Fimmtudagur, 1. nóvember 2012
Léleg heimildamynd á RÚV í gær um Teboðshreyfinguna
Ég sá auglýsingu um að sýna átti mynd um Teboðshreyfinguna í USA fyrir nokkru. Beið spenntur eftir sýningunni á RÚV. Hún var svo sýnd í gær.
Þetta var mjög léleg heimildamynd. Illa gerð, low budget (margar góðar low budget myndir til, en þessi ekki ein af þeim), heimildir vafasamar og algjörlega mjög hlutlæg.
Þessi mynd er ekki á imdb.com sem er alltaf ágætis viðmið þegar talað er um allar gerðir sjóvarpsefna. Þessi mynd var mjög mikið í ætt við það sem finnst á youtube.com þegar slegið er in "documentary" um hitt og þetta. Svona einstaklingsframtak þar sem maður kaupir myndavél í Elkó og byrjar að filma.
Engir þungavikta viðmælendur. Frekar mynd út í loftið. Jú ok. Það voru nokkrir ágætis punktar. Viðtal við sumt öfgafólk var ágætt, fá smá innsýn.
En hann hafði litlar concrete heimildir fyrir því að Tea Party væri einungis sponserað af stórfyrirtækjum.
Basically illa gerð heimildamynd. Burtséð frá efninu.
Á Íslandi er alltaf farið í manninn en ekki boltann þannig ég tek fram að ef ég gæti kosið í USA væri það Demókrataflokkurinn og vona að Obama vinni. Þannig ekki er ég að reyna að verja Repúblikana neitt sérstaklega. Bara benda á lélega mynd.
Hvaða hvatar hafa RUV menn til þess að sýna svona mynd? Er það út af Ragnhildur og Bjarni Bend fóru á Repúblikanafund í USA fyrir nokkrum mánuðum? Og að Þorgerður Katrín gaf í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn hér væri líkur Teboðshreyfingunni? Þá er þessi mynd keypt til að gefa í skyn að XD sé eitthvað svipað?
Veit ei. En allavega léleg mynd
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Teboðshreyfingin er fyrst og fremst grasrótarhreyfing fólks sem er búið að fá nóg af skuldasöfnun og útþenslu yfirvalda. Slíka hreyfingu vantar sárlega hérlendis enda erum við í vondum málum. Yfirvöld skipta sér nú að því hvað þegnar landsins leggja sér til munns. Slíkt er alveg út í hött.
Ég sá ekki þessa mynd, dettur ekki í hug að horfa á Sjónvarp ríkisstjórnarinnar, en trúi vel að myndin hafi dregið upp skakka mynd fyrst hún var sýnd á RÚV.
Þorgerður Katrín bullaði bara þegar hún var að reyna að líkja Sjöllunum við Teboðshreyfinguna. Kjósendur sjá flestir að hún veit ekkert hvað hún er að tala um og þess vegna hefur hún hætt, það er engin eftirspurn eftir henni lengur.
Helgi (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 06:50
Rétt með Þorgerði, fáránlegur samanburður. Henni skortir greinilega þekkinguna á Teboðshreyfingunni
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2012 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.