Guðlaugur Þór duglegur

Það hefur margoft verið sagt hér á blogginu að Guðlaugur Þór er duglegasti þingmaðurinn. Hann hefur sína fortíð í styrkjamálum og REI-bulli. En batnandi mönnum......

 

Eyjan er sammála:

 

 "Orðið á götunni er að sú ákvörðun Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að sett verði upp sérstök reiknivél hjá Umboðsmanni skuldara til að endurreikna gengistryggð lán almennings sé mikill sigur fyrir Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann.

Margir mánuðir eru frá því Guðlaugur Þór kynnti fyrst reiknivél sína fyrir lántakendur í pistli á Pressunni og hafa fjölmargir notað vélina með góðum árangri, enda var henni ætlað að færa fólki eitthvað vopn í hendurnar í samskiptum sínum við lánastofnanir.

Orðið á götunni er að þingmenn séu flestir sammála um að vinnusamari þingmenn en Guðlaug Þór sé erfitt að finna í þinginu nú um stundir. Hann er sannarlega ekki allra, en fáir séu duglegri í að fylgja málum eftir og halda ríkisstjórninni við efnið…"

 

Eitt af mörgum málum sem Guðlaugur er að vasast í. Að vera stjórnarandstöðuþingmaður þýðir ekki að vera bara aðgerðarlaus.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er alls ekki sammála honum í öllum málum

en hann á skilið að vera þarna á alþingi... ef við miðum við menn einsog t.d Árni Johnsen

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2012 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband