Biblíufæði hollt og megrandi, ekki gleyma að fasta

Biblíufæði er hollt og gott. Fiskur, brauð (spelt helst), grænmeti og ávextir.

 

Á biblíutímum var ekki til eitthvað sem hét sykur sem bragðbætir/krydd. Ekki var farið að nota sykur fyrr en á 17.-18. öld hjá efri stéttum. Svo varð sykurinn algengari með tímanum og í dag alltof algengur og tröllríður öllu.

 

Ekki gleyma svo að fasta. Til dæmis á FÖSTUdegi. Nafnið á deginum er ekki tilviljun.

Á þessum degi er gott að neita sér um mat, en drekka þó nóg af vatni í sirka 24 tíma. En hægt er að fasta lengur en þó ekki of lengi.

Fasta hreinsar og megrir. Svo er hægt að skynja andann í loftinu á meðan föstu stendur og einbeita sér að öðru en "næstu máltíð".

Ætla ekki byrja á að tala um þessa goðsögn sem heilsugeirinn vill troða í okkur að það sé nauðsynlegt að borða 6 máltíðir á dag "til að halda grunnbrennslunni gangandi". Ég ranghvolfi augunum og anda djúpt í hvert sinn sem ég heyri þetta nefnt.

 

Gyðingar fasta enn þann dag í dag reglulega. Þeir eiga daga eins og Yum Kippor og fleiri daga. Svo er það auðvitað á Shabat sem er fastað einnig, en þó ekki í sólahring (mín reynsla). Á ferðum mínum í Ísrael sá ég lítið af feitu fólki, það hlítur að tengjast þeirra trú og þeirra lífstíl. Gyðingar nota Bíblíuna í sinni trú, en þó aðeins Gamla Testamenntið. Þannig kristnir ættu ekki í vandræðum með að tileinka sér það að fasta í trúarlegum tilgangi (eða bara heilsusamlegum).

Þegar ég tek vikulega föstu kann ég að meta matinn miklu betur þegar föstu líkur og út vikunna, það er aukabónus.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Etið og drukkið Guði til dýrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já áhguavert

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband