Miðvikudagur, 17. október 2012
ASÍ stendur með sínum.
Þetta er alveg rétt hjá ASI
"Staðreyndin er að vandinn liggur í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri."
Ef við afnemum verðtryggingu þá koma hærri breytilegir vextir... ekki er það nú skárra en verðtrygging.
Ég er jafnframt ósammála um að meðalfjölskylda á ekki efni á íbúð.
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=591914
Dæmi. 4.herb íbúð. 122fm á höfuðborgarsvæðinu á 17m.
Miðað við 5% verðbólgu þá er greiðslan um 60þúsund á mánuði
Nr. | Gjalddagi | Greiðsla | Afborgun | Vextir | Verðbætur | Gjald | Eftirstöðvar | Eftirst. m/verðb. |
1 | 01.11.2012 | 60.445 kr. | 9.208 kr. | 50.917 kr. | 245 kr. | 75 kr. | 12.990.792 kr. | 13.043.718 kr. |
2 | 01.12.2012 | 60.691 kr. | 9.244 kr. | 50.881 kr. | 491 kr. | 75 kr. | 12.981.548 kr. | 13.087.540 kr. |
3 | 01.01.2013 | 60.938 kr. | 9.280 kr. | 50.844 kr. | 738 kr. | 75 kr. | 12.972.267 kr. | 13.131.466 kr. |
Ef hjón geta ekki borgað 30þúsund á mann í húsnæði... þá er eitthvað að.
hvells
![]() |
Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki margar 4 herbergja íbúðir á 17 miljónir, þó það detti inn ein og ein. Leigan á almennum markaði í dag eru ekki undir 150 þús fyrir 4 herbergja íbúð.
Guðrún (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 12:43
Snillingar eins og þú eru skó ekki á hverju strái.
Tito
Tito (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 12:52
Auðvitað á að afnema verðtryggingu og í leiðinni setja hömlur á ótakmarkaðar vaxtahækkanir húsnæðislána. Í dag er sennilega enginn hagur í óverðtryggðum lánum því vextir af þeim eru alltof háir auk þess sem bankar geta breytt vöxtum.
Fjármálafyrirtæki verða að fara að taka á sig ábyrgði í fjármálum og með því að binda vexti óverðtryggðra húsnæðislána verða fjármálafyrirtækin að halda að sér höndum til að draga úr verðbólgu til að tapa ekki á óverðtryggðum útlánum.
En þetta eru náttúrulega bara draumórar því það er alveg sama hvaða flokkur er við stjórn, það passa allir upp á peningavaldið.
Guðmundur (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 13:34
Það verður nú samt að athuga hækkanir á bæði afborgun og eftirstöðvum.
Ef þú skoðar afborganirnar úr dæminu hér að ofan þá hækka þær á milli mánuða. Að vísu lítið til að byrja með en það fer svo á flug.
Svo er stóra málið. SKoðaðu eftirstöðvarnar með verðbótum og hækkanir milli mánaða.
ca 45 þúsund á mánuði fyrstu tvo mánuðina. Hvernig lýtur greiðsla 30 og kannski 100 út. Þá er greiðslubirgðin á mánuði komin út fyrir allt eðlilegt og lántakandi kominn í gildru sem hann losnar seint úr.
Vignir (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 15:59
Verðbætur... núna myndi ég vilja ég að þið útskýrðuð þetta orð...
Verðbætur, eru þá þessar bætur, bætur vegna upphæðinnar sem tekin er að láni eða hvað...
Eru vextir ekki bætur fyrir lánaðri upphæð...
það er ekki að ástæðulausu að ég vil alla þessa þætti út úr peningarkerfinu okkar og hafa fasta vexti og fasta og jafna afborgun svo allir viti hver afborgunin á mánuði er...
20 milljóna króna lán tekið til 40 ára með góðum vöxtum færi aldrei yfir 60 til 65 þúsund krónur á mánuði og það ættu allir að ráða við það...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2012 kl. 16:58
Verðbætur er sú úpphæð sem höfuðstóll láns hækkar um mánaðarlega vegna verðtryggingar.
Ef þú tekur 20 milljóna lán til 40 ára, miðað við 5% verðbólgu, þá borgarðu 93000 í fyrstu afborgun og 651000 síðustu afborgun. Þú byrjar ekki að lækka höfuðstólinn fyrr en í greiðslu númer 309, þ.e. eftir rúm 25 ár. 25 ÁR!!!
Heildargreiðsla er 137 milljónir króna. Þar af eru vextir um 24 milljónir og verðbætur vegna verðtryggingar rúmar 93 milljónir.
Ég get ekki séð að nokkrum lifandi manni geti fundist þetta eðlilegt kerfi.
p.s. allar þessar tölur eru fengnar með reiknivél Íbúðalánasjóðs á ils.is
Vignir (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 17:38
Mikið er ég fegin að skilja ekki hvað ,,verðbætur" og annað eins er.
Karen (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 18:31
Ykkur er öllum frjálst að taka óverðtryggt lán.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2012 kl. 19:05
Guðmundur:
Þér er velkomið að stofna svona banka með göfugu markmiði.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 20:43
Guðrún
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=573988
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=469693
hér eru tvær í viðbót á 17M. 4 herbergja íbúð.
Ef leigan er 150þúsund á mánuði einsog þú segir... þá er kjörið tækifæir að kaupa eitt stykki íbúð og borga 60þús á mánuði og leigja út ´150þús og stinga 90þúsund í vasann.... á hverjum mánuði. Ekki slæmt það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2012 kl. 20:56
Sleggjan og Hvellurinn, "Ykkur er frjálst að taka óverðtryggt lán". Nei, það er ekki öllum frjálst. Þegar mín fjölskylda tók 17 m króna verðtryggt lán haustið 2005 þá fórum við í gegnum greiðslumat. Okkar greiðslumat leit vel út. 75.000 kr greiðslur á mánuði, 40 ára lán verðtryggt. Meðal afborgun hefur hins vegar verið 100.000 á mánuði í þessi 7 ár. Í dag stendur þetta lán í tæpum 27 milljónum. Eigið fé er alveg farið, sparnaður til áratuga hjá vinnandi fólki. Ég er að tala um fólk sem sparaði í áratugi, í alvöru, keyrði um á gömlum bíl og leyfði sér lítið. Alvöru vinnulúna Íslendinga. Fyrir tveimur vikum fórum við á fund bankans okkar. Og hvað kom út úr því. NEI ÞIÐ FÁIÐ EKKI GREIÐSLUMAT FYRIR 27 MILLJÓNUM. Sem sagt herra Hvellur og Sleggja, við höfum ekki greiðslumat fyrir 27 milljónum, EN það er allt í lagi að skulda það verðtryggt. OG ÞAÐ ER EKKERT AÐ Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI. Eða hvað???
Margret S (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 20:57
Verðtrygging veldur verðbólgu og þar með hærri vöxtum. Við afnám hennar á neytendalánum myndu vextir SÍ bíta strax í neysluhegðun almennings (öfugt við núna) svo SÍ þyrfti ekki hækka vexti jafn mikið eins og hann þarf í verðtryggða kerfinu sem nú er við lýði.
Það er að segja, bæði verðbólga og vextir til almennings myndu lækka við afnám verðtryggingar á neytendalánum.
Gylfi hjá ASÍ neitar að sjá þetta þar sem hann vill að sem mestur óstöðugleiki ríki í íslensku hagkerfi svo það sé auðvelt að snúga almúganum við þegar kemur að því að "sjá ljósið" í ESB.
Bragi, 17.10.2012 kl. 20:57
Margrét
""Ykkur er frjálst að taka óverðtryggt lán". Nei, það er ekki öllum frjálst. "
ömmm jú:
http://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lan-og-fjarmognun/fasteignalan/overdtryggd-ibudalan/fastir-vextir/
Hversu stórt er þetta hús? 100þúsund á mánuði er vel sloppið... einsog Guðrún segir hér að ofan þá er leigan að minnsta kosti 150þúsund.
það er góð þumalputtaregla að taka ekki lengri lán en 20-25ára..... ef þið getið ekki borgað af 20ára láni.. þá er tími til að hætta græðginni. Kaupa bara minna hús og hætta að væla
en að sjálfsögðu vill banki ekki lána þér 27milljónir ef þú ert ekki með nógu gott greiðsluflæði.... ef þú værir með hærri laun þá fengir þú líklega hærri lán.
þú ert týpsikru vælandi íslendingur...... vælandi yfir því að vera að kafna úr skuldum en ert brjáluð að geta ekki fengið 27MILLJÓNA lán
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2012 kl. 22:40
Undarlegt hvernig það er hægt að réttlæta að höfuðstóll lána hækki um miklar fjárhæðir í hverjum mánuði og segja svo að fólk sé bara að væla.
Það er ekkert eðlilegt við verðtryggingu nema að laun væru verðtryggð líka, þá mættiru vera með alla þá verðtryggingu sem þig lystir.
