Þriðjudagur, 9. október 2012
Benda á alla nema sjálfan sig
Grikkir hafa verið að sukka með almannafé. En það er erfitt að líta í sinn eigin barm.
" þrátt fyrir að Þýskalandi hafi greitt mest til að koma Grikkjum til aðstoðar þá telji margir að Merkel beri ábyrgð á því að Grikkir hafi þurft að grípa til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða"
hversu sorglegt er þetta?
Margir kenna evrunni um vandræði Grikkja. Ég kenni Grikkjum um vandræði Grikkja. Þó aðalega stjórnmálamönnum og svo skattsvindlurum.
hvells
![]() |
Mikil öryggisgæsla í Aþenu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur komið í ljós við komu fulltrúa AGS, að allt það sem Grikkir áttu að gera varðandi tiltektir í fjármálalífi þeirra hafa þeir ekki gert. Þeir hafa ekki unnið heimavinnuna sína. Grikkir skulda jú mikla peninga og spurningin nú er sú, hvort þeir muni eða geti borgað nokkuð til baka. Svo eru þeir dæmalaust frekir og ódannaðir að ráðast á Merkel og Þjóðverja vegna aðhaldsaðgerðanna. Það þýðir bersýnilega ekkert að setja Grikki í skammarkrókinn. - Ríku mennirnir, stórir íbúðaeigendur og aðrir fjáðir menn eru búnir að koma sínum peningum á hreint, þ.e. að senda þá til Sviss.
Jónas Bjarnason (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 11:50
Ætlaði að tjá mig um þetta,
tek frekar undir það sem Jónas sagði.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2012 kl. 15:46
Sæll.
Evran er hluti af vanda Grikkja og nokkurra annarra ESB þjóða.
Helgi (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.