Laugardagur, 29. september 2012
árangur?
er þetta þessi mikla árangur vinstri velferðarstjórnarinnar?
er þetta þessi mikla árangur við að vera með krónuna?
er þetta hinn mikli árangur að vera einangruð fyru utan ESB?
svarið er augljóst
hvellurinn
![]() |
Tvöfalt fleiri þurfa fjárhagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það varð hrun. Kreppa.Í kreppum dregs atvinnulífið saman. Meira atvinnuleysi.Er það ríkisstjórninni að kenna? Hefur þú þekkingu á hvernig hagkerfi í heiminum virka?
Kristinn (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 19:13
eg hef yfirgripsmikla tekkingu a efnahagsmalum enda er eg med bs gradu a tvi svidi
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2012 kl. 20:08
Sælir.
Vonandi kveikir þú fljótlega á perunni varðandi evruna og ESB og þegar það gerist áttu eftir að fá alveg hrottalegan móral.
Krónan mildaði kreppuna hér. Seðlabankinn falsaði gengi hennar á árunum fyrir hrun og þá verður leiðréttingin auðvitað sársaukafull. Leiðréttingin er ekki krónunni að kenna heldur SÍ. Þeir sem bölva falli krónunnar afhjúpa þar með vanþekkingu sína á efnahagsmálum. Svo er ECB að búa til verðbólgu innan ESB og rýra kjör fólks þar. Ekki er það spennandi.
Svo er nú annað, þegar skattar eru skrúfaðir upp í rjáfur skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil þjóð er með. Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir í þrepum úr 45% í 18% og þá jukust tekjur ríkisins af þessum skattstofni þrefalt!! Þetta einfalda dæmi sýnir vel skaðsemi skattheimtu. Svo á núna að jarða ferðaþjónustuna með því að hækka vsk. Ég sá frétt í gær eða fyrradag þess efnis að afbókanir dyndu nú á íslensku ferðaþjónustuaðilum vegna þess að verðin eru einfaldlega of há. Hafi ríkisstjórnin þökk fyrir að fæla ferðamenn frá landinu, eyða störfum í ferðaþjónustunni og gera okkur erfiðara fyrir að verða okkur úti um gjaldeyri.
Svo er nú enn eitt atriðið sem sjaldan er talað um og það eru neikvæð áhrif reglna á atvinnusköpun. Þú vilt auðvitað ekki ræða það að atvinnuleysi er að meðaltali 11% innan ESB, var 10% í fyrra. Hvaða paradís er það?
Helgi (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 23:37
Ágætis punktar.
Ég er ósammála afdrifum ferðaþjónustunnar, held að ferðamönnum muni ekki fjölga , sama hvað hin pantaða skýrsla KPMG (dont bite the hand that feed you og allt það). Hef ekkert fyrir mér í því, heldur bara bíða og sjá og benda þá á mína spá eftirá eins og sleggjan hefur marg oft gert.
Svo var að hluta til gott að hafa krónuna. Og þú nefndir þann hlut og ekki skal gera lítið úr því.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2012 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.