Áfram Nýja Ísland?

„Samfylkingin vill áfram nýja Ísland en Sjálfstæðisflokkurinn hið gamla,“ sagði Jóhanna á fundinum.

 

Hún telur að nú sé Nýja Ísland í gangi. Ég finn ekki fyrir því.

Gagnsæið er ekki mikið. Leyndarhyggjan lifir.

Ennþá eru hrunráðherrar í Samfylkingunni. Björgvin fremstur í flokki, hvað er þessi maður að gera á þingi? Hann var klappstýra, vissi ekki neitt, var að dunda sér í að gefa út neytendaverðlaun til DR Gunna meðan bankarnir voru í ruglinu. Rannsóknarskýrslan kom með áfellisdóm yfir honum.

Össur líka. "Hef enga þekkingu á efnahagsmálum" segir hann til verndar sjálfum sér í skýrslunni. En er núna að tala um efnahagsmál kringum ESB umsóknina. Alltieinu öðlaðist hann þekkingu kauðinn.

 

Það átti í alvöru að keyra Icesave Svavars í gegn án þess en enginn fengi að sjá neitt.

 

Vinaráðningar og klikuskapur enn í gangi.

 

Stjórnarsrkáin komin á ágætis ferli. En það er langt í frá að verða búið!

 

Nýtt Ísland ? Neibb, ekki ennþá.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Barist um nýja og gamla Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nýtt hugarfar og verðmætamat!

Já takk!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2012 kl. 17:35

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Nú hvaaa, líkar ykkur ekki þetta nýja Ísland sem þið vilduð fá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.10.2012 kl. 17:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei Ingibjörg, margt þarf að bæta.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2012 kl. 18:50

4 identicon

Allir sem ollu hruninu eru að ná fyrri stöðu á ný.

Ekkert hefur breyst.

Ríkisstjórnin vinnur fyrir auðvaldið og sérhagsmunina en skeytir engu um fólkið í landinu.

Ekkert breytt, ekkert nýtt.

Endurreisn gamla Íslands verður svo fullkomnuð í vor þegar sjallar og frammarar taka við á ný.

Og nýtt og enn stærra hrun framundan á allra næstu árum.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 19:29

5 identicon

Komið sífellt á óvart..!!!!  En var þetta ekki draumur ykkar beggja,,??????

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 20:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einmitt, þessvegna er rangt hjá Jöhönnu að tala um "áfram nýja ísland" eins og við lifum þá tíma núna

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2012 kl. 20:11

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta með hugarfarsbeitinguna er lífnauðsynlegt.

Heiminum er ennþá stjórnað út frá fortíðar-spillingunni.

Sömu fortíðar-spillingar-hagfræðingarnir tala endalaust um spádóma-hagfræði-"viskuna", sem felldi heimsbanka-stjórnsýslu-kerfið svikula.

Bæði hægri og vinstri gólftusku-þrælar heimsveldisins þurfa að koma sér niður úr ótraustu bleiku blekkingar-skýjunum!

Það finnast engin peningatré í spádóms-lottó-kauphöllum heimsins.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2012 kl. 21:34

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef hið nýja ísland sé hærri skattar, meiri forræðishyggja, fleiri bönn, gjaldeyrishöft og ekkert gagnsæji... þá er ég ekki impressed.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2012 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband