Fréttastofa Sleggjunnar

Þegar íslenskir fjölmiðlar sofa á verðinum verð ég að flytja fréttir.

Hryðjuverkamenn frá Gaza-svæðinu, skutu 18 eldflaugum að fjölmennum íbúðabyggðum í Ísrael á einum degi.

Micky Rosenfeld, talsmaður lögreglunar sagði í viðtali við AFP, fréttastofuna að minnsta kosti 18 eldflaugum hafði verið skotið á ísraelst landsvæði og öll skotin hefðu verið á þéttbýli. Mikið hefur verið skotið á Ísrael undanfarið og þessar átján eldflaugar sem talað er um komu allar eftir miðnætti. Árásinar ullu ekki manntjóni en talsverðu eignatjóni.
...


Hryðjuverkahópur kenndur við Ezzadine al- Qassam, lýsti yfir ábyrgð á eldflauga regninu; og byrti myndband af því þegar þeir voru að skjóta eldflaugum yfir landamærin. Á myndbandinu segjast þeir eingöngu skjóta á hermenn og bækistöðvar þeirra. En skotmörkin voru Sufa, Kissufirm, Beeri, Yad Mordechai og Nahal Os. Allir þessir staðir eru íbúabyggðir og hafa ekkert hernaðarlegt mikilvægi. Í sama myndbandi lýsa þeir því yfir að árásinar séu hefndaraðgerðir vegna dauða Suleiman Kamel al- Qara, þekkts hryðjuverkamanns úr þeirra röðum.

Það fer lítið fyrir fréttum eins og þessum. Líklega er árásir á gyðinga ekki vinsælt fjölmiðla efni? Allavegna ekki eins vinsælt og þegar gyðingar valda eigna- eða manntjóni við að verja hendur sínar fyrir ofstækis- og hryðjuverkamönnum. Eina lýðræðisríkið í heiminum sem liggur undir ámæli fyrir slíkt. Allstaðar annarsstaðar kallast það mannréttindi og þjóðfélagsleg skylda.

Börn í suður-Ísrael, hafa ekki getað sótt skóla vegna sprengjuregnsins og reyna að halda í við námið í loftvarnarbyrgjum.
kv
sleggjan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband