Íslenska þjóðin stígur ekki í vitið

Hvernig verður þetta ef tillögur að nýrri stjórnarskrá verða að veruleika? Einn þrýstihópur getur fengið alla þjóðina með sér í lið með lýðskrumi.

Af hverju segi ég lýðskrum? Jú, þeir eru að biðja um 10% af áfengisskatti sem þegar er í notkun. Þetta er ekki nýr peningur. Þeir þurfa auðvitað að taka fram hvar á að skera niður.

Önnur leið hefði virkað fyrir SÁÁ , það er að safna undirskriftum fyrir 10% hækkun á áfengisskatti og sá VIÐBÓTARpeningur væri notaður í þeirra þágu. Hvað ætli margar undirskriftir fengust við þá leið?!?!?

 

Þeir sem skrifuðu undir þetta plagg ættu líka að hugsa með sér hvar á að skera niður eða hækka skatta. Það er ekki hægt að haga sér svona. Svo eru sveitafélögin að styðja þetta, bæjarstjórnir. Jú af hverju? Ástæðan er að í þessum 10% eru tillögur um að sveitafélögin fái pening af þessu.

kv

Sleggjan


mbl.is 20 þúsund skrifað undir Betra líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er sorglegt. Allir sem eru í stjórnmálum eru heimski vegna þess að ef þetta fólk væri gáfað væri það í viðsiptalífinu að búa til peninga.

Pawel jarðar þessa tillögu á tveim mínútum

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/10/19/segir-tillogu-saa-skref-i-att-ad-gjaldthroti-rikissjods-thurfum-ekki-ad-kaliforniuvaeda-island/

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.10.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband