Fimmtudagur, 4. október 2012
Það þarf að endurskoða meiðyrðalöggjöfina
Málfrelsi er grunnstoð í lýðræðissamfélagi. Ekki ríkir full málfrelsi hér.
Þór Saari benti á það sem blasir við öllum.
Þór gat ekki bent á það með gögnum. En þarf það endilega að vera þannig.
Það sem hann sagði er svo mikill æpandi sannleikur.
kv
Sleggjan
![]() |
Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Hér ertu alveg úti á túni að tjalda :-)
Helgi (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 13:35
Ok, hann benti á það augljósa fyrir skynsemismenn.
Hinir auðvitað berja hausinn við steininn.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 14:43
Sæll.
Frelsi fylgir ábyrgð, ekki satt?
Hvað ef ég segði að þú værir á launum hjá zíonistum við ljúga upp á Palestínumenn? Hvað ef ég segði eitthvað neikvætt um þig sem ekki er satt? Finnst þér það í lagi? Ef ég segi eitthvað svona um þig sem ekki er satt verð ég auðvitað að bera ábyrgð á því sem ég segi, ég má ekki ata þig aur með lygum.
Það er auðvitað ekki í lagi að segja hluti sem ekki eru sannir og ekki er hægt að sanna. Ekki vil ég að borið sé á mig að ég sé nauðgari eða þjófur, sá sem slíkt gerir er að sverta minn mannorð með lygum og slíkt er ekki í lagi. Þór Saari virðist ekki skilja þetta, vonandi kveikir hann á perunni þegar hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms.
Og jú, það þarf endilega vera þannig að hægt sé að sanna það sem menn segja - þannig er það í það minnsta í siðmenntuðum samfélögum. Skrýtið að þú skulir ekki sjá það?!
Helgi (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 16:56
Ég sagði benda á það augljósa
Ekki segja random hluti um fólk.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 18:15
http://smugan.is/2012/10/ragnar-ekki-a-launaskra-liu-thor-saari-daemdur-fyrir-meidyrdi/
Hvað er þá athugavert við að segja að maðurinn hafi verið óbeint á launaskrá hjá LÍÚ? Launin hans koma, bara með aðeins fleiri bókhaldsfærslum en venjulega, úr sjóðum LÍÚ.
Theódór Norðkvist, 4.10.2012 kl. 21:06
Nákvæmlega Theódór, Helgi þarf að endurhugsa sína afstöðu.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 14:39
@5:
Er þá Jóhannes Jónsson í Iceland versluninni á launum hjá þeim sem hjá honum versla?
Helgi (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.