Rétti tíminn.... ?

Rétti tíminn hefði verið Desember 2008. Að fá þetta verkefni á fullt rétt eftir hrunið hefði verið gríðarelga mikilvægt og atvinnuleysið, landsflóttin og dífan í efnahagslífinu hefði verið mun minna.

Nú er agætur tími. Jafnvel ekkert svo góður vegna þess að hagkerfið er í viðsnúningi. En þetta er fínn tími. Alls ekki besti tíminn sem við gátum valið... en skömminni skárri en aldrei.

Það má ekki gleyma því að í Keflavík er mest atvinnuleysi á landinu og er þetta mikilvægt verkenfi á Suðurnesjum.

hvells


mbl.is Rétti tíminn fyrir álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 11:16

2 identicon

Þetta er væntanlega hárrétt. Framkvæmdirnar myndu bæði veita ISK langþráðan stuðning og minnka atvinnuleysi. Tímasetningin að því leyti góð. Í fréttinni hefði þó líka mátt spyrja Ingólf hvaða hann teldi eðlilegt raforkuverð til að arðsemi af virkjanaframkvæmdum væri eðlileg. Og hvaða raforkuverð hann teldi Norðurál vilja greiða. Hætt er við að þær tölur yrðu nokkuð fjarri hverri annarri.

sleggjan (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 15:07

3 identicon

Sæll.

Þetta álver og fleiri hefði þurft að fara af stað með sem fyrir löngu. Ég er hræddur um að stjórnendur Landsvirkjunar séu að missa af vagninum:

Nú hefur olíu- og gasiðnaðurinn fundið upp ódýra leið til að vinna jarðgas. Jarðgas hefur lækkað verulega í verði vegna þessa og þess vegna líka rafmagn. Hvers vegna ættu útlendingar að koma hingað til að kaupa rafmagn sem LV reynir að selja þeim á uppsprengdu verði þegar rafmagnsverð er lágt í USA núna og verður það næstu áratugina?  

HA og kumpánar hans hjá LV fóru illa að ráði sínu nýlega þegar þeim tókst að klúðra góðu tækifæri til að fá hingað gagnaver og selja því rafmagn. Þeir aðilar sem nú stýra LV eru orðnir þjóðinni dýrir! Svo má ekki gleyma hvernig fór með Alcoa og álver á Bakka.

Ný ríkisstjórn þarf að hreinsa vel til hjá LV enda þar fólk innanbúðar sem ekki ræður við sín störf.

Helgi (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband