Tekjupressa FB.

http://www.google.com/finance?ei=sFltUOj0L4mOwAP8mAE&q=fb

FB hefur frá %45 niður í $21.81. Þetta er meira en helmings lækkun.

p/e er 122 (Apple er með 16 Google er með 23).

Þetta þýðir að miðað við tekur þá er hlutabréf í FB alltof hátt skráð miðað við núverandi tekjuflæði. Ástæðan fyrir því að FB er ekki komið niður í %1 er vegna væntingar um aukið tekjuflæði í framtíðinni.

Það er gríðarleg pressa á að Facebook fer að rukka fyrir eitthvað. Auglýsingar hægra megin er ekki nóg.

Nýja hugmyndin er að láta borga fyrir statusa. Þetta er áhættusamt. Notendur gætu litið á þetta sem ákveðið SPAM. Þeir sem munu borga fyrir aukinn sýnileika eru þeir sem eru að selja Herbalife, hópkaup, eða eitthvað tilboð. Fólk mun þreytast á því.

Það er enginn að fara að borga fyrir aukinn sýnileika á einhverjum hversdagsstatus.

hvellurinn


mbl.is Rukkað fyrir stöðuuppfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er byrjunin á dauðastríðinu...

DoctorE (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 11:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna opinberar "boiling frog" vipskiptamódelið sig.

Sé froski hent ofan í sjóðandi vatn stekkur hann upp úr. Froskar hafa hinsvegar "kalt" blóð sem þýðir að hitastig þeirra fylgir umhverfishitastigi. Þess vegna kippir froskur í vatni sér ekki upp við það þó hitinn hækki smám saman, heldur aðeins ef það gerist snögglega. Þannig sýður maður frosk, setur hann í kalt vatn og hitar að suðu, og froskurinn reynir ekki að stökkva upp úr fyrr en of seint eða jafnvel aldrei ef þess er gætt að hækka hitan mjög rólega.

Notendur á facebook eru nú 1 milljarður og munu á næstunni þurfa að borga fyrir sífellt fleiri aðgerðir til að nota fésbókina.

Á endanum verða þau orðin borgandi áskrifendur og froskurinn er soðinn!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2012 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Verðtrygging fjárskuldbindinga miðað við vísitölu neysluverðs er annað gott dæmi um þetta viðskiptamódel sem kennt er við sjóðandi froska.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2012 kl. 13:45

4 identicon

Guðmundur, þetta er mjög skemmtileg samlíking.

Annars held eg að kjarninn sé að FB var alltof hátt skráð í byrjun. Alveg óskiljanlegt.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 14:38

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

eg hef enga trú á það að fólk fari að borga fyrir Facebook.

það er til nóg af fríum samfélagssíðum

Google+ er t.d handan við hornið.

Samfélagssíður koma og fara (man einhver eftir MySpace?)

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2012 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband