"Fasteignastofa" sett á laggirnar

Þeir sem eiga krónur á Íslandi mega gera það sem þeir vilja.

Við erum föst í gjaldeyrishöftum. Megum ekki nota erlenda gjaldmiðla að vild. Það er nógu mikil kvöð.

Ekki setja höft á Disney-Krónuna okkar. Það væri bara of mikið. Hvernig sér hún fyrir sér eftirlitið með þessu? Fasteignakaupaeftirlit ríkisins? Eða nýja orðið "Fasteignastofa" sem er mjög vinsælt þessa dagana. Fasteingastofan nýja væri auðvitað með nokkra sviðsstjóra, Forstöðumann og upplýsingafulltrúa. Bara basic.

kv

Sleggjan


mbl.is Vill takmarka fjárfestingu í fasteignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæt ljóska, með samfyllingu...

Káinn kvað:

Það sem ég meina, sérðu sko,

vera ekki að neinu rugli.

Bara að reyna að drepa tvo

steina með einum fugli.]

Almenningur (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 15:20

2 identicon

Bann við síldveiði í sjó

var samþykkt í dag

upp'í rányrkjuráðuneyti.

- Og síldin hefur samþykkt

þetta samkomulag

fyrir sitt leyti.

(Kristján frá Djúpalæk)

Munurinn var bara  sá, að  síldin var þá farin annað...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 15:30

3 identicon

Glæsilegt og algjörlega óraunhæft einfaldlega af því ENGINN veit hver á hvað

Enda hefur Sigríður og hennar flokkur ekkert gert til að greiða úr krosseignatengslum fyrirtækja og þau því sama víravirkið og þau voru fyrir hrun.

Grímur (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 15:42

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Grímur

Kannski erfitt að gera afturvirk lög og brjóta upp eignarhaldsfélögin.

En kannski hægt að fyrirbyggja með nýjum lögum. Dettur ekkert í hug sem gæti bætt þetta. Kannski of róttækt að banna Eignarhaldsfélögum að eiga í öðrum fyritækjum.

kv

sleg

Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband