Fimmtudagur, 8. nóvember 2012
Blóðbankinn er ekki "fáránlegur skilörrö"
Læknar og hjúkrunarfræðingar starfa hjá Blóðbankanum. Hann hefur verið til í tugi ára. Færir sérfræðingar marka stefnuna. Þetta er ekki "fáránlegt fólk" heldur fagfólk.
Mismunun, mannréttindabrot...osfrv, geisp.
http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2337
"Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim sem hafa smitast af malaríu eða lifrarbólgu, þeir sem stunda vændi, þeir sem hafa gert göt á líkamann sinn, til dæmis í eyrnasneplana, svo og þeir sem bera húðflúr.
Á Íslandi er ríflega helmingur þeirra sem smitast hafa af HIV-veirunni samkynhneigðir eða 52%. Um 31% smitaðra hafa smitast við gagnkynhneigð mök. Aðrir sem hafa smitast af veirunni eru blóðþegar sem hafa þegið smitað blóð, börn sem hafa smitast af mæðrum sínum eða fíkniefnaneytendur sem hafa smitast af sýktri sprautunál. Ákvörðunin um að leyfa ekki samkynhneigðum körlum að gefa blóð er byggð á þessum tölum samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum. "
kv
Sleggjan
![]() |
Orðið fáránlegt oft heyrst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert að vitna í tíu ára gamla grein. Ertu viss um að hún standist enn? Eða pældirðu ekkert í því?
Leifur (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 08:53
Það er ennþá stuðst við þetta, er samkynhneigðum ekki ennþá bannað að gefa blóð?
Pældu í því Leifur.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 09:21
Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að í dag er blóð alltaf rannsakað áður en því er dælt inn í aðra manneskju.
Sara (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 17:41
Sara, viltu ekki segja sérfræðingunum í Blóðbankanum þína sögu? Þessir menntamenn í greininni munu væntanlega taka þig á orðinu. Ertu ekki annars með sérfræðimenntun eins og þeir?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2012 kl. 19:45
Sara, Leifur og aðrir álíka. Reynið að kynna ykkur hlutina fordómalaust áður en eitthvað er sagt.
Sveinn (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.