AMX vaktin

Tengslin eru augljós

"

Fréttir eru nú sagðar af því að DV skuldi tugi milljóna hjá tollstjóra í svonefnd rimlagjöld, þ.e. vörsluskatta. Gjöldin bera það nafn því faneglsisvist er við því að standa ekki skil á þeim. Sumir virðast þó fá undanþágu frá slíkum skattskilum og viðurlögum.

DVG stendur undir nafni. Standa ekki skil á vörslusköttum, fá ekki ákæru og skrifa vel um ríkisstjórnina.

Þannig virðist DV, og mögulega önnur fyrirtæki, vera fjármagnað af skattgreiðendum eftir sérstaka undanþágu frá fjármálaráðherra. Það sést glöggt á fréttaflutningi blaðsins. Frá árinu 2009 hefur tollstjóra verið skipað að fylgja ekki eftir lögum varðandi staðgreiðslu launaskatta. Áður fyrr fóru menn í fangelsi fyrir að greiða ekki vörsluskatta en nú er öldin önnur. DV veitir ríkisstjórninni lítið aðhald og virðist helst leggja sig fram við að níða skóinn af Sjálfstæðisflokknum. Blaðafulltrúi ríkisstjórnar er með fasta pistla í blaðinu til að reyna telja fólki trú um að blátt sé rautt og að jörðin sé flöt.

Dettur einhverjum í hug að DV rækti skyldur sínar sem fjölmiðill meðan Steingrímur getur ekki eingöngu stoppað útgáfuna samstundis heldur tryggt að forsvarsmenn blaðsins fái dóm? Hins vegar er ekkert í lögunum sem segir að tollstjóraembættið eigi ekki að ákæra menn sem ekki standa skil á skattinum.

DV hefur reynt að láta það líta þannig út að Lilja Skaftadóttir (sem er innanbúðarmanneskja hjá VG) leggi fram hlutafé í blaðið. Nú velta smáfuglarnir fyrir sér hvort það sé í raun Steingrímur J. Sigfússon sem fjármagni blaðið og það með skattfé?"

http://amx.is/fuglahvisl/18482/

stuttu seinna kemur þessi kæra

Kærir DV til sérstaks saksóknara – Mogginn fékk kæruna fyrst í hendur

Formaður Félags skattgreiðanda hefur kært DV til sérstaks saksóknara vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Framkvæmdastjóri blaðsins furðar sig á kærunni og á því að kæran hafi borist Morgunblaðinu áður en hún barst DV.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að útgáfufélag DV skuldaði 76 milljónir króna í opinber gjöld. Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda, upplýsir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ákveðið að kæra útgáfufélagið vegna þessa.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/10/02/kaerir-dv-vegna-opinberra-skulda-mogginn-fekk-kaeruna-fyrst-i-hendur/

einn plús einn eru tveir

hvellurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vinstri slagsíða á DV, því er ekki að neita. En ágætis mótvægi við morgunblaðið ekki satt?

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband