Miðvikudagur, 17. október 2012
Biblíufæði hollt og megrandi, ekki gleyma að fasta
Biblíufæði er hollt og gott. Fiskur, brauð (spelt helst), grænmeti og ávextir.
Á biblíutímum var ekki til eitthvað sem hét sykur sem bragðbætir/krydd. Ekki var farið að nota sykur fyrr en á 17.-18. öld hjá efri stéttum. Svo varð sykurinn algengari með tímanum og í dag alltof algengur og tröllríður öllu.
Ekki gleyma svo að fasta. Til dæmis á FÖSTUdegi. Nafnið á deginum er ekki tilviljun.
Á þessum degi er gott að neita sér um mat, en drekka þó nóg af vatni í sirka 24 tíma. En hægt er að fasta lengur en þó ekki of lengi.
Fasta hreinsar og megrir. Svo er hægt að skynja andann í loftinu á meðan föstu stendur og einbeita sér að öðru en "næstu máltíð".
Ætla ekki byrja á að tala um þessa goðsögn sem heilsugeirinn vill troða í okkur að það sé nauðsynlegt að borða 6 máltíðir á dag "til að halda grunnbrennslunni gangandi". Ég ranghvolfi augunum og anda djúpt í hvert sinn sem ég heyri þetta nefnt.
Gyðingar fasta enn þann dag í dag reglulega. Þeir eiga daga eins og Yum Kippor og fleiri daga. Svo er það auðvitað á Shabat sem er fastað einnig, en þó ekki í sólahring (mín reynsla). Á ferðum mínum í Ísrael sá ég lítið af feitu fólki, það hlítur að tengjast þeirra trú og þeirra lífstíl. Gyðingar nota Bíblíuna í sinni trú, en þó aðeins Gamla Testamenntið. Þannig kristnir ættu ekki í vandræðum með að tileinka sér það að fasta í trúarlegum tilgangi (eða bara heilsusamlegum).
Þegar ég tek vikulega föstu kann ég að meta matinn miklu betur þegar föstu líkur og út vikunna, það er aukabónus.
kv
Sleggjan
![]() |
Etið og drukkið Guði til dýrðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já áhguavert
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2012 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.