Prófkjörin og Silfur Egils

Ég er sammála Agli:

 "Þetta eru stór mál. Á meðan horfum við á fólk sækjast eftir þingsætum í gegnum prófkjör og forvöl. Flest sem heyrist þaðan ber merki óbærilegs skrums og heilaskemmandi flokkshollustu. Því miður."

 

Hef lesið nokkra prófkjörpjésa. Það er lofað öllu og ekkert á að skera niður til að mæta því. Svo hefur ríkisstjórnin svikið ÖLL kosningaloforð segja þessir illa upplýstu frambjóðendur. Eins og þeir hafi ekki heyrt um ESB umsókn, Landsdóm, Sameiningu ráðuneyta og DO úr Seðlabanka?

Ég er enginn sérstakur aðdáandi ríkisstjórnarinnar. Hef aldrei á ævinni kosið XS og VG. En ég er mikill aðdáandi að fólk fari rétt með staðreyndir og tali út frá þeim.

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband