Þriðjudagur, 30. október 2012
Ísrael hið friðsama ríki
Ísraelsher vill fullreyna dipómatísku leiðina áður en til gripið er til annarra aðgerða.
Íran hefur margoft lýst yfir að þeir vilji eyða Ísrael út af kortinu. Íran er að þróa kjarnorkuvopn. Leggið saman tvo og tvo, ef Íran ákveður að nota vopnin, hvert haldiði að sprengjurnar munu lenda?
En Ísrael grípur samt ekki til vopna. Vill fullreyna viðskiptaþvingarnir.
kv
Sleggjan
![]() |
Ísrael og Bandaríkin ræða um Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Iran Bashing, Terrorism and Who Chose The Chosen People, Anyway?
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=eptPeSmA37U
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 09:31
Sé nú ekki betur en að Ísrael sé að reyna að koma af stað stríði, og þeir eru líka sjálfir með kjarnavopn, og réttast væri að setja þvinganir á þá sjálfa því þeir eru allir snargeðveikir.
Sindri (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 10:06
http://www.youtube.com/watch?v=5DEoDgq4rME&feature=player_embeddedMax Igan & Ken O'Keefe - False Flags & the American Interest
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 10:06
Jæja Sindri
Í fréttinni var eimitt lagt áherslu á að Ísrael ætla taka diplómatísku leiðina. Fáðu þér annan bolla af kaffi og vaknaðu áður en þú tjáir þig.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2012 kl. 10:51
Efnahagslegar þvinganir eru engan veginn friðsamlegar og geta auðveldlega valdið stríði.
það einfaldlega kemur Ísrael ekkert við hvernig Íran framleiðir raforku, sérstaklega þegar Ísreal er sjálft með kjarnavopn og eru þeir margfald líklegri til að nota þau heldur en Íran, og það er bara nokkuð augljóst að Ísrael ætlar sér að byrja þriðju heimstyrjöldinna.
sindri (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 12:25
Forseti Írans segir reglulega að hann ætli að þurrka Ísraela út af kortinu.
Ísraelar hafa aldrei sagt slíkt um Íran, enda eina lýðræðisríkið á svæðinu. Ísraelar hafa engan áhuga á að starta þriðju heimstyrjöldinni.
Ef þú heldur að Íran séu bara að fikta í kjarnorkunni bara fyrir rafmagnið þá ert þú einfeldingur.
Sleggjan (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 13:54
Það gæti vel verið að þeir ætli að búa til kjarnavopn, enda eru bæði bandaríkin og Ísrael með kjarnavopn og hefur mikið verið um áróður gegn Íran frá þeim, og svo eru miklar líkur á því að næsti forseti bandaríkjana verði geðsjúklingurinn hann Romney, svo má ekki gleyma að Ísrael hefur ekki skrifað undir NPT sáttmálan sem bendir til þess að þeir ætli sér að nota kjarnorkuvopn
sindri (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 15:29
Hef nú unnið á þessum svæðum og kynnst hatri Írana á Ísrael.
Ekki spurning í mínum huga að komist þeir yfir kjarnavopn,
þá munu þeir nota þau. Ef Ísrael hefði áhuga á því að nota
sín vopn, væru þeir búnir af því.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 17:45
Það er nú orðið ansi langt síðan Íran hefur ráðist á nokkurn, það sama getur ekki verið sagt um Ísrael.
Sindri (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 19:12
Sindri minn, Íran murkar lífið úr sínum eigin borgurum. Menn "hverfa" þar í stórum stíl. Börnin mín gengu í skóla í Svíþjóð þar sem sem meirihluti samnemanda voru flóttamenn frá Íran. Hvar eru flóttamenn frá Ísrael má ég spyrja (nema þú teljir með alla gyðinganna sem vilja ekki búa þar lengur af ýmsum ástæðum?) Palestínumenn frá Ísrael (ekki Gaza og Vesturbakkanum) vilja nær undantekningalaust vera þar áfram, enda hafa þeir þar sama rétt og aðrir (Ísrael er ekki bara mesti viðtakandi flóttamanna af öllum Vesturlöndum,...flutti til dæmis inn sjálfviljugt og að eigin frumkvæði hundruðir þúsunda af svörtu svelltandi fólki frá Eþíópíu), heldur einnig mesta og helsta athvarf minnihlutahópa annarra en gyðinga í Mið Austurlöndum, og þar búa Drúzar og alls konar fólk með aðra trú en meirihlutinn í stórum stíl, og eru mun þjóðhollari og meiri stuðningsmenn ríkisins en meirihlutinn, og mun ákafari í stuðningi sínum en ríkisvaldið. Um gyðinga gildir aftur á móti hið fornkveðna (Tveir gyðingar = Þjár skoðanir), enda engin þjóð sem heldur jafnmikið upp á deilur og rökræður í öllum heiminum, og meðal þeirra er maður sem er sammála og samþykkir flest sem viðmælandi hans segir einfaldlega tortryggður, eða vorkennt og litið á sem svo að þar fari treggáfaður, en þó ef til vill góður, maður, því gyðingar sjá engar aðrar mögulegar ástæður fyrir þessari tilhneigingu manna að vera óhóflega sammála um allt annað en fals og svik, ellegar lága greind, þannig að fjöldi Ísraels manna er á móti sínu eigin ríki, af ýmsu ástæðum, oftast öfga-alþjóðahyggju í formi einnar eða annarrar gerðar kommúnisma, ef til vill með nýju nafni (sumir sem búa á trúlausum kibbutzum eru þessarar gerðar, þó alls ekki allir, og ekki mestu vinstrisinnarnir heldur) og svo eru hundruðir þúsunda sem af trúarástæðum trúa ekki að Ísraelsríki sé leyfilegt fyrr en eftir komu Messíasar (sem í þeirra augum er ýmist dauðlegur, venjulegur maður (ekki Guð), sem uppfyllir ákveðin ströng skilyrði, ellegar, og algengara, ekki maður yfirhöfuð, heldur guðlegt afl leyst úr læðingi sem kemur á friði og upplýsingu meðal manna í heiminum. Þessu fólki heldur Ísrael á sínu framfæri og gefur jafnvel ýmis forréttindi, það þarf til dæmis ekki að gegna herþjónustu og fær að hafa sitt eigið menntakerfi og fleira sem ríkið styrkir, þó þetta fólk sé á móti því. Palestínumann sem býr í Ísrael og vil frekar búa undir stjórn Palestínumanna finnur þú þó varla, enda bara hryðjuverkamenn í boði, og lýðræði var aldrei til á þessu svæði fyrr en gyðingarnir komu, og sumir venjast því ágætlega.
789 (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 04:12
Ég geri hér greinarmun á Ísrael og svo Palestínu/Vesturbakkanum, þaðan sem árásirnar og árásarmennirnir koma nær alltaf, en ekki frá Palestínuaröbum sem búa í Ísrael sjálfu (enda eru þeir oftar sáttir en hitt, og færir um að gera allt það sama og aðrir þar, sitja á alþingi og fleira). A Gaza/Vesturbakkanum ræður Hamas ríkjum, sem eru hryðjuverkasamtök sem hafa opinberlega lýst því yfir að þeir vilji eyða Ísraelsríki, afmá það af kortinu, og drepa alla gyðingana þar. Evrópusambandið. Bamdaríkin og nær öll Vestræn, og flest austræn, ríki hafa fordæmt Hamas samtökin fyrir öfgaþjóðernishyggju sína, kynþáttahatur og ofbeldisverk sem hryðjuaverkasamtök. Hér læra Palestínsk börn um Ísrael í skólum á Gazasvæðinu: http://www.youtube.com/watch?v=etDb5tXPawc (Nazistar töluðu betur um gyðinga en þeir í sínum skólum!) Og hér er barnaefni í boði þessarar hugmyndafræði: http://www.youtube.com/watch?v=eeii225G-HM Utanríkisráðherra okkar ætti að skammast sín fyrir stuðning við hryðjuverkamenn og heilaþvott á litlum saklausum börnum!
789 (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 04:22
elska svona fólk einsog Sindra
bara að lesa það sem hann setur niðru á blað er kostulega findið
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.10.2012 kl. 10:45
af hverju ert segir þu okkur ekki nakvæmlega kvað er findið við það sem Sindri segir hvellur
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 23:13
@Sindri:
Maður veit ekki alveg hvort maður á að hlæja eða gráta vegna þíns málflutnings, þú ert ferlega illa að þér.
Þú segir t.d. að það sé langt síðan Íran hafi ráðist á einhvern. Það er rangt, 1993 réðust þeir á gyðinga í Argentínu og margir létust, nú nýlega létu þeir til skarar skríða í Búlgaríu, skömmu þar áður í Georgíu og Indlandi. Íranar beita fyrir sig Hamas og Hesbola auk þess sem þeir hafa gert menn út af örkinni til Írak til að ráðast á Bandaríkjamenn. Hvaðan heldur þú að Hamas og Hezbola fái vopn og fjármagn til að kaupa vopn? Tína þessi samtök peninga af trjám?
Ég nenni ekki að leiðrétta meira hjá þér en ef þú hefur ekki meiri metnað fyrir eigin hönd en þann að geta ekki farið rétt með staðreyndir skaltu ekki búast við því að nokkur maður beri virðingu fyrir þínum málflutningi.
@8: Sammála.
@11: Ekki er um þjóðernishyggju að ræða heldur er einfaldlega verið að halda á lofti boðskap kóransins um að trúleysingjar, allir aðrir en múslimar, séu réttdræpir - sjá t.d. súru 4:89.
Helgi (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.