Mánudagur, 8. október 2012
Er þetta hin "elskulega" króna?
Í september sl. lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 4,4% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta í fyrsta sinn síðan í mars sl. að þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt, og hefur svo mikil lækkun raungengis ekki átt sér stað í einum mánuði síðan í apríl árið 2009.
Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessa miklu lækkun á raungenginu nú má að öllu leyti rekja til lækkunar á nafngengi krónunnar um 4,6% milli ágúst og september m.v. vísitölu meðalgengis, sem aftur má svo rekja að miklu leyti til útflæðis tengt vaxtagreiðslum og uppgreiðslu erlendra lána. Þó er ljóst að verðbólgan var nokkuð meiri hér á landi en í okkar helstu viðskiptalöndum í septembermánuði, og hefur það dempað aðeins áhrifin af nafngengislækkuninni á raungengi á þessu tímabili.
Líklega mun raungengi krónunnar lækka enn frekar á næstu mánuðum. Ekki er þó við því að búast að breytingin verði eins mikil í mánuði hverjum og atvikaðist í september, en búast má við að sagan verði svipuð," segir í Morgunkorninu.
Þannig má reikna með að nafngengi krónunnar lækki nokkuð áfram fram á veturinn sem mun leiða til lækkunar á raungenginu. Á móti mun verðlagsþróunin dempa áhrifin. Verðbólguhorfur hafa versnað að undanförnu, og teljum við að vísitala neysluverðs muni hækka talsvert til áramóta, ekki síst vegna veikari krónu."
Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessa miklu lækkun á raungenginu nú má að öllu leyti rekja til lækkunar á nafngengi krónunnar um 4,6% milli ágúst og september m.v. vísitölu meðalgengis, sem aftur má svo rekja að miklu leyti til útflæðis tengt vaxtagreiðslum og uppgreiðslu erlendra lána. Þó er ljóst að verðbólgan var nokkuð meiri hér á landi en í okkar helstu viðskiptalöndum í septembermánuði, og hefur það dempað aðeins áhrifin af nafngengislækkuninni á raungengi á þessu tímabili.
Líklega mun raungengi krónunnar lækka enn frekar á næstu mánuðum. Ekki er þó við því að búast að breytingin verði eins mikil í mánuði hverjum og atvikaðist í september, en búast má við að sagan verði svipuð," segir í Morgunkorninu.
Þannig má reikna með að nafngengi krónunnar lækki nokkuð áfram fram á veturinn sem mun leiða til lækkunar á raungenginu. Á móti mun verðlagsþróunin dempa áhrifin. Verðbólguhorfur hafa versnað að undanförnu, og teljum við að vísitala neysluverðs muni hækka talsvert til áramóta, ekki síst vegna veikari krónu."
http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=176836
hvellurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Hvert er pointið með þessari færslu? Eru að setja út á krónuna? Krónan er ekki eini gjaldmiðillinn sem hefur tapað verðgildi sínu.
Árið 2006 gat maður keypt 4 gallón af bensíni í USA fyrir silfurúnsu. Í febrúar 2012 var hægt að kaupa 11 gallón af bensíni fyrir sömu silfurúnsu. Olía hefur s.s. ekki hækkað í verði sé miðað við góðmálma, hún hefur lækkað. Olía hefur hækkað mikið ef miðað er við dollara og evrur.
Helgi (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.