Mánudagur, 29. október 2012
Hinn gullni meðalvegur. Frjálshyggjan
Góð ræða hjá Gunnlaugi
"Ég held að það sé mikilvægt að gera fólki grein fyrir þessu: Að frjálshyggjan sé á miðjunni"
"Í hverjum málaflokki er hægt að hugsa sér öfgamenn í sitt hvora áttina. Það má hugsa sér þann sem vill banna tiltekinn sjónvarpsþátt, t.d. Silfur Egils. Sá maður er öfgamaður, sem hótar Agli ofbeldi ef hann sendir út þátt sinn. Svo er líka til sá öfgamaður sem vill skylda fólk til að taka þátt í að gera þáttinn. Sá maður hótar þeim ofbeldi sem ekki greiða útvarpsgjaldið."
"Við ættum kannski að kenna frjálshyggjuna frekar við ofbeldisleysi en frelsi. Frelsið er bara svigrúmið sem skapast þegar ofbeldi er ekki til staðar. Frelsið fylgir því ofbeldisleysinu. Við erum ekki fylgjandi neinu frelsi sem leiðir af ofbeldi. "
"Mynduð þið trúa mér ef ég segði ykkur að einn frægasti frjálshyggjumaður í heimi hefði komið til Íslands á fund nýlega og fyllt Laugardalshöllina? Hann kom meira að segja eftir hrun! Fleiri komu á fundinn en komu til dæmis í Háskólabíó í búsáhaldabyltingunni, en þó kallaði sá hópur sig þjóðina. Fólk hlustaði í andakt á þennan frjálshyggjumann og margir töldu jafnvel að hann hefði einmitt eitthvað mikilvægt að segja okkur vegna bankahrunsins sem átti sér stað á Íslandi skömmu áður.
Þessi maður kom. Þetta gerðist. Hann heitir Tenzin Gyatso. Kallaður Dalai Lama. Ég hvet ykkur til að lesa það sem hann hefur sagt til að sannfæra ykkur um að hann sé frjálshyggjumaður."
Öll ræðan er hér
Hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hófsöm frjálshyggja er langbesta kerfið. Ekki gallalaust, en langskársta.
sleggjan (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.