:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Smæð hins íslenska heilbrigðiskerfis gerir það dýrara.: rétt en það er hægt að auka hagræðið meira en gert er

Skurðlækningar eru dýrar og þarf sérhæfð tæki.  rétt en eru ekki rök fyrir meiri pening en 36milljarða

"Mest öll þekking er í raun innflutt þeas. sérhæfingin er erlendis og láglaunaeyjan Ísland nær ekki fólki til baka"  einsog ég sagði áðan er að við eyðum svipað miklum peninga í kerfið OG SVÍÞJÓÐ.. sama þjóð og læknar flýa til. og ég er að tala um MÆLT Í DOLLURUM.

við erum að henda nógum miklum pening í þetta hýt... við þurfum að fara betur með peningana sem við endum í þetta

lausn er ekki að henda meiri pening í vandamálið

höfum við ekkert lært af hruninu

?

Er lausn við hrap á hlutabréfaverði FL Group að henda meiri pening í lélegan rekstur?  NEI

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2012 kl. 10:40

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" Landspítalinn þykir ekki eftirsóknarverður vinnustaður og er að tapa í samkeppni við aðra um fólk"   rétt

þú ert að tala um hluti sem allir vita

en það sem færri vita er að við eyðum miklum peningum nú þegar í Landspítalann og það er engin lausn að auka fjárframlag einsogs taðan er í dag (tómur ríkiskassi)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2012 kl. 10:41

4 identicon

„Við erum í fjórtánda sæti þegar kemur að eyðslu í heilbrigðiskerfið per persónu.

Rétt á eftir Svíþjóð sem er talið vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi."

Á Íslandi búa um 320.000 manns. Í Svíþjóð búa 9.5 milljónir manns. Eyðsla í heilbrigðiskerfið per persónu á Íslandi er semsagt ca 112.500 kr. ef miðað er við að ríkið setji 36 milljarða króna í Landsspítalann á ári. Ef eyðsla í Svíþjóð í heilbrigðiskerfið þar per persónu er 112.500 kr. þá setur sænska ríkið 1069 milljarða króna á ári í heilbrigðiskerfið þar. Ætli þar liggi ekki maðkurinn í mysunni?

Fannar (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband