Fimmtudagur, 11. október 2012
NEI sinnar með allt niðrum sig
Þetta er víst einhverskonar "aðlögun" eða "mútur" frá ESB
"Verkefnið hefur fengið vilyrði um tæplega sex milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði um 950 milljónir króna"
Þetta er ekkert smá rausnarlegt og fagnaðarefni fyrir vísindarannsóknir á Íslandi.
Tímamótaverk.
Til hamingju Ísland
hvellurinn
![]() |
Fá 950 milljónir í rannsóknarstyrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir; Sleggju / Hvellir !
Ég hygg; að þið ættuð að skammast ykkar - ef þið þá kynnuð það, ræflarnir.
Þarna; er hvorki um aðlögunar né mútupeninga Fjórða ríkisins - arftaka Þriðja ríkis Adólfs Hitler að ræða, heldur og; sérílagi, blóðpeninga Suður- Evrópskra þjóða, sem sæta enn, og láta sig; því miður hafa það, möglunarlausri kúgun Þjóðverja, og helztu fylgiríkja þeirra, í norðanverðri Evrópu.
Reynið einu sinni; að hafa það, sem sannarra reynist, drengja kvalir.
Hins vegar; skal þessi Íslendingur, sem bljúgur þiggur þessa skítugu fjármuni lítilmenni kallast, sé miðað við þær forsendur, sem að baki búa.
Ég hefði fremur; treyst Afríku eða Asíumanni, til þess að iðka þessar rannsóknir, væri þá nokkur brýn þörf fyrir þeim,fremur en lítilsigldur og þýlindur Íslendingur, af viðlíka smæðargráðu, og þið sjálfir eruð - og hafið löngum verið, hér á vef - sem víðar.
Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 12:36
Undarlegur haus sem þú setur við þessa frétt, dálítið tuðrutjaldsleg. Snýrð þessu strax upp í einhverja baráttu "þeirra sem eru með" og "þeirra sem eru á móti". En, þar sem þú ert greinilega, að því virðist, öfgafullur áhugamaður um inngöngu í ESB, er þá ekki þessi frétt að segja þeim sem eru óákveðnir eða eru nei-sinnar,(eins og þú kýst að kalla þá), að algjör óþarfi er að vera meðlimur í ESB til að fá styrki þaðan til rannsókna?
En, hvað sem ESB líður, þá er þetta auðvitað mikið fagnaðarefni fyrir íslensk vísindi.
Guðmundur Björn, 11.10.2012 kl. 12:45
Þetta er örugglega leið fyrir ESB að gera okkur háð þeim, og síðan hóta þeir að svelta okkur. Við ættum að hætta við öll viðskipti við útlönd, við erum orðin háð bílum og oĺíu og kornfleks og sjónvarpstækjum og tölvum og og alls konar hlutum sem við þurftum aldrei á að halda.
Jonsi (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 13:21
Akkúrat Guðmundur Björn, ESB er búið að segja að þessir styrkir hafi ekkert með inngöngu okkar að gera ef við höfnum aðild, það er að segja að við þurfum ekki að borga þá til baka...
En varðandi málefnið þá er þetta örugglega rannsókn sem á eftir að nýtast öllum heiminum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.10.2012 kl. 13:31
"Ég hefði fremur; treyst Afríku eða Asíumanni, til þess að iðka þessar rannsóknir, væri þá nokkur brýn þörf fyrir þeim,fremur en lítilsigldur og þýlindur Íslendingur"
Þjóðarstolltið er ekki meira en þetta hjá þér.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 11.10.2012 kl. 19:12
Komið þið sæl; á ný !
Hvellur !
Já; satt segir þú - mitt gamla þjóðarstolt hóf að hopa, Haustið 2008, og er að öngvu orðið í dag, í ljósi þess, að sjoppuþjófar (fyrir 2 - 300 Krónur í klinki - vel; að merkja), eru nánast dæmdir samdægurs, en hvítflibbuðu stórþjófarnir, ganga hlægjandi inn og út úr landinu - og gefa okkur hinum fingurinn, Hvellur góður.
Því; er ekkert í boði, nema að sverja sig til annarrs þjóðernis - eða þá, að láta ALLS EKKI bera, á hinu íslenzka.
Með; ögn mildari kveðjum, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 20:13
ESB-stundar mútur af öllu afli víða á Íslandi þessi misserin.
Pótindátar ESB-klíkuveldisins fara um víðan völl um landið og leita um hóla og hæðir af styrkþegum af öllum stærðum og gerðum og við hin ólíklegustu verkefni.
Númi (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 23:33
Datt það í hug
mútur mútur!!!!
eina sem NEI sinnar geta sagt.
hafa ekki meiri vitsmuni en það
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.10.2012 kl. 08:51
Þú ert nú meiri "hvellurinn". Er þessi síða eitthvað grín, eða á að taka hana alvarlega? Bara yndislegt að sjá viðbrögðin.
Guðmundur Björn, 13.10.2012 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.