Vandamálið er að öll áhætta er tekin af lánendum og sett á herðar lántaka og það skapar þetta offramboð á lánsfé sem var fyrir nokkrum árum. Og nú tala þessir lánendur um réttmæta stækkun á eignasafni. Það er eitthvað alvarlegt að í þessu kerfi.
Vignir (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 23:09
Verðtryggingin er nú önnur vitleysan Vignir og þegar þú segir að verðbætur séu til komnar vegna verðtryggingarinnar þá verður að svara því betur vegna þess að íbúðarlán er líka yfirleitt eða undartekningarlaust sett á fyrsta veðrétt eignarinnar og þar með á lánveitandinn að vera kominn með sína tryggingu fyrir því að taka eignina til baka ef greiðandi stendur ekki í skilum....
Getur verið að þessar flækjur sem ég kýs að kalla séu tilkomnar vegna þess að lánveitenda hefur ekki þótt hann græða nóg af föstum vöxtum einum saman eða hvað...
Þegar það er hugsað lengra þá er lánið alltaf í hæðstu hæðum og miðast eiginlega við að eignin sé líka alltaf splúnku-ný þó að til ára sinna sé komin...
Er þá ekki ábyrgðin á því að halda eigninni glænýrri út greiðslutímann komin á ábyrgð lánveitenda...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2012 kl. 23:45
"Það er ekkert eðlilegt við verðtryggingu nema að laun væru verðtryggð líka, þá mættiru vera með alla þá verðtryggingu sem þig lystir. "
Þetta er hugsun hjá fólki sem kann ekki efnahagssögu Íslands (fáfróðir). Laun voru verðtryggð og það olli hörmungum.
"Vandamálið er að öll áhætta er tekin af lánendum og sett á herðar lántaka "
Þetta er ekki rétt.
"Þrátt fyrir 33 milljarða innspýtingu ríkisins inn í Íbúðalánasjóð var eigið fé sjóðsins í ársok 2010 einum og hálfum milljarði króna lægra en það var áður en sú aðgerð kom til."
http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/06/01/ibudalanasjodi-blaedir-minna-eigid-fe-thratt-fyrir-innspytingu/
Íbúðarlánasjóður blæðir. Hann er lánveitandi. Við skattborgarar höfum þurft að splæsa 33 milljarða í þetta apparat nú þegar... og það er annað eins á leiðinni. Á meðan við getum ekki endurnýjað tæki á Landsspítalanum.
"Þegar það er hugsað lengra þá er lánið alltaf í hæðstu hæðum og miðast eiginlega við að eignin sé líka alltaf splúnku-ný þó að til ára sinna sé komin"'
þetta ver bara aftir almenningi þ.e lántaka hversu lánið er hátt. Ef lántakinn kemur með 70% eigið fé og tekur 30% tíu ára lán.... þá er lánið ekki í hæstu hæðum. Bara lár höfuðstóll og lágar afborganir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 08:32
Það að Íbúðalánasjóður sé illa rekinn kemur í raun verðtryggingunni ekkert við.
Þessir milljarðar sem settir eru inn í ILS eru vegna þess að hann er illa rekinn og mikið tap hefur verið á rekstri. Það sama gerðist í USA þar sem stóru sjóðirnir fóru á hausinn vegna þess að þeir voru að lána fólki sem gat ekki borgað.
Verðtryggingin hins vega tryggir peninga lánendanna og að þeir rýrni ekki en þar sem það er engin verðtrygging á launum, þá er áhættan af lélegri efnahagsstjórn öll hjá lántakanda.
Verðtryggingin eykur með mjög beinum hætti óstöðugleika. Það gerist vegna þess að bæði bankar og lífeyrissjóðir hafa beinan hag af því að skapa óstöðugleika og stækka þannig eignasafnið.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:01
Sælir hvellur og sleggja. Hver sagði að ég væri að væla? Ég var að segja það að Landsbankinn vill ekki breyta verðtryggðu láni sem hefur hækkað úr 17 milljónum í 27 milljónir á fáeinum árum, afborgun í dag er um 125 þúsund, en að meðaltali rúmlega 100 þúsund síðustu 7 ár, ég sagði MEÐALTAL.
Landsbankinn vill ekki veita okkur óverðtryggt lán í stað verðtryggðs því það þarf að fara AFTUR í greiðslumat og greiðslumatið fæst ekki fyrir svona hárri upphæð. En það er allt í lagi að borga af þessu verðtryggt. Það er það sem ég sagði og ég stend við það. Það er EKKI öllum frjálst að taka óverðtryggt.
Mér finnast þið ekki málefnalegir og ég vona að fólk eins og þið komist ekki í valdastöður.
Margret S (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:04
Þín kenning Vignir sé sú að þessi 33milljarðar sem við almenningur þurftum að henda í ILS sé vegna þess að hann er illa rekinn? Óráðsía í rekstri? Ekki nógu mikið sparað í skrifstofuvörum? Tap íbúðarlánasjóð er vegna þess að þeir hafa lánað fólki sem borgað síðan ekki. þ.e láveitandinn er að taka mikla áhættu.
Þau stækka einungið eignarsafnið að nafnvirðir.... ekki raunvirði.
En það er gott að sjá að svona margir eru hlinntir ESB og upptöku Evru.
Lágir vextir, ekkert gengisfall og ENGIN VERÐTRYGGING
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 09:25
Það er nokkuð ljóst að hvorki Sleggjan né Hvellurinn hafa tekið íbúðarlán, eða a.m.k. ekki síðustu 20 árin eða svo. Þá held ég að það sé jafn ljóst að þeir séu ekki að vinna hefðbundna vinnu og framfleyta fjölskyldu (konu og börnum).
Það er auðvitað rétt hjá þeim að ef maður getur lagt 70% eigið fé í íbúð eru afborganirnar ekkert sérstaklega háar. Vandamálið er einfaldlega það að fæst venjulegt fólk á slíkt eigið fé, né hefur tök á því að safna slíku fé.
Þess utan tapaði ansi margt venjulegt fólk sparnaði sínum í hruninu svokallaða.
Skúli Sig (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:25
Við skulum hafa það á hreinu að verðtrygging hefur ekkert með ESB að gera en allt með ábyrga efnahagsstjórn að gera.
Ef að það væri ekki verðtrygging þá yrðu lánveitendur á Íslandi að taka ábyrgð á því hverjum þeir lána og tapa á því að lána fólki sem ekki borgar. Einnig yrðu lánveitendur að spila með í efnahagsstjórninni og fara eftir leiðbeiningum stjórnvalda og Seðlabankans. Þeir hefðu ekki beinann hag af því að rugga bátnum.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:57
Þegar ég segi að ILS sé illa rekinn þá á ég ekki við að það sé keypt of mikið af skrifstofuvörum eins og þú væntanlega áttar þig á, heldur á ég við að það var verið að lána öllum með kennitölu. Það var ekkert vandamál að fá lán og fólk þurfti nánast ekki að sýna fram á að það gæti borgað og margir gátu einfaldlega ekki borgað.
Það er slæmur rekstur.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 10:00
Ég er sammála því að það sé slæmur rekstur.
En þessi rök eru sönnun þess að lánveitandinn er að taka áhættu á verðtryggðum lánum og getur tapað gríðarlegu féi.... þvert á það sem þið kverúlantar hafa haldið fram.
En ég hef tekið tvö verðtryggð lán síðan 2005 takk fyrri Skúli Sig....
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 10:09
Augljóslega er lánveitandinn ekki að taka nokkra einustu áhættu ef að ríkið kemur alltaf inn og reddar hlutunum þegar menn hafa skitið uppá bak. Það gerist með ILS og bankana. Heldur þú að með þvi að ríkið reddi alltaf málunum að þá læri þessir menn að reka þessar stofnanir á ábyrgann hátt? Ég er nokkuð viss um að það gerist ekki.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 10:17
Bankarnir tapa ef útlán tapast
það er nú bara þannig.
óþarfi að tala um þetta hrun aftur og aftur.
bankahrunið var ekki vegna verðtryggða íbúðarlána....
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 11:01
ILS og bankarnir tapa ef útlán tapast, það er á hreinu en ef ríkið hleipur alltaf undir bagga þá hafa þessar stofnanir engann hvata til þess að sinna sínum málum betur. Mamma og pabbi leysa alltaf hnútinn.
Svo var enginn að minnast á hrunið nema þú en síðast þegar ég gáði þá var nú ekki búið að leysa Ísland útúr hruninu.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 11:56
Ríkið hleipur ekki undir bagga hjá bönkunum núna.
Enda fara þeir mjög varlega í útlánum nú til dags. Lána 65% á lágum vöxtum...svo uppí 75-80% á hærri vöxtum.
Íbúðarlánasjóður lánar hinsvegar 80%. Mun meiri áhættusækni þar á bæ. Enda er þessi stofnun á ríkispelanum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 12:16
ILS var náttúrulega settur í þessa stöðu vegna stefnu framsóknarmanna um að allir ættu að fá 80% lán. Sú stefna er að miklu leyti ástæðan fyrir vandræðum ILS.
En bankarnir eru farnir að fara varlega og er það nákvæmlega það sem þeir áttu alltaf að gera. Fólk á ekki rétt á því að fá lánaða peninga nema að geta borgað þá til baka. Það tekur hins vegar ekkert frá fáránleikanum af því að einungis peningar fjármagnseigenda eru verðtryggðir en ekki peningar launafólks.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 12:57
Staða ILS er ekki svona slæm vegna 80-90% lána til almennings,mistökin eru hjá stjórnmálamönnum að leyfa ILS að lána til byggingarfyrirtækja mörg hundruð miljarða,sem töpuðust þegar flest þessi byggingarfyrirtæki fóru á hausin,bankar og aðrar fjármálastofnanir eiga að sjá um byggingarfyrirtækin, og ILS á aðeins að lána einstaklingum (fjölskyldum).
Það er náttúlega fullkomlega galið,að þegar Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi, tóbak, og benzin, að við það hækki höfuðstóll verðtryggðs láns,og höfuðstóll verðtryggðar innistæðu í banka hækkar, því það hafa engin verðmæti orðið til.
Mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi, eru þau að verðtryggingin var ekki tekin úr sambandi, allavega í 1-2 ár strax eftir Hrun, og hverjir skildu það nú vera sem stóðu geng því að verðtryggingin væri tekin úr sambandi?
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 13:58
Aðalmálið er að verðtrygging á ekki rétt á sér.
Það sem vantar eru ábyrg stjórnvöld sem reka ábyrga efnahagsstefnu, og afnám verðtryggingar.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:55
"Það tekur hins vegar ekkert frá fáránleikanum af því að einungis peningar fjármagnseigenda eru verðtryggðir en ekki peningar launafólks."
Þú getur lagt peningana þína inn í verðtryggðan reikning þá er penignar almenmnings og "launafólks" verðtryggðir.
Svo er verðbólgan vandamálið ekki verðtryggingin.
EF það væri engin verðtrygging og viðvarandi verðbólga.... þá væri bara hærri vextir.
Neikvæðir raunvextir eru ekki fýsilegir og hafa sjaldan gengið upp nema í skamman tíma
Fólk sem er með lágmarksþekkingu í fjármálafræðum vita svona hluti.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 15:00
Þú semsagt gefur þér að það geti ekki annað en verið viðvarandi verðbólga?
Það er einmitt þar sem ábyrg efnahagsstjórn kemur inn. Með henni þá væri hægt að vera án verðtryggingar en líka án verðbólgu.
Vignir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:52
Rétt er það.
Ábyrg efnahagstórn er mikilvæg.... eitthvað sem við Íslendignar kunnum ekki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2012 kl. 17:13
Þið ættuð að stein halda kjafti þið ræflar sem þorið ekki að koma framm undir nafni H og S
Það skín af ykkur mannfyrirlitningin svona menn eru hættulegir samfélaginu
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 22:44
Húsnæðisverð til lengri tíma hefur undantekningalaust hækkað umfram verðbólgu. Þannig hefur myndast sparnaður hjá fólki sem hefur haft vit á því að kaupa húsnæði í samræmi við greiðslugetu.
Er einhver svo vitlaus að halda að í þjóðfélaginu, bönkum og íbúðalánasjóði, verði til fjármunir sem það geti fengið lánað til að kaupa húsnæði og þurfi ekki að borga nema brot af því láni til baka af því verðbólgan étur upp lánið?
Bjarni (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 00:25
þorsteinn það er í lagi að menn ræði þessi mál, og reyni að komast að niðurstöðu, annars er bara þöggun í öllu og frekasti kjaftaskurinn kemst upp með allt. Þannig hefur það líka verið of oft
sigmundur (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 11:21
nú er spáð að íbúðarverð mun hækka töluvert umfram verðbólgu til 2014 vegna aukins kaupmáttar...
fólk vill kannski skila þeim peningum til baka vegna verðtryggingarinnar :D
en nei.... alltaf að þiggja. Aldrei gefa.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2012 kl. 18:02
Verkalýðsforysta sem styður og viðheldur 4-5% langtíma raunávöxtun er ekki að vinna fyrir félagsmenn sína. Jafnvel Buffet yrði hæst ánægður með þessa ávöxtun.
Jón G (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 23:53
Verkalíðsforystan er að stand með eldri borgurum... það má vel vera að margir íslendingar einsog þú Jón sem vill stela af gamla fólki svo skuldirnar þínar sem þú skuldbatt þig að borga verða felld niður.
þetta er alveg eðlileg hugsun fyrir eigingjarnt fólk sem hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér.
en svo betur fer hugsar ASI ekki þannig
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2012 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